„Ekki pláss fyrir mig á Íslandi“

Guðný Helga Grímsdóttir var meðal þeirra kvenna sem fluttu erindi ...
Guðný Helga Grímsdóttir var meðal þeirra kvenna sem fluttu erindi í dag um upplifun sína af leigumarkaðinum undanfarin ár. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Það var fjöldi samverkandi þátta sem orsökuðu að Hildur Hjörvar og kærastinn hennar gátu keypt sér sína fyrstu eigin íbúð núna fyrr á þessu ári. Hún sagði að í raun væri hún í forréttindastöðu þegar kæmi að ungu fólki sem væri að koma úr námi og að vera í þessari stöðu. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi hennar á Húsnæðisþingi sem Íbúðalánasjóður hélt í dag.

Markviss ákvörðun að búa í foreldrahúsum 

Hildur sagði að bæði hún og kærasti sinn hafi getað búið hjá foreldrum sínum langt fram á þrítugsaldurinn í stað þessa að leigja. Reyndar hafi það verið markviss ákvörðun hjá þeim að vera ekki á leigumarkaði miðað við þær sögur sem þau heyrðu þaðan og því ákveðið að vera áfram heima. 

Hún sagði að það hafi svo hjálpað til að hún hafi verið hálfgerð Jóakim Aðalönd og getað nýtt sparnað frá því að hún var barn; vasapeningar úr barnaskóla, fermingarpeningur og peningur fyrir að passa börn síðar og frá vinnu með skóla.

„Örvænting einkenndi markaðinn“ 

Í vetur fóru þau svo að líta í kringum sig og leita að íbúð. „Örvænting einkenndi markaðinn,“ sagði Hildur og vísaði til þess að á sýningum á eignum sem voru undir 35 milljónum hafi verið mjög fjölmennt og tilboð yfir ásettu verði borist innan nokkurra mínúta. Þar hafi fólk verið að spila með aleiguna og jafnvel meira en það. Við það tækifæri hafi hún jafnvel velt fyrir sér hvort hún ætti frekar að skoða möguleikann á að eiga sína framtíð erlendis, enda væri staða ungs fólks hér á landi í fyrsta skipti verri en fyrri kynslóðar.

Hildur Hjörvar flutti erindi í dag á Húsnæðisþingi ÍLS.
Hildur Hjörvar flutti erindi í dag á Húsnæðisþingi ÍLS. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Leigusamningur til eins árs en sagt upp eftir fimm mánuði

Guðný Helga Grímsdóttir flutti einnig erindi á ráðstefnunni. Hún er sveinn í húsgagnasmíði og starfar sem smiður í dag. Hún sagðist hafa verið á leigumarkaði í sjö ár, meðal annars á stúdentagörðum og hjá fjölskyldu, en að í dag væri hún á almenna markaðinum.

Síðast gerði hún leigusamning til eins árs en var sagt upp eftir fimm mánuði. Hún hóf strax að leita að íbúð, en það eina sem stóð til boða var herbergi sem kallaði þá á að hún hefði þurft að leigja geymslu undir búslóðina.

Þrátt fyrir erfiða stöðu á markaðinum hafi hún alltaf huggað sig við að ef allt færi í vaskinn gæti hún þó farið til foreldra sinna. Hún sagðist þó aldrei hafa búist við að vera í þessari stöðu, að sjá fram á að missa íbúðina og hafa ekkert annað húsnæði en mögulega að flytja til foreldra sinna.

Flutti austur í sveitina

Eftir að hafa leitað að leiguhúsnæði í mánuð fór hún að horfa á íbúðir utan höfuðborgarsvæðisins. Þar hafi hins vegar ekki verið margar leiguíbúðir heldur. „Mér fór að líða eins og það væri ekki pláss fyrir mig á Íslandi,“ sagði hún.

Guðný sagðist hins vegar geta unnið víða við smíðar og hún hafi að lokum rekist á auglýsingu í Bændablaðinu um starf hjá bónda í Fljótsdal á Austurlandi. Þannig hafi hún náð að flytja vandann við að finna húsnæði yfir á hann. Það endaði með að hún fór austur en íbúðin þar sé líka tímabundin. Með því að líta á björtu hliðarnar sagði hún að fyrir austan næði hún þó að spara. Leigan væri ódýrari og þá væri hún búsett utan þéttbýlis og færi sjaldan í bæjarferðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kalt um allt land á morgun

22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...