Allir í bílunum handteknir

Þórshöfn á Langanesi.
Þórshöfn á Langanesi. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Tvær bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Þórshöfn í gærkvöldi sem kannski er ekki í frásögur færandi fyrir utan það að allir í bílunum tveimur voru handteknir. 

Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra eru engin tengsl milli óhappanna önnur en þær voru á svipuðum slóðum með klukkutíma millibili. Ástæðan fyrir því að allir voru handteknir er sú að í báðum tilvikum voru allir í bílunum drukknir og enginn kannaðist við að hafa ekið bifreiðinni. Því voru þrír handteknir í annarri bifreiðinni og tveir í hinni. 

Málið er í rannsókn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert