Þúsund íbúðir og ylströnd á Gufunesi

Svona gæti Gufunesið litið út þegar öllum áföngum verður lokið.
Svona gæti Gufunesið litið út þegar öllum áföngum verður lokið. Teikning/Reykjavíkurborg

Þúsund íbúðir auk hótela og mikillar kvikmyndastarfsemi mun rísa í Gufunesi á næstu árum. Borgin vinnur nú hörðum höndum að deiliskipulagi fyrir 350-450 fyrstu íbúðirnar. Þetta er á meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá í kynningu á byggingaráformum borgarinnar í ráðhúsinu í morgun. Verið er að hrinda í framkvæmd fyrsta áfanga verðlaunatillögu arkitektastofunnar jvantspijker + Felixx, sem kynnt var í desember í fyrra.

Verðlauna­til­lag­an ber heitið Fríríki frum­kvöðla.

Í hverfinu verður lögð áhersla á ódýarar og öðruvísi lausnir í húsnæðismálum, með áherslu á fyrstu íbúðakaupendur. Í Gufunesi verður „suðupottur skapandi greina“ en þar verður einnig að finna ylströnd, ef áætlanir ganga eftir, og bátastrætó.

Dagur flutti erindi í morgun á málþingi um uppbyggingu íbúðarhúsæðis í Reykjavík. Gufunesið var á meðal þeirra fjölmörgu svæða sem borgarstjóri fjallaði um, en fram kom í máli hans að í Reykjavík væru rúmlega þrjú þúsund íbúðir í byggingu auk þess sem í samþykktum deiliskipulagsáætlunum væri heimild fyrir á fimmta þúsund íbúðir. Samtals áformi borgin að láta byggja rúmlega 19 þúsund íbúðir á komandi árum.

Hér sést betur hvernig hverfið myndi byggjast upp. Við bryggjuna ...
Hér sést betur hvernig hverfið myndi byggjast upp. Við bryggjuna myndi bátastrætó stoppa auk þess sem í flæðarmálinu væri ylströnd, þar sem útfallsvatn frá Orkuveitunni væri nýtt til að hita upp sjóinn. Teikning / Reykjavíkurborg

Í Gufunesi verður eins konar miðstöð kvikmyndaiðnaðar í Reykjavík. Dagur greindi frá því að fyrirtæki Baltasar Kormáks væri búið að tryggja sér stóra skemmu sem nú er á svæðinu en svæðið mun að flestu öðru leyti gjörbreytast frá því sem nú er. Dagur greindi frá því að taka ætti upp Ófærð 2 í gömlu áburðaverksmiðjunni seinni á þessu ári. Tækjaleigurnar Kukl og Exton munu hafa starfsemi á svæðinu til frambúðar, en á svæðinu verður einnig til húsa Félag kvikmyndagerðarmanna.

Óvenjulegar íbúðir

Hollensk stofa vann hugmyndasamkeppni um Gufunesið, sem efnt var til í fyrra. Heildarskipulag svæðisins má sjá á meðfylgjandi myndum. Dagur segir að þegar sé verið að vinna að deiliskipulagi fyrir 350-450 íbúðir á svæðinu en þær verði alls um 1.000 talsins. „Þetta verða óvenjulegar íbúðir, tilraunakenndar og spennandi,“ sagði Dagur um þau áform sem uppi eru um að leita til byggingaraðila sem vilja fara nýjar leiðir í byggingu íbúðarhúsnæðis.

„Við samþykktum í borgarráði í gær að auglýsa sérstaklega eftir hugmyndum frá uppbyggingaraðilum sem eru að gera eitthvað nýtt; eru að hugsa um lausir fyrir fyrstu kaupendur og þá sem minna fé hafa á milli handanna.“ Hann segir að til standi að taka þrjú byggingarsvæði innan borgarinnar undir tilraunastarfsemi af þessum toga en auk Gufunessins séu það Ártúnshöfði og Skerjafjörður. „Við erum til í að taka smá áhættu með þeim [sem vilja byggja á annan hátt, innsk.blm] og prófa eitthvað sem við höfum ekki prófað áður. Þessi svæði gætu verið kjörin til þess.“

Hér sést hvernig fyrsti áfangi lítur út.
Hér sést hvernig fyrsti áfangi lítur út. Skjáskot / Kynning á vegum Reykjavíkurborgar

Hann segir að auk íbúðanna þúsund verði hótel í hverfinu. Við hverfið verður einnig gert ráð fyrir sjávarsundlaug. „Við erum að skoða það með Orkuveitunni, og ég er ekki að grínast, að nota affallsvatn á tveimur nýjum stöðum,“ sagði Dagur í kynningu sinni. Annars vegar væri um að ræða ylströnd við Skarfaklett, þar sem skemmtiferðaskipin koma til hafnar, en einnig við Gufunes. „Hér gætu verið sjóböð við Gufunesið og að sjálfsgögðu bátastrætó,“ sagði Dagur.

Hann segir að hugmyndin með slíkum ferðamáta sé að tengja betur saman Gufunesið, Bryggjuhverfið, jafnvel Viðey og Hörpusvæðið. Með því gætu borgarbúar kynnst borginni betur frá sjó og öðlast nýja sýn á Reykjavík.

Starfshópur skipaður

Á fundi borgarráðs í gær kynnti Dagur drög að erindisbréfi starfshóps um ódýrari íbúðir, ungt fólk og fyrstu kaupendur. Í því stendur að hlutverk hópsins sé þrennskonar. Í fyrsta lagi muni hann vinna að uppbyggingu á lóðum sem ríkið lætur af hendi og miði sérstaklega að þörfum ungs fólk. Í öðru lagi verði áhersla á ódýrt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur á Ártúnshöfða og í Skerjafirði. Og í þriðja lagi verði áhersla á smáhýsi og tilraunahverfi í Gufunesi. Þrír fulltrúar á vegum borgarinnar skipa starfshópinn.

Gufunesið í endanlegri mynd. Þar yrði miðstöð kvikmyndagerðar í borginni.
Gufunesið í endanlegri mynd. Þar yrði miðstöð kvikmyndagerðar í borginni. Teikning/Reykjavíkurborg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða ofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

Í gær, 11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

Í gær, 11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

Í gær, 11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »