Hrafnista og Grund stefna ríkinu vegna vangoldinnar leigu

Hjúkrunarheimilið Grund hefur ásamt fleiri heimilum stefnt ríkinu vegna vangoldinnar ...
Hjúkrunarheimilið Grund hefur ásamt fleiri heimilum stefnt ríkinu vegna vangoldinnar leigu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Grund hjúkrunarheimili í Reykjavík, dvalar og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði, Hrafnistuheimili Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði hafa stefnt ríkinu vegna vangoldinnar leigu fyrir afnot af húsnæði heimilanna. 

Í fréttatilkynningu frá Grund og Hrafnistuheimilunum segir að búið sé að birta Óttari Proppé heilbrigðisráðherra stefnu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins.

Á heimilunum sé veitt sérhæfð þjónusta við umönnun aldraðra sem íslenska ríkinu beri lögum samkvæmt að veita, en sem það hefur falið heimilunum að inna af hendi fyrir sína hönd.

Vakin er athygli á því að bygging Hrafnistuheimilanna hafi verið fjármögnuð með sjálfboðavinnu og fjáröflun og að Grund og Ás hafi verið rekin með greiðsluþátttöku íbúa allt þar til að ríkið tók yfir málaflokkinn á níunda áratug síðustu aldar.

Kröfu um afnotagjöld ávallt hafnað

 „Á þeim sama tíma hóf ríkið að ákveða einhliða hvaða öldruðu einstaklingar uppfylltu skilyrði til búsetu á hjúkrunarheimilum landsins,“ segir í fréttatilkynningu Hrafnistu. Heimilin hafi þá farið að fá  daggjöld frá ríkinu. „Þrátt fyrir þessa einhliða breytingu af hálfu ríkisvaldsins hefur ríkið ávallt hafnað því að greiða Hrafnistu endurgjald fyrir að leggja ríkinu til húsnæði undir rekstur hjúkrunarheimila í Reykjavík og Hafnarfirði. Í stefnunni er því krafist eðlilegs gjalds fyrir afnotin.“ Í fréttatilkynningu Grundar og Ás er lögð fram samskonar krafa.

Benda heimilin á að ríkið greiði fjölmörgum aðilum sérstakt gjald fyrir afnot af húsnæði hjúkrunarheimila sambærileg þeim heimilin leggi ríkinu til. „Dæmi um það eru hjúkrunarheimili sem sveitarfélög hafa byggt og fjármagnað á undanförnum árum, en ríkið greiðir þeim gjald fyrir afnot af húsnæðinu. Þá hefur ríkið einnig gert sambærilega samninga við einkaaðila, t.d. eigendur Sóltúns í Reykjavík þar sem ríkið greiðir sérstakt mánaðarlegt daggjald fyrir afnot sín af húsnæðinu,“ segir í tilkynningu Grundar og Áss.

Vekja Hrafnistuheimilin, Grund og Ás athygli á að þetta mánaðarlega daggjald hafi þeim aldrei staðið til boða „þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um“.

Ríkið nýti sér húsnæði heimilanna án þess að greiða krónu fyrir afnot sín af húsnæðinu á sama tíma og það greiðir fyrir afnot sín af húsnæði t.d. Markar hjúkrunarheimilis, sem Grund hefur rekið um sjö ára skeið.  Er það mat heimilanna að þessi staðreynd „feli í sér alvarlega og ólögmæta mismunun sem nauðsynlegt er að fá skorið úr fyrir dómstólum“.

Þrautalending að hætta núverandi starfsemi

Ríkið hafi heldur ekki greitt fyrir viðhald heimilanna þó að það krefjist mikils viðhalds og eftirlits að viðhalda gæðum þess og tryggja öryggi íbúa í samræmi við lög, reglur og önnur skilgreind viðmið sem ríkið setur. Þess í stað geti heimilin sótt um styrki úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Framlag sjóðsins til viðhaldsverkefna hafi þó aldrei numið nema 15% til 40% af kostnaði, en restina hafi heimilin þurft að fjármagna með lántöku.

Ekki verði unað við óbreytt ástand og því nauðsynlegt að fá úr málinu skorið fyrir dómstólum þó að heimilin harmi vissulega að málið sé komið í þennan farveg.

„Takist ekki að semja um greiðslu fyrir afnotin eða fallist dómstóllinn ekki málavexti [Hrafnistu, Grundar og Ás] gæti þrautarlendingin orðið sú að hætta núverandi rekstri hjúkrunarrýma í húsnæðinu og hefja þar aðra starfsemi í þágu aldraðra, t.d. með því að breyta húsnæðinu í leiguíbúðir. Verði málalokin þau mun ríkið þurfa að finna annað húsnæði til afnota fyrir þá starfsemi.“

Húsnæðisþáttur slíkrar þjónustu mun alltaf verða á kostnað ríkisins. Hjúkrunarrými á Grund og í Ási  séu um 300 talsins. Hjúkrunarrými  á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði séu um 400 talsins, eða 15% hjúkrunarrýma á öllu landinu og „kostnaður við að reisa 400 ný hjúkrunarrými yrði ekki undir 12 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu Hrafnistu.

