„Það vill enginn sjá skepnur þjást“

Pétur segir mörg dýr hafa verið mikið slösuð.
Pétur segir mörg dýr hafa verið mikið slösuð. Mynd/Brunavarnir Árnessýslu

Hreinsunarstarfi á vettvangi þar sem flutningabíll með 114 sláturgrísi innaborðs valt á hliðina við vegamót Þrengsla og Suðurlandsvegar í gær, lauk ekki fyrr en um klukkan níu í gærvöldi, sex tímum eftir að slysið átti sér stað.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunvörnum Árnessýslu, segir í samtali við mbl.is að hreinsunarstarfið hafi gengið vel, en eðli síns vegna hafi verkefnið verið tímafrekt. Ökumaður bílsins komst út úr bílnum af sjálfdáðum og voru meiðsli hans minniháttar.

„Þetta var frekar afslappaður vettvangur, en var alls ekki skemmtilegur vettvangur að vinna í. Þó svo að þetta hafi verið dýr sem hafi átt að slátra til manneldis þá vill enginn sjá skepnur þjást. Þetta snérist að miklu leyti um að lina þjáningar og koma hlutunum í réttan farveg,“ segir Pétur.

Grísirnir voru, líkt og fram hefur komið, á leið til slátrunar á vegum Stjörnugrís og starfsmenn frá fyrirtækinu komu á vettvang og aðstoðu lögreglu og slökkvilið við hreinsunarstarfið.

„Þeir komu frá Stjörnugrís og stýrðu verkefninu við að flytja lífdýrin. Þeir sáu líka um að fjarlægja þau dýr sem drápust. Það gekk bara vel, en starfi á vettvangi lauk ekki fyrr en klukkan níu í gærkvöldi. Það komu stórir bílar til að hífa flutningabílinn. Þetta var allt saman heilmikið verk.“

Pétur segir að 24 dýr hafi drepist í það heila. Tíu, tólf dýr hafi drepist strax og svo hafi þurft að aflífa álíka mikinn fjölda dýrra vegna áverka sem þau hlutu í slysinu. „Dýralæknar fóru um ákváðu hvaða dýr voru skotin, en það var lögregla sem sá um að aflífa dýrin. Þau dýr sem voru aflífuð voru annað hvort brotin eða höfðu hlotið lömun.“

Hann segir fleiri dýr þó hafa verið mjög slösuð og sjokkeruð, þó þau hafi hvorki verið brotin ne lömuð, og því hafði þau verið nokkuð róleg á staðnum. Það auðveldaði hreinsunarstarfið að grísirnir voru flestir þétt saman í hrúgu og náðu ekki að dreifa sér um hraunið. „Þeir voru flestir þétt upp við bílinn. Um það bil helmingur af dýrunum voru föst inni á neðri hæð bílsins. Það var eitt svín sem fór nokkuð langt út í móa, en það fór maður að því og hélt því rólegu þar sem það var.“

Pétur segir það svo hafa verið töluverðan hausverk að koma dýrunum upp í annan flutningabíl. „Svín láta ekkert sérstaklega vel að stjórn. Þannig það var svolítil vinna að reka þau. Það var þó reynt að gera það eins rólega og hægt var.“

Ekki er enn vitað um töldrög slyssins en lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn þess.

Ekki er enn vitað um tildrög slyssins en lögreglan á ...
Ekki er enn vitað um tildrög slyssins en lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. Mynd/Brunavarnir Árnessýslu
mbl.is

Innlent »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er annað flugið af þremur hjá flugfélaginu á síðustu viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Blindaðist af sólinni og klessti á

10:59 Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Taktu vitsmunapróf Trumps

10:48 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sýnir engin merki sem gefa tilefni til þess að efast um andlegt heilsufar hans og er almennt séð við frábæra heilsu að sögn læknis hans. Meira »

Þórir fréttastjóri miðla Vodafone

10:42 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Meira »

Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

10:17 Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.   Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

10:09 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Skápur og skúffueining lituð eik
Til sölu. Skápur 105x80x37cm kr 12.000 Skúffueining 72x46x43 kr 12.000 Uppl....
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
 
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...