Komnir með skólavist

Óskar Gíslason og Björn Gústavsson.
Óskar Gíslason og Björn Gústavsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einhverfu drengjunum tveimur sem ekki fengu skólavist í framhaldsskóla í haust hefur verið boðin skólavist í Tækniskólanum frá og með 1. nóvember.

Björn Eggert Gústavsson og Óskar Gíslason eru 16 ára. Þeir fengu hvergi pláss í framhaldsskóla í haust eins og jafnaldrar þeirra og leit út fyrir að þeir þyrftu að bíða fram á næsta haust með að fá skólavistina sem þeir eiga rétt á.

Í Tækniskólanum er starfsbraut fyrir einhverfa þar sem pláss er fyrir sex nemendur og var hún full í haust. „Það varð brotthvarf og þess vegna getum við tekið þá inn. Einn nemandi fór og við fáum auka fjármagn frá ráðuneytinu til að geta tekið inn sjöunda nemendann,“ segir Kolbrún Kolbeinsdóttir, skólastjóri Tæknimenntaskólans, sem er undirskóli Tækniskólans, í umfjöllun um mál drengjanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert