Dregið úr hjólahraða á stígum

Draga á úr hraðanum
Draga á úr hraðanum mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarness hefur samþykkt að setja merkingar á nokkra staði á göngustígum í bænum.

Þetta er gert til að freista þess að draga úr hraða hjólreiðamanna sem eiga leið um stíga á Nesinu og minna alla þá sem fara um stígana á að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi.

Þessi samþykkt er gerð að gefnu tilefni, að sögn Bjarna Torfa Álfþórssonar, bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi og formanns nefndarinnar. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag  kemur fram að borist hafi kvartarnir vegna þess að sumir hjólreiðamenn, stundum saman í hóp, hafa hjólað ansi greitt á stígum þar sem umferð gangandi og hjólandi er ekki aðskilin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert