Misræmi í reglum um mat á hæfi og val í prestsembætti

Deilt er um val á presti við Glerárkirkju.
Deilt er um val á presti við Glerárkirkju.

Þegar ráða á prest er skylt að kalla til matsnefnd til að meta hæfi umsækjenda og ákveða hverja þeirra á að greiða atkvæði um.

Kjörnefndin sem skipuð er í prestakallinu þarf hins vegar ekki að taka tillit til niðurstöðu matsins og eru nokkur dæmi um að kjörnefndir hafi í leynilegri kosningu valið umsækjendur sem eru neðarlega á blaði matsnefndar og biskup skipað þá í embættið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta gengur ekki upp. Allir sem fara í gegnum þetta ferli sjá að það er ekki heil brú í þessu,“ segir Sunna Dóra Möller, safnaðarráðinn prestur við Akureyrarkirkju, sem var meðal umsækjenda um embætti prests við Glerárkirkju sl. vor. Hún skoraði næsthæst af þeim umsækjendum sem fóru áfram til kjörnefndar en sá umsækjandi sem hlaut fæst stig var valinn í leynilegri atkvæðagreiðslu í kjörnefnd og skipaður prestur af biskupi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert