Af hrakhólum í Víðines

Miklar endurbætur voru gerðar á húsnæðinu í Víðinesi.
Miklar endurbætur voru gerðar á húsnæðinu í Víðinesi. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjavíkurborg er að semja við verktakafyrirtækið Ístak um að nýta Víðines sem búðir fyrir erlenda verkamenn. Borgin áformar jafnframt að halda eftir 14 herbergjum til að velferðarsvið geti boðið fólki sem ekki hefur tekist að finna sér húsnæði húsaskjól til bráðabirgða.

Í Víðinesi var rekið hjúkrunarheimili. Reykjavíkurborg lagði um 120 milljónir kr. í endurbætur á húsnæðinu á síðasta ári og leigði Útlendingastofnun fyrir hælisleitendur. Húsnæðið hefur staðið autt frá því 1. júlí, eftir að stofnunin sagði því upp.

Tvö fyrirtæki gáfu sig fram í sumar, eftir að borgin auglýsti húsið laust til leigu. Bæði voru að leita að húsnæði fyrir verkafólk. Teknar voru upp viðræður við Ístak. Í Morgunblaðinu í dag reiknar Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar, með að gengið verði frá samningum á næstu tveimur vikum og Ístak fái þá húsið afhent.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert