Getum spilað stórt hlutverk í málefnum Norðurslóða

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Arctic Circle.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Arctic Circle. mbl.is/Hanna

Í ræðu sinni á opnunarathöfn Arctic Circle sagði Guðni Th. Jóhannesson, að ráðstefnan væri vitnisburður um að þrátt fyrir að Ísland sé lítið þá geti landið spilað stórt hlutverk í málefnum Norðurslóða „Hér áður fyrr þegar Ísland hafði nýlega öðlast sjáflstæði vorum við vön að spyrja nánast hvern einasta ferðamann sem hingað kom spurningarinnar „how do you like Iceland?“ og við skömm var þeim sem ekki sögðust elska landið. Það má vera að þarna hafi örlað fyrir votti af því að Íslendingum þætti þeir að einhverju leyti óæðri en aðrar þjóðir, við höfðum nýlega öðlast sjálfstæði og ef til vill ekki viss hvernig við kæmum til með að passa inn í alþjóðasamfélagið,“ sagði Guðni

Arctic Circle og knattspyrnulandslið vitnisburður

„Í dag spyrjum við ekki alla ferðamann þessarar spurningar. Við höfum notið þess að gífurlegur vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu og við einfaldlega þurfum ekki lengur að heyra frá öllum kæru ferðamönnunum okkar að þeim þyki landið frábært daginn inn og daginn út, sem ég vissulega vona að þeim þyki. Þessi ráðstefna er vitnisurður um þá staðreynd að þrátt fyrir að við séum lítið ríki þá getum við spilað hlutverk á stóra sviðinu. Annað dæmi um það er velgengi landsliðanna okkar í knattspyrnu, bæði karla og kvenna. Aftur, það má vera að við séum lítið ríki en við erum á leiðinni á HM í Rússlandi ólíkt mörgum stærri ríkjum, en ég nefni engin nöfn,“ sagði Guðni og uppskar hlátur fundargesta. 

Loftlagsbreytingar varða alla

Eftir að hafa boðið fundargesti velkomna sagði Guðni að ráðstefnan væri aðal ráðstefnan er varðar málefni Norðurslóða á heimsvísu og því væri mikilvægt að nýta næstu daga vel til að hlusta, læra og tala.„Þekking er grundvöllur framfara, fáfræði er uppskriftin að stöðnun. Samtal er lykillinn að frið og stöðugleika o við verðum að viðhalda og styrka virðingu fyrir rannsóknum og vísindalegum aðferðum.“ 

Á tímum alþjóðavæðingar á enginn að vera útundan

Forsetinn vísaði jafnframt til mikilvægis þáttöku frumbygga (indigenous people) á Norðurslóðum og sagði að á tímum alþjóðavæðingar ætti enginn að vera útundan. Í því samhengi vísaði Guðni til þess að áður fyrr hefðu Norðurslóðir verið framandi staður og fólk hefði trúað því að þar væri aðeins frosið haf, skrímsli og ófreskjur. 

Guðni rifjaði jafnframt upp sögu Geirmundar heljarskinns sem Paramount Pictures vinnu nú sjónvarpsþáttaröð um. „Saga hans er heillandi en líklega var hann Inúiti sem stundaði viðskipti með auðlindir af Rostungum, tennur þeirra og skinn. Sagan hans segir okkur, miðað við hvernig honum var lýst, að litið var á hann sem utanaðkomandi aðila sem passaði ekki inn. Það ætti að minna okkur á að í dag má ekki líta á neinn sem utanaðkomandi og hversu mikilvæg þáttaka frumbyggja á Norðurslóðunum er í verkefnum er varða Norðurslóðir.“

mbl.is

Innlent »

Ók á vegrið og fluttur á slysadeild

Í gær, 18:36 Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið bílnum á vegrið á Reykjanesbraut, skammt frá brú sem er neðst í Ártúnsbrekkunni. Meira »

Frakkarnir ætluðu að heimsækja vinabekk

Í gær, 18:19 Um tíu sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum, auk lækna og björgunarsveitarmanna frá Borgarnesi eru í fjöldahjálparmiðstöð sem komið hefur verið upp í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Meira »

Bragi næsti stórmeistari í skák

Í gær, 18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

Í gær, 17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

Í gær, 17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

Í gær, 17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

Í gær, 16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

Í gær, 16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

Í gær, 14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

Í gær, 14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

Í gær, 12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

Í gær, 12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

Í gær, 11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

Í gær, 10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

Í gær, 09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

Í gær, 11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

Í gær, 10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

Í gær, 08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4 weeks...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
Rafstöðvar
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum 30-1000 KW Stamford rafalar Cummins vélar I...
 
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...