4-5 milljarða undir meðaltalinu

Hermann Jónasson, forstjóri ÍLS, á fundinum í dag.
Hermann Jónasson, forstjóri ÍLS, á fundinum í dag. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Þetta kom fram í erindi Hermanns Jónassonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs, á Húsnæðisþingi sjóðsins í dag. Sagðist hann ekki vilja fullyrða hvort það vantaði fjárhæðir í þennan málaflokk, en að það væri allavega athugavert að vera undir meðaltali þegar það væru fordæmalausir tíma á húsnæðismarkaði og vöntun upp á 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum.

Húsnæðisstuðningur hins opinbera ekki að skila tilsettum árangri

Í samtali við mbl.is segir Hermann að það sé nauðsynlegt að koma fram með stefnu í þessum málaflokki.. „Húsnæðisstuðningur hins opinbera hefur ekki verið að skila þeim árangri sem við viljum og því er mikilvægt að við stöndum saman núna,“ segir hann. Þannig þurfi að setja slíka stefnu og forgangsraða stuðningi til þeirra sem þurfi á honum að halda, hvort sem það sé á leigu- eða eignamarkaði.

Þá segir hann að setja þurfi aukinn kraft í uppbyggingu og að auka framboð. „Það hefur heldur betur verið gert af núverandi stjórnvöldum,“ segir hann og vísar til húsnæðissamkomulagsins um að Íbúðalánasjóður fjármagni allt að 3.200 leiguíbúðir á viðráðanlegu verði á næstu 4-5 árum , en þegar er búið að veita stofnframlag í 900 þeirra.

Þrátt fyrir talsverða uppbyggingu undanfarið telur Íbúðalánasjóður að enn vanti ...
Þrátt fyrir talsverða uppbyggingu undanfarið telur Íbúðalánasjóður að enn vanti um 5 þúsund íbúðir til að ná nýullpunkti og að 3 þúsund íbúðir til viðbótar við þá tölu þurfi að bætast við á næstu þremur árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

4-5 milljarða undir meðaltali síðustu 15 ára

Árið 1995 voru um 10 þúsund íbúðir í félagslega kerfinu, en það nam um 10% af húsnæðisstofninum þá. Í dag eru um 137 þúsund íbúðir á landinu og ef hlutfallið væri það sama í ár og fyrir 22 árum væri fjöldinn um 14 þúsund. Aftur á móti eru leiguíbúðir í félagslega kerfinu aðeins um 4-5 þúsund í dag. Hermann segir að þetta megi rekja til þess að verkamannakerfið hafi verið selt árið 1998.

Hann segir ljóst að 5 þúsund íbúðir á þessum markaði sé of lítið, en líka að 20 þúsund sé of mikið. „Þetta liggur þarna einhvers staðar á milli,“ segir hann, en Íbúðalánasjóður vinnur nú að greiningu sem á að vera klár á næsta ári þar sem metið verður hversu mikinn fjölda þarf til viðbótar.

Betra jafnvægi 2020-2022

Í dag áætlar sjóðurinn að það vanti 5 þúsund íbúðir til að komast á núllpunkt framboðs og eftirspurnar á íbúðamarkaði, en að til viðbótar þurfi að bætast um 3 þúsund íbúðir á næstu þremur árum vegna fólksfjölgunar. Samtals gerir þetta því um 8 þúsund íbúðir á þremur árum.

Meðal fundargesta var fjöldi stjórnmálamanna, en þeir tóku bæði þátt ...
Meðal fundargesta var fjöldi stjórnmálamanna, en þeir tóku bæði þátt í pallborðsumræðum og voru að hlusta á erindin. Hanna Andrésdóttir

Spurður hvort hann telji að sá núllpunktur náist á þessum þremur árum segir Hermann að hann vonist til þess að núverandi aðgerðir verði til þess að það styttist í jafnvægið. Hann er þó ekki tilbúinn að segja að það sé strax á þremur árum. „Árin 2020 til 2022 verðum við með betra jafnvægi,“ segir hann þó.

Í erindi sínu velti Hermann upp fjölda spurninga um húsnæðismarkaðinn, meðal annars hvort að farið hefði verið of langt varðandi í reglum sem hækkuðu byggingarkostnað. „Við búum allflest í góðu húsnæði, en höfum við gengið of langt?“ spurði hann og vísaði til breytinga á byggingarreglugerð árið 2012. Sagði hann byggingarkostnað hafa hækkað mikið vegna þessa.

mbl.is

Innlent »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Engin vísbending um E-coli

16:03 Engin vísbending er um að E-coli-baktería hafi fundist í sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók í gær úr dreifikerfi fyrir neysluvatn Reykvíkinga, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sem fengust í hádeginu í dag. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Skúli í Subway sýknaður af kæru Sveins

15:14 Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af kæru Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, en hann flutti málið fyrir hönd þrotabús EK1923 ehf., sem áður var heildverslunin Eggert Kristjánsson. Sveinn Andri er skiptastjóri búsins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Range Rover SPORT 2015
EINN MEÐ ÖLLU: Glerþak, 22" felgur, rafm. krókur, stóra hljómkerfið, rafmagn í h...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...