Sinnum með réttarstöðu sakbornings

Hjúkrunarfyrirtækið Sinnum er með réttarstöðu sakbornings í máli Ellu Dísar ...
Hjúkrunarfyrirtækið Sinnum er með réttarstöðu sakbornings í máli Ellu Dísar Laurens, átta ára stúlku sem lést árið 2014. Málið er komið til embætti Héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hjúkrunarfyrirtækið Sinnum er með réttarstöðu sakbornings í máli Ellu Dísar Laurens, átta ára stúlku sem lést árið 2014. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahérasaksóknari við mbl.is, en málið barst embætti Héraðssaksóknara í gær að lokinni rannsókn lögreglu.

Áður hefur verið greint frá því að starfsmaður Sinnum hefði réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á málinu.

Ella Dís var átta ára göm­ul þegar hún lést eft­ir að hafa orðið fyr­ir heilaskaða í um­sjón fyr­ir­tæk­is­ins. Það var Reykja­vík­ur­borg sem keypti þjón­ust­una af Sinn­um, en borg­in hef­ur ekki skipt fyr­ir­tækið síðastliðin tvö ár.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Sinnum í síðustu viku til að greiða Rögnu Er­lends­dótt­ur, móður Ellu Dís­ar, þrjár millj­ón­ir króna í bæt­ur vegna and­láts dótt­ur henn­ar.

Andlátið rakið til stórfellds gáleysis

Ragna hafði stefnt fyr­ir­tæk­inu og Reykja­vík­ur­borg vegna stór­fellds gá­leys­is sem hafi valdið dauða Ellu Dísar. Var það mat Héraðsdóms að and­lát Ellu Dís­ar yrði rakið til stór­fellds gá­leys­is stjórn­enda Sinn­um ehf., sem hefðu sett ófag­lærðan starfs­mann í aðstæður sem hann gat ekki ráðið við, en Ella Dís var með sjald­gæf­an tauga­sjúk­dóm og var háð önd­un­ar­vél. 

Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar gerði samn­ing við Sinn­um vegna skóla­göngu Ellu Dís­ar, en fyr­ir­tækið gef­ur sig út fyr­ir að bjóða upp á fjölþætta vel­ferðarþjón­ustu til ein­stak­linga. Á grund­velli samn­ings­ins sinnti fyr­ir­tækið sér­tæk­um stuðningi við Ellu Dís í skól­an­um, en henni fylgdi m.a. þroskaþjálfi sem aðstoðaði hana í þar. Ella Dís var með sér­stak­an vinnu­stól í skól­an­um og út­bú­in var aðstaða inni af skóla­stof­unni fyr­ir hana og henn­ar tæki, auk sjúkra­rúms ef hún yrði of þreytt og þyrfti að hvíla sig. Hún var tengd við önd­un­ar­vél gegn­um barka­túbu í hálsi og mett­un­ar­mæli sem sýndi súr­efn­is­mett­un í blóði og hjart­slátt.

Þroskaþjálf­ar­inn sem að staðaldri fylgdi Ellu Dís í skól­ann for­fallaðist einn dag­inn vegna veik­inda og var ófag­lærður starfsmaður Sinn­um ehf. feng­inn til að fylgja henni í skól­ann. Sá þekkti Ellu Dís og hafði sinnt henni í af­leys­ing­um, en aldrei án aðstoðar.

Hafði ekki fengið næga fræðslu um umönnun barna í öndunarvél

Þegar starfsmaður­inn flutti Ellu Dís úr hjóla­stól henn­ar í vinnu­stól­inn í skól­an­um féll súr­efn­is­mett­un og hjart­slátt­ur hækkað. Starfsmaður­inn reyndi þá án ár­ang­urs að nota sog- og hósta­vél, auk þess að hringja í Neyðarlín­una eft­ir aðstoð. Sjúkra­flutn­inga­menn komu á staðinn sex mín­út­um síðar og var Ella Dís þá kom­in í önd­un­ar- og hjarta­stopp.

End­ur­lífg­un­ar­til­raun­in bar ár­ang­ur og var Ella Dís flutt á bráðamót­töku barna og þaðan á gjör­gæslu­deild. Ragna sagði Ellu Dís hafa orðið fyr­ir mikl­um heilaskaða við at­vikið og hafi hún aldrei hafa sýnt eðli­leg viðbrögð eft­ir það og þar til  hún lést  5. júní árið 2014. 

Í dómi Héraðsdóms segir að samkvæmt tilkynningu Sinnum til Landlæknis þá hafi starfsmaðurinn verið sérþjálfaður, en dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til að starfsmaðurinn hefði fengið nægilega fræðslu um umönnun barna í öndunarvél.

Segir RÚV rannsókn lögreglu og saksóknara m.a. beinast að því hvort Sinnum hafi ekki greint rétt frá í tilkynningunni til Landlæknis.

mbl.is

Innlent »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er annað flugið af þremur hjá flugfélaginu á síðustu viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Blindaðist af sólinni og klessti á

10:59 Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Taktu vitsmunapróf Trumps

10:48 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sýnir engin merki sem gefa tilefni til þess að efast um andlegt heilsufar hans og er almennt séð við frábæra heilsu að sögn læknis hans. Meira »

Þórir fréttastjóri miðla Vodafone

10:42 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Meira »

Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

10:17 Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.   Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

10:09 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Skápur og skúffueining lituð eik
Til sölu. Skápur 105x80x37cm kr 12.000 Skúffueining 72x46x43 kr 12.000 Uppl....
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
 
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...