Segja framkvæmdir ólöglegar

Fornleifauppgröftur hefur farið fram á bílastæði Landsímahússins gamla við Kirkjustræti.
Fornleifauppgröftur hefur farið fram á bílastæði Landsímahússins gamla við Kirkjustræti. mbl.is/

Öll leyfi sem Reykjavíkurborg gefur fyrir mannvirkjum í landi Víkurgarðs, kirkjugarðsins forna í miðbænum, eru heimildarlaus og ólögleg.

Þetta segir sóknarnefnd Dómkirkjunnar í bréfi til borgaryfirvalda vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar á Landssímareit. Hluti hótelsins á samkvæmt auglýstu deiliskipulagi að vera innan marka garðsins eins og hann var fyrr á tíð.

„Sóknarnefndin lítur svo á að Víkurgarður sé í umsjá sóknarnefndar Dómkirkjunnar fyrir hönd kirkjunnar. Sóknarnefndinni sé heimilt að lögum að heimila Reykjavíkurborg að skipuleggja garðinn sem almenningsgarð en önnur ráðstöfun er ekki heimil,“ segir í bréfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert