Um 20 þúsund íbúðir á prjónum borgarinnar

Dagur B. Eggertsson kynnti fyrirætlanir borgarinnar í byggingu íbúða og ...
Dagur B. Eggertsson kynnti fyrirætlanir borgarinnar í byggingu íbúða og úthlutuna lóða á fundi í morgun. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega þrjú þúsund íbúðir eru í byggingu í Reykjavík en í samþykktum deiliskipulagsáætlunum er heimild fyrir á fimmta þúsund íbúðir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti þau verkefni sem eru í gangi og fyrirhuguð í erindi á fundi í ráðhúsinu í morgun. Í erindi hans kom fram að borgin hafi rúmlega 19 þúsund íbúðir á prjónunum á komandi árum.

„Þau staðföstu áform sem við erum með eru á við þrjú Breiðholtsverkefni,“ sagði Dagur til að setja fyrirætlanir í samhengi. Hann sagði að munurinn væri sá að framkvæmdirnar væru nú dreifðar um alla Reykjavík, en væru ekki bundnar við eitt hverfi eins og þegar Breiðholtið var byggt upp. Framkvæmdirnar sem væru í gangi og áformaðar ættu það sameiginlegt að miða að þéttingu byggðar. Gert er ráð fyrir því í aðalskipulagi borgarinnar að 90% allra nýrra íbúða á tímabilinu 2010-2030 rísi innan núverandi þéttbýlismarka.

Hér má sjá á gagnvirku korti hvar byggingasvæðin eru.

Ríflega 4.000 íbúðir án hagnaðarsjónarmiða

Dagur greindi frá því í kynningu sinni að stefnt hefði verið að uppbyggingu 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúða fyrir félög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða, á árunum 2014-2019 en að mun fleiri íbúðir í það væru í byggingu.

Hann sagði að efnt hafi verið til samvinnu við verkalýðshreyfinguna, húsnæðissamvinnufélög, félög eldri borgara, námsmenn og einkaaðila um aðgerðir. Afrakstur þeirrar samvinnu sé að nú liggi fyrir staðfest áform um byggingu 4.100 íbúða af þessum toga. Þar af væru um eitt þúsund verkalýðsíbúðir, 1.340 námsmannaíbúðir, 450 búseturéttaríbúðir, annað eins af íbúðum fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými, yfir 100 sértæk búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og yfir 700 íbúðir Félagsbústaða, sem er í eigu borgarinnar.

Hér sést hvar til stendur - eða verið er - ...
Hér sést hvar til stendur - eða verið er - að byggja.

Dagur sagði að í uppfærðri áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík væru 3.100 íbúðir á framkvæmdastigi og að samþykkt deiliskipulag væri fyrir 4.302 íbúðir. Því til viðbótar væru 3.045 íbúðir í formlegu skipulagsferli. „Enn fremur eru 8.805 íbúðir til viðbótar í undirbúningsferil eða í skoðun á þróunarsvæði. Alls gerir þetta 19.252 íbúðir, sem er ríflega 2.000 íbúðum meira en reiknuð íbúðaþörf aðalskipulagsins til 2030 gerði ráð fyrir,“ segir í bæklingi um uppbyggingu íbúða í borginni.

Í erindi sínu gagnrýndi Dagur önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fyrir sinnuleysi þegar kæmi að uppbyggingu félagslegra íbúða og benti á að aðeins Hafnarfjörður væri með um 50 slíkar íbúðir á prjónunum.

Byggingarsvæði á framkvæmdastigi - Fjöldi íbúða

Efstaleiti 360
Hlíðarendi 780
Smiðjuholt 203
Bryggjuhverfi II 280
Grandavegur 142
Hljómalindarreitur 35
Hverfisgata 92-96+ 60
Hafnartorg-Austurhöfn 178
Brynjureitur 77
Frakkastígsreitur 68
Tryggvagata 13 40
Mánatún 44
Borgartún 28 21
Nýlendurreitur 20
Suður-Mjódd 130
Reynisvatnsás 50
Höfðatorg I 94
Mörkin 74
Barónsreitur-Hverfisgata 85-93 70
Sogavegur 73-77 45
Sigtúnsreitur 108
Keilugrandi 1 78
Skógarvegur 20
Úlfarsárdalur – núverandi hverfi 100
Laugavegur 59 11
Hverfisgata 61 12
Samtals: 3.100 íbúðir 

Samþykkt deiliskipulag - Fjöldi íbúða

Kirkjusandur 300
Vesturbugt 176
Spöngin-Móavegur 156
Barónsreitur-Skúlagata 105
Vísindagarðar 210
Hraunbær 103-105 60
Sætúnsreitur 100
Höfðatorg II 126
Vogabyggð II 776
Nauthólsvegur 440
Borgartún 34-36 86
Sléttuvegur 307
KHÍ-lóð 160
Sóltún 2-4 30
Elliðabraut 200
Steindórsreitur 70
Vigdísarlundur 20
Vogabyggð I 330
Úlfarsárdalur - núverandi hverfi 290
Úlfarsárdalur - Leirtjörn 360
Samtals: 4.302 íbúðir

Að auki eru 3.045 íbúðir í skipulagsferli. Stærstu svæðin eru þar þriðji áfangi Bryggjuhverfis (800 íbúðir), Skeifan (750 íbúðir), fyrsti áfangi Gufuness (450 íbúðir) og Heklureitur (400 íbúðir). 