mbl.is

Innlent »

Skúli í Subway sýknaður af kæru Sveins

15:14 Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af kæru Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, en hann flutti málið fyrir hönd þrotabús EK1923 ehf., sem áður var heildverslunin Eggert Kristjánsson. Sveinn Andri er skiptastjóri búsins. Meira »

Umferðaröngþveiti á Mosfellsheiði

15:04 Búið er að loka Mosfellsheiði en þar er ekkert ferðaveður. Búið er að kalla út björgunarsveitir til að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum vegna skafrennings og ófærðar. Meira »

Mikið vatn soðið og flöskum dreift

15:01 „Við þurftum að sjóða mjög mikið af vatni og kæla það til að hafa það tilbúið fyrir sjúklingana,“ segir Bylgja Kærnested deildarstjóri Hjartadeildar Landspítalans um ástandið sem myndaðist eftir að starfsfólk spítalans var beðið um að sjóða allt neysluvatn á spítalanum. Meira »

„Tónninn jákvæðari“ í kjaradeilu kennara

14:55 „Þetta var góður fundur. Mér fannst okkur miða áfram og tónninn var jákvæðari en verið hefur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, eftir fund í kjaradeilu kennara með ríkissáttasemjara í morgun. Meira »

Óvissustig vegna snjóflóða í gildi

14:39 Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er ennþá lokaður vegna snjóflóðahættu og ekki útlit fyrir að hægt verði að opna hann í bráð. Meira »

Sáum strax að flugstöðin er sprungin

14:33 Þegar 430 farþegar voru komnir í flugstöð Akureyrar á föstudaginn eftir jómfrúarflug Enter Air til Akureyrar til viðbótar við innanlandsflugfarþega kom strax í ljós að aðstaðan á vellinum var ekki nægjanleg fyrir allan þennan fjölda. Meira »

Neysluvatn á höfuðborgarsvæði öruggt

13:34 Niðurstaða fundar sem var haldinn í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir í morgun var sú að mengun sem mældist í neysluvatni víða í Reykjavík og á Seltjarnarnesi sé einangrað fyrirbæri í kjölfar mikilla vatnavaxta. Meira »

„Þetta er óskaplega viðkvæmt“

13:45 „Það eru ýmis atriði sem ekki hefur verið hægt að leysa á undanförnum árum og áratugum þannig að ég tel að það sé alveg rétt hjá forsætisráðherra að það þurfi að leggja nýjan grunn að þessu,“ segir forseti ASÍ um stöðu mála varðandi samtöl stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Meira »

Huga mætti að sektarheimildum

13:20 Huga mætti að sektarheimildum vegna endurtekinna brota stjórnmálaflokka varðandi fjöldaskilaboð fyrir kosningar.  Meira »

Landspítalinn hættir að sjóða vatn

12:33 Landspítalinn getur hætt að sjóða neysluvatn fyrir sjúklinga sína og starfsfólk. Þetta kom fram á fundi stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir sem var haldinn í morgun. „Niðurstaðan er sú að vatnið er vel drykkjarhæft,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnardeildar Landspítalans. Meira »

Gætu þurft að loka flugvöllum

12:23 Á næstu þremur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með innanlandsflugkerfið og setja þarf frekari fjármuni í uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni eigi ekki að þurfa að loka völlum og leggja innanlandsflugið niður að einhverju leyti. Meira »

Ölgerðin stöðvar framleiðslu

12:11 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur stöðvað framleiðslu á drykkjarvörum sínum og mun ekki dreifa vörum sem hafa verið framleiddar síðustu daga. Meira »

Sóttu erfðamengi löngu látins manns

12:05 Í grein sem birtist í gær í vísindatímaritinu Nature Genetics, er greint frá því hvernig vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru að því að raða saman erfðamengi Hans Jónatans, úr litningabútum 182 afkomenda hans. Meira »

„Leiðinlegt að koma að þessu“

11:28 12.000 nýlega klaktir kjúklingar drápust í eldsvoða á kjúklingabúinu Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd í gær. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, segir kjúklingana flesta hafa verið dauða vegna elds eða reyks þegar hann kom að húsinu. Meira »

Óska eftir vitnum á nýársnótt

11:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti, en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Meira »

Stefnt að birtingu í mánuðinum

11:38 Stefnt er að því að ljúka vinnu við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 í þessum mánuði ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Meira »

Taka vatnssýni á Seltjarnarnesi

11:23 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins tekur vatnssýni á Seltjarnarnesi og í vatnsbóli í Mosfellsbæ í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi, eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Meira »

Framleiðsla hjá Coca Cola stöðvuð

11:09 Coca Cola á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú fengið staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan sýkta svæðið og því mun framleiðsla hefjast á nýjan leik í dag eða á morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533330
Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533 3305...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Íbúðarrými til leigu við Laugarásveg.
Gott 40 fm 2ja herbergja íbúðarrými með eða án húsgagna. Salerni. Allt sér. Laus...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...