Strætó vissi ekki af nýju hringtorgi

Strætó á hringtorginu á Flókagötu og Rauðarárstíg.
Strætó á hringtorginu á Flókagötu og Rauðarárstíg. mbl.is/Eggert

Hringtorg var sett upp á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á dögunum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg kom hugmyndin að hringtorginu frá íbúum í gegnum íbúalýðræðisvettvanginn Hverfið mitt með ósk um bætt umferðaröryggi.

Umferð um þessi gatnamót hefur lengi verið stirð vegna óvissu um hver eigi réttinn hverju sinni. Nýja hringtorgið kom forsvarsmönnum Strætó bs. á óvart.

„Það var sett upp á laugardaginn fyrir viku. Við vorum ekki látnir vita, þetta kom nokkuð óvænt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, í Morgunblaðinu í dag. Vegfarendur hafa tekið eftir því að strætisvagnar eiga í nokkrum erfiðleikum með að fara um þetta nýja hringtorg sem virðist einfaldlega of lítið fyrir þá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert