Um 20 þúsund íbúðir á prjónum borgarinnar

Dagur B. Eggertsson kynnti fyrirætlanir borgarinnar í byggingu íbúða og ...
Dagur B. Eggertsson kynnti fyrirætlanir borgarinnar í byggingu íbúða og úthlutuna lóða á fundi í morgun. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega þrjú þúsund íbúðir eru í byggingu í Reykjavík en í samþykktum deiliskipulagsáætlunum er heimild fyrir á fimmta þúsund íbúðir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti þau verkefni sem eru í gangi og fyrirhuguð í erindi á fundi í ráðhúsinu í morgun. Í erindi hans kom fram að borgin hafi rúmlega 19 þúsund íbúðir á prjónunum á komandi árum.

„Þau staðföstu áform sem við erum með eru á við þrjú Breiðholtsverkefni,“ sagði Dagur til að setja fyrirætlanir í samhengi. Hann sagði að munurinn væri sá að framkvæmdirnar væru nú dreifðar um alla Reykjavík, en væru ekki bundnar við eitt hverfi eins og þegar Breiðholtið var byggt upp. Framkvæmdirnar sem væru í gangi og áformaðar ættu það sameiginlegt að miða að þéttingu byggðar. Gert er ráð fyrir því í aðalskipulagi borgarinnar að 90% allra nýrra íbúða á tímabilinu 2010-2030 rísi innan núverandi þéttbýlismarka.

Hér má sjá á gagnvirku korti hvar byggingasvæðin eru.

Ríflega 4.000 íbúðir án hagnaðarsjónarmiða

Dagur greindi frá því í kynningu sinni að stefnt hefði verið að uppbyggingu 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúða fyrir félög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða, á árunum 2014-2019 en að mun fleiri íbúðir í það væru í byggingu.

Hann sagði að efnt hafi verið til samvinnu við verkalýðshreyfinguna, húsnæðissamvinnufélög, félög eldri borgara, námsmenn og einkaaðila um aðgerðir. Afrakstur þeirrar samvinnu sé að nú liggi fyrir staðfest áform um byggingu 4.100 íbúða af þessum toga. Þar af væru um eitt þúsund verkalýðsíbúðir, 1.340 námsmannaíbúðir, 450 búseturéttaríbúðir, annað eins af íbúðum fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými, yfir 100 sértæk búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og yfir 700 íbúðir Félagsbústaða, sem er í eigu borgarinnar.

Hér sést hvar til stendur - eða verið er - ...
Hér sést hvar til stendur - eða verið er - að byggja.

Dagur sagði að í uppfærðri áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík væru 3.100 íbúðir á framkvæmdastigi og að samþykkt deiliskipulag væri fyrir 4.302 íbúðir. Því til viðbótar væru 3.045 íbúðir í formlegu skipulagsferli. „Enn fremur eru 8.805 íbúðir til viðbótar í undirbúningsferil eða í skoðun á þróunarsvæði. Alls gerir þetta 19.252 íbúðir, sem er ríflega 2.000 íbúðum meira en reiknuð íbúðaþörf aðalskipulagsins til 2030 gerði ráð fyrir,“ segir í bæklingi um uppbyggingu íbúða í borginni.

Í erindi sínu gagnrýndi Dagur önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fyrir sinnuleysi þegar kæmi að uppbyggingu félagslegra íbúða og benti á að aðeins Hafnarfjörður væri með um 50 slíkar íbúðir á prjónunum.

Byggingarsvæði á framkvæmdastigi - Fjöldi íbúða

Efstaleiti 360
Hlíðarendi 780
Smiðjuholt 203
Bryggjuhverfi II 280
Grandavegur 142
Hljómalindarreitur 35
Hverfisgata 92-96+ 60
Hafnartorg-Austurhöfn 178
Brynjureitur 77
Frakkastígsreitur 68
Tryggvagata 13 40
Mánatún 44
Borgartún 28 21
Nýlendurreitur 20
Suður-Mjódd 130
Reynisvatnsás 50
Höfðatorg I 94
Mörkin 74
Barónsreitur-Hverfisgata 85-93 70
Sogavegur 73-77 45
Sigtúnsreitur 108
Keilugrandi 1 78
Skógarvegur 20
Úlfarsárdalur – núverandi hverfi 100
Laugavegur 59 11
Hverfisgata 61 12
Samtals: 3.100 íbúðir 

Samþykkt deiliskipulag - Fjöldi íbúða

Kirkjusandur 300
Vesturbugt 176
Spöngin-Móavegur 156
Barónsreitur-Skúlagata 105
Vísindagarðar 210
Hraunbær 103-105 60
Sætúnsreitur 100
Höfðatorg II 126
Vogabyggð II 776
Nauthólsvegur 440
Borgartún 34-36 86
Sléttuvegur 307
KHÍ-lóð 160
Sóltún 2-4 30
Elliðabraut 200
Steindórsreitur 70
Vigdísarlundur 20
Vogabyggð I 330
Úlfarsárdalur - núverandi hverfi 290
Úlfarsárdalur - Leirtjörn 360
Samtals: 4.302 íbúðir

Að auki eru 3.045 íbúðir í skipulagsferli. Stærstu svæðin eru þar þriðji áfangi Bryggjuhverfis (800 íbúðir), Skeifan (750 íbúðir), fyrsti áfangi Gufuness (450 íbúðir) og Heklureitur (400 íbúðir). 

Þá eru tæplega 9 þúsund íbúðir fyrirhugaðar á svokölluðum þróunarsvæðum. Þar munar mestu um 4.500 íbúðir í Elliðaárvogi og þúsund í Skerjabyggð. Þá er gert ráð fyrir 800 íbúðum í þriðja og fjórða áfanga Vogabyggðar. Í þróun eru líka 500 íbúðir við Kringluna og áþekkt magn bæði á Keldum og í Gufunesi.

Hér má finna 40 síðna bækling þar sem farið er ofan í byggingaráform og framkvæmdir á hverjum reit fyrir sig.

Stöplaritið er úr kynningu Dags. Súlurnar sýna hversu margar íbúðir ...
Stöplaritið er úr kynningu Dags. Súlurnar sýna hversu margar íbúðir til stendur að byrja að byggja á hverju ári.
mbl.is

Innlent »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er annað flugið af þremur hjá flugfélaginu á síðustu viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Blindaðist af sólinni og klessti á

10:59 Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Taktu vitsmunapróf Trumps

10:48 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sýnir engin merki sem gefa tilefni til þess að efast um andlegt heilsufar hans og er almennt séð við frábæra heilsu að sögn læknis hans. Meira »

Þórir fréttastjóri miðla Vodafone

10:42 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Meira »

Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

10:17 Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.   Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

10:09 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
Hákarl fyrir þorrablótin
Hákarl fyrir þorrablótin Sími 852 2629 Pétur Sími 898 3196 Ásgeir...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...