57% eru á leigumarkaði af nauðsyn

Aðeins 14% leigjenda vilja vera á leigumarkaði, en 57% leigjanda ...
Aðeins 14% leigjenda vilja vera á leigumarkaði, en 57% leigjanda eru þar af nauðsyn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þriðjungur leigjenda greiðir meira en helming af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og meira en helmingur leigjenda segist vera á leigumarkaði af nauðsyn.

Þetta kemur fram í könnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem Una Jónsdóttir hagfræðingur í hagdeildarinnar, kynnti á húsnæðisþingi í dag.

Könnunin sýnir að sífellt stærra hlutfall Íslendinga er á leigumarkaði, en 80% leigjenda velja kaupa sér íbúð og að um 57% leigjenda segjast vera á leigumarkaði af nauðsyn. Þriðji hver leigjandi borgar meira en helming af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og fáir tekjulágir leigjendur geta safnað sér sparifé.

Mikill áhugi er á að búa í öruggu leiguhúsnæði sem er ekki rekið í hagnaðarskyni og þar sem húsnæðiskostnaði er haldið í hófi.

„Fólk á leigumarkaði virðist vera fast þar, gegn sínum vilja eins og staðan er í dag,“ er haft eftir Unu í fréttatilkynningu frá Íbúalánasjóði. 

„Fólk á leigumarkaði virðist vera fast þar, gegn sínum vilja ...
„Fólk á leigumarkaði virðist vera fast þar, gegn sínum vilja eins og staðan er í dag,“ sagði Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ljósmynd/Íbúðalánasjóður

Í erindi sínu lýsti Una áhyggjum af því að úrræði stjórnvalda, sem eiga að hjálpa fólki að kaupa sér íbúð og komast þannig af leigumarkaði, gagnist síður tekjulágum leigjendum. Sem dæmi nefndi hún að aðeins um helmingur leigjenda sé með séreignarsparnað. Eftir því sem tekjur leigjenda eru lægri, minnka líkur á því að viðkomandi sé að safna sér sparnaði. 

17% heimila á Íslandi í dag eru á leigumarkaði og eru ungt fólk, námsmenn og öryrkjar hópar sem eru sérstaklega líklegir til að leigja sér húsnæði. Athygli vekur að um 20% fólks á leigumarkaði leigir hjá ættingjum sínum eða vinum. Þetta fólk telur sig almennt búa við húsnæðisöryggi, ólíkt fólki á almennum leigumarkaði sem telur markaðinn ekki vera traustan.

Leigjendur borga að meðaltali 41% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og geta fleiri leigjendur nú safnað sér sparifé en árið 2015. Þrátt fyrir það er meirihluti leigjenda þó enn ekki í þeirri stöðu að geta safnað sér sparnaði. Þá vilja aðeins 14% leigjenda vera á leigumarkaði, en 57% leigjanda eru þar af nauðsyn.

Aðeins 14% leigjenda vilja vera á leigumarkaði.
Aðeins 14% leigjenda vilja vera á leigumarkaði. Ljósmynd/Íbúðalánasjóður

„Staðan á húsnæðismarkaði hefur verið býsna erfið upp á síðkastið. Hækkanir á fasteignaverði hafa tekið fram úr aukningu kaupmáttar og öðrum undirliggjandi stærðum með þeim afleiðingum að fólk sem er að reyna að komast inn á markaðinn kemst ekki að. Það er ánægjulegt að sjá að leigjendur geta í auknum mæli lagt til hliðar en aftur á móti sorglegt að sjá það ekki endurspeglast í aukinni kaupgetu. Fólk á leigumarkaði virðist vera fast þar, gegn sínum vilja eins og staðan er í dag,“ er haft eftir Unu.

mbl.is

Innlent »

Flug til Grænlands í uppnámi

10:38 „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

10:32 Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu. Meira »

Engin merki fundust um myglu

10:24 Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn. Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

09:49 Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið

09:19 Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna. Meira »

7.000 nýburar deyja á hverjum degi

09:17 Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Meira »

Spáir sólríkum marsmánuði

08:52 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að veður hér á landi í mars verði fremur hæglátt. Spáir hann mildum suðaustlægum vindum og að það verði sólríkt og þurrviðrasamt. Meira »

Sæbraut lokuð vegna umferðaróhapps

08:58 Sæbraut er lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps, en flutningabíll með grísakjöti opnaðist og dreifðist kjöt um götuna. Verið að þrífa kjötið af vettvangi. Meira »

Starfshópur um frjálsíþróttavöll

08:18 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir. Meira »

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

07:57 Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Meira »

Engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

07:37 Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði. Meira »

Hvessir mjög á landinu

06:47 Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.  Meira »

Minni skjálftar í nótt

05:36 Tugir skjálfta urðu við Grímsey í nótt en allir voru þeir litlir, sá stærsti var 2,2 stig. 71 jarðskjálfti yfir 3 af stærð hefur orðið á landinu síðustu tvo sólarhringa. Meira »

Fjarlægja þarf olíu í Skerjafirði

05:30 Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

05:30 Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Búist við enn stærri skjálfta

05:30 Skjálftahrinur eru algengar á Grímseyjarbeltinu, en hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Háar dagsektir vegna rafvagna

05:30 Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst. Meira »

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

05:30 Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Örlygur Sigursson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...