Þá eru tæplega 9 þúsund íbúðir fyrirhugaðar á svokölluðum þróunarsvæðum. Þar munar mestu um 4.500 íbúðir í Elliðaárvogi og þúsund í Skerjabyggð. Þá er gert ráð fyrir 800 íbúðum í þriðja og fjórða áfanga Vogabyggðar. Í þróun eru líka 500 íbúðir við Kringluna og áþekkt magn bæði á Keldum og í Gufunesi.

Hér má finna 40 síðna bækling þar sem farið er ofan í byggingaráform og framkvæmdir á hverjum reit fyrir sig.

Stöplaritið er úr kynningu Dags. Súlurnar sýna hversu margar íbúðir ...
Stöplaritið er úr kynningu Dags. Súlurnar sýna hversu margar íbúðir til stendur að byrja að byggja á hverju ári.
mbl.is

Innlent »

Tóku sólinni opnum örmum

22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

21:40 „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »

Gengur fram af stjórnanda sínum

21:23 „Hún er fáránlega góður búktalari og byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar hún var aðeins 9 ára,“ segir Margrét Erla Maack um bandaríska búktalarann Cörlu Rhodes sem er á leið til Íslands til að koma fram með Reykjavík Kabarett, en líka til að halda búktalsnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna. Meira »

Reykjadalurinn var "stelpaður" 19. júní

21:11 Kvenréttindadagurinn var víða haldinn hátíðlegur og margar samkomur haldnar í tilefni dagsins. Samkomurnar voru fjölbreyttar, en sem dæmi „stelpuðu“ hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind Reykjadalinn. Meira »

Sverrir Mar býður sig fram til formennsku ASÍ

20:35 Sverir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðusambandinu á þingi sambandsins í október. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Meira »

41,5 milljarða afgangur af rekstri sveitarfélaga

20:08 Tekjur sveitarfélaga, sem falla undir A- og B-hluta starfsemi þeirra, námu 405,5 milljörðum króna í fyrra og jukust um 7% á milli ára. Hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera er nú 28,5 prósent og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár, hið minnsta. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög, sem kom út í dag. Meira »

Mikil fjölgun katta vegna húsnæðisvanda

19:13 Algjör sprenging hefur orðið í pöntunum á Hótel Kattholt og er hótelið nú fullbókað, mun fyrr en síðustu ár. Halldóra Snorradóttir, starfsmaður í Kattholti, segist tengja það beint við leiðinlegt veðurfar hér á landi það sem af er sumri. Meira »

Frú Ragnheiður auglýsir eftir tjöldum

18:54 Frú Ragnheiður — Skaðaminnkun, sem er verkefni á vegum Rauða Krossins Í Reykjavík, auglýsir eftir tjöldum fyrir heimilislausa skjólstæðinga sína. Alls hefur heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95% á síðustu fimm árum og voru um það bil 350 manns skráðir heimilislausir aðeins í Reykjavík í fyrra. Meira »

Tveir unnu 16 milljónir í Víkingalottó

18:42 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins en tveir skiptu með sér öðrum vinningi og fær hvor þeirra rúmar 16 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Eistlandi og Finnlandi. Meira »

Vilja bæta aðstæður fyrrum fanga

18:35 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem fjalla á um leiðir til að bæta félagslegar aðstæður þeirra sem hafa lokið afplánun fangelsisdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Tvær milljónir í skordýr

18:28 Þýsku hjónin Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich urðu hlutskörpust í matvælasamkeppni þar sem kepptu hugmyndir er varða nýtingu jarðvarma til framleiðslu matvæla. Verkefni þeirra snýr að nýtingu jarðhita til ræktunar á skordýrum og hlutu þau m.a. tvær milljónir króna í verðlaun. Meira »

Virðir Gylfa fyrir að stíga til hliðar

17:59 „Fyrstu viðbrögð eru bara þau að það er gott að þetta sé komið á hreint,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, inntur eftir viðbrögðum við þeirri ákvörðun Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að bjóða sig ekki fram til endurkjörs á þingi Alþýðusambandsins í október. Meira »

Byrðunum lyft af þeim veikustu

17:48 Hlutfall Sjúkratrygginga Íslands í heildarútgjöldum einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hefur hækkað úr 74% í 82% frá því að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi 1. maí í fyrra. Heildarútgjöld sjúklinga eru um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en áður. Meira »

Hreyfingunni fyrir bestu segir Gylfi

16:51 „Þetta hefur verið að gerjast hjá mér í nokkra mánuði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag gerði hann grein fyrir því að hann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ sem haldið verður 9. október. Meira »

Gjaldtöku hætt í september

16:33 Gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september og tekur ríkið við göngunum í haust. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Spalar, en einkahlutafélaginu Speli verður slitið eftir að göngin verða afhent ríkinu en ríkið ætlar ekki að ráða neinn til sín úr núverandi starfsmannahópi Spalar. Meira »

Samfylkingin fordæmir aðskilnað fjölskyldna

16:31 „Það á ekki að líðast að börn séu notuð sem skiptimynt í pólitískum deilum.“ Þetta kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem þingflokkur og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur sent frá sér vegna framferði Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn og foreldra við landamæri Bandaríkjanna til suðurs. Meira »

Landsréttur staðfesti kröfu um gjaldþrot

16:26 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 9. maí síðastliðinn um að fallast á kröfu tónlistarhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans KS Productions slf. verði úrskurðuð gjaldþrota í tengslum við mál vegna tónleika Sigurrósar í Hörpu í vetur. Meira »