Aðalmeðferð í lok nóvember

Sveinn Gestur við þingfestingu á dögunum.
Sveinn Gestur við þingfestingu á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð í máli gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið Arn­ari Jónas­syni Asp­ar bana með stó­felldri lík­ams­rárás við heim­ili Arn­ars í Mos­fells­dal 7. júní, verður 21. til 23. nóvember.

Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en ákærði var ekki viðstaddur fyrirtökuna. Verjandi Sveins Gests lagði fram greinagerð, þar á meðal tvö myndbönd sem lýsa æs­ing­sóráðsheil­kenni.

Það er talið önnur orsök andláts Arnars en ástandið er „talið vera eins konar vera eins kon­ar sjúk­dóms­ástand sem kem­ur fram und­ir þeim kring­um­stæðum að viðkom­andi aðili er að veita viðnám eða mót­spyrnu, streit­ast á móti, er í mjög æstu hug­ar­ástandi og berst um á hæl og hnakka,“ sagði Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknideild Landspítalans, í sumar.

„Þegar reynt er að leggja höml­ur á viðkom­andi með bönd­um eða hand­járn­um þá magn­ast ástandið og viðkom­andi er gjarn­an með hita og óráð og í rug­lástandi. Síðan get­ur þetta magn­ast upp og þá veld­ur þetta á end­an­um önd­un­ar­stoppi, hjarta­stoppi og get­ur dregið fólk til dauða, en það ger­ir það ekki alltaf,“ sagði Sig­urður enn­frem­ur.

Hin orsök andláts Arnars er sögð nokkrir samverkandi þættir en þvinguð fram­beygð staða og hálstak sem hinn grunaði hafi haldið brotaþola í, er tal­in hafa leitt til mik­ill­ar minnk­un­ar á önd­un­ar­getu sem leiddi til köfn­un­ar.

Sveinn gestur hefur samþykkt að víkja úr réttarsal þegar aðstandendur Arnars gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins.

Sex menn, fimm karl­ar og ein kona, voru upp­haf­lega hand­tek­in í tengsl­um við árás­ina. Þeirra á meðal var Sveinn Gest­ur en hann er sá eini sem hef­ur verið ákærður. Héraðssaksak­sókn­ari ákærði Svein Gest fyr­ir brot á 218. grein hegn­ing­ar­laga, grein sem fjall­ar um stó­fellda lík­ams­árás. Há­marks refs­ing fyr­ir brot á þeirri grein er 16 ára fang­elsi, hljót­ist bani af árás­inni.

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Sveini í byrjun mánaðarins en hann verður í varðhaldi til 26. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert