Kveikt í við Hólavallagarð

Frá Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu.
Frá Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í gróðri við Hólavallakirkjugarð við Suðurgötu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu urðu engar skemmdir vegna eldsins.

Um miðjan dag í gær kviknaði í ruslafötum og skúr við Gufuneskirkjugarð en greiðlega gekk að slökkva eldinn.

 Tæplega þrjú í nótt lokaði lögreglan skemmtistað í miðborginni sem enn var opinn þrátt fyrir að langt var liðið á nóttina. Nokkrum gestum var vísað út og starfsmanni tjáð að skýrsla yrði rituð um málið af hálfu lögreglunnar.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis í gærkvöldi og nótt. 

Þrír þeirra reyndust undir áhrifum fíkniefna og einn þeirra var einnig réttindalaus. Sá fjórði var undir áhrifum áfengis. Allir voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert