Þjóðgarður í stað Hvalárvirkjunar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stóra verkefnið að móta ...
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stóra verkefnið að móta framtíðarsýn í orkumálum. mbl.is

Kúvending hefur orðið í umræðunni um stóriðju á Íslandi í kjölfar vandræða við rekstur kísilvers United Silicon í Helguvík að mati Guðmundar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar. „Eitt mál, þar sem heilsu fólks er ógnað, getur gjörbreytt afstöðu fólksins.“

Hann segir að á undanförum árum hafi umræðan verið að færast í þessa átt. Það staðfesti meðal annars skoðanakannanir á viðhorfum fólks til álvera. Um 60% aðspurðra vilja nú þjóðgarð á miðhálendinu, svo annað dæmi sé tekið.

Þessi breytta sýn samfélagsins kallar að mati Guðmundar Inga á nýja stefnu stjórnvalda í málaflokknum.

„Ég stend í þeirri meiningu að það hafi margt breyst í náttúruverndar- og umhverfismálum frá því að deilan um Kárahnjúka stóð sem hæst,“ segir hann. „Það er tilfinning mín að við séum að þokast í rétta átt. En svo koma upp einstök mál þar sem umræðan verður mjög hörð.“

Eitt nýjasta dæmið er fyrirhuguð Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. Í Ófeigsfirði stendur til að reisa 55 MW virkjun og nýta til þess rennsli þriggja áa; Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár. Þrjú uppistöðulón yrðu búin til á Ófeigsfjarðarheiði með því að koma upp fimm stíflum við stöðuvötn sem þar eru. Rennsli í öllum ánum mun minnka og stundum verulega á ákveðnum árstímum.

Hið fyrirhugaða virkjanasvæði er auk þess í óbyggðu víðerni samkvæmt skilgreiningu náttúruverndarlaga. Þaðan er langt í allar tengingar við meginflutningsnet raforku og því þarf að leggja háspennulínu um langan veg. Framkvæmdaaðilinn VesturVerk vill að hann verði lagður í jörð. „VesturVerk hefur hreinlega ekkert um það að segja hvort jarðstrengur eða loftlína verði lögð, því lögum samkvæmt er það Landsnets að ákveða það,“ bendir Guðmundur á.

Fossinn Drynjandi í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum.
Fossinn Drynjandi í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum. mbl.is/Golli

En hvort sem slíkt verður gert eða loftlína reist þá munu uppstöðulón, efnistaka, rask, vegir lagðir til rannsókna og línuvegur valda skerðingu á víðernunum. Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar munu óbyggð víðerni skerðast um 12,5-19% eftir því hvort línan er lögð í jörð eður ei.

Á svipuðum slóðum eru nú einnig uppi hugmyndir um aðra virkjun, Austurgilsvirkjun og ef af henni yrði myndi skerðingin nema 530 km2 eða um 35% af víðernum svæðisins. Sá ferkílómetrafjöldi er tuttugufalt meiri en stærðarviðmið náttúruverndarlaga fyrir víðerni.

Hvalárvirkjun var sett í orkunýtingarflokk rammaáætlunar á Alþingi árið 2013. Rökstuðningurinn var sá að um væri að ræða eina virkjunarkostinn á Vestfjörðum sem metinn var af öllum faghópum. „Virkjun á Vestfjörðum skiptir miklu máli fyrir raforkuöryggi þar,“ stóð í rökstuðningnum.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Landvernd mótmælti því að Hvalárvirkjun færi í nýtingarflokk en Guðmundur Ingi viðurkennir að Landvernd og önnur náttúruverndarsamtök hefðu mátt leggjast betur yfir þessa virkjunarhugmynd á þeim tímapunkti. Mjög margar hugmyndir víða um land hafi verið til umfjöllunar á sama tíma vegna rammaáætlunar. „Þó svo að virkjunarhugmynd sé sett í nýtingarflokk þá þýðir það alls ekki að þar með verði sjálfkrafa og án allrar umfjöllunar virkjað þó að það virðist vera upplifun margra á þessu ferli. Í þessu tilviki átti til dæmis eftir að vinna mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar og það leiddi síðan í ljós mjög neikvæð áhrif á náttúruna. Slíkt mat á auðvitað alltaf að hafa áhrif á lokaákvörðun um hvort virkjað verði eða ekki.“

Landvernd voru einu félagasamtökin sem gerðu athugasemdir við frummatsskýrslu framkvæmdaaðilans Vesturverks á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og gerðu líka alvarlegar athugasemdir við aðalskipulag Árneshrepps árið 2010.

Í apríl gaf svo Skipulagsstofnun út álit sitt á matsskýrslunni. Niðurstaðan var sú að virkjunin myndi hafa neikvæð áhrif á flesta þá þætti sem voru til skoðunar.

Í álitinu er fjallað ítarlega um óbyggð víðerni og stöðuvötnin og fossana á heiðinni sem njóta sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Samkvæmt lögunum má ekki raska þeim nema að brýna nauðsyn beri til og að almannahagsmunir séu í húfi.

„En svo má spyrja, hver er þessi brýna nauðsyn? Eins og málin líta út núna þá mun Hvalárvirkjun og tengingar hennar við flutningsnetið engu máli skipta hvað varðar raforkuöryggi á Vestfjörðum nema ráðist verði í hringtengingu rafmagns á Vestfjörðum sem kæmist sennilega aldrei á fyrr en að 15-20 árum liðnum ef vel gengi,“ segir Guðmundur Ingi.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Rafmagnið á að leiða yfir Ófeigsfjarðarheiði og niður í Djúp og þaðan líklega í Kollafjörð á Barðaströnd og í Vesturlínu sem flytur rafmagn inn á Vestfirði. „Það sem næst með þessu er að setja meira rafmagn á línuna og þá mögulega á leiðina til Ísafjarðar. En raforkuöryggið snýst ekki um að það vanti rafmagn heldur að það geta verið tíðar bilanir á loftlínum á leiðinni frá tengivirkinu í Geiradal [við Gilsfjörð], að Mjólkárvirkjun og þaðan inn á suðurfirðina og til Ísafjarðar. Þannig að ef menn vilja bæta afhendingaröryggið á Vestfjörðum þá setja menn þessar línur, sem útsettar eru fyrir bilunum, í jörð sem allra fyrst. Það ætti að taka mun skemmri tíma en að bíða eftir öllum þessum virkjunum.“

Guðmundur Ingi veltir líka fyrir sér kostnaðinum við að koma upp nýjum tengipunkti í Djúpi sem til þarf vegna Hvalárvirkjunar og raflínu þaðan og á Barðaströnd. „Það er líklegt að þessi kostnaður verði hár og Landsnet hefur ekki aðrar bjargir en þær að velta honum yfir á gjaldskrá sína sem þýðir að raforkuverð til almennings myndi hækka.“

Hann bendir ennfremur á að orkufyrirtækin, sem selja stóriðjufyrirtækum rafmagn, þyrftu að taka umframkostnað vegna uppbyggingarinnar á sig þar sem stóriðjan sé varin fyrir slíku í raforkusamningum sínum. „Þá erum við farin að tala um að almenningur og fyrirtæki í eigu almennings yrðu farin að niðurgreiða einkaframkvæmd. Og hvernig hljómar það?“

Guðmundur Ingi segir að umræðan um Hvalárvirkjun minni um margt á þá sem varð í kringum Kárahnjúka. Byggðapólitíkinni sé enn beitt af afli til að réttlæta óafturkræfar framkvæmdir. Kárahnjúkavirkjun naut stuðnings stjórnmálamanna sem vildu snúa byggðaþróun við með mikilli innspýtingu í atvinnulífið á Austurlandi. En hvorki Árneshreppur né Vestfirðir fái neina innspýtingu með Hvalárvirkjun til lengri tíma litið.

„Eitt hefur hins vegar ekki breyst frá því að umræðan um Kárahnjúka stóð sem hæst og það er að enn eru þau rök sett fram hvað varðar Hvalárvirkjun að fáir komi á svæðið og því sé betra að virkja það. Ferðamennska hefur enn sem komið er ekki verið mikil á þessum hluta landsins en það gerir svæðið ekkert minna verðmætt. Það eru þarna stór víðerni. Með Kárahnjúkavirkjun voru stór víðerni klofin í herðar niður. Það er eitthvað sem við ættum að varast að gera aftur. Við berum líka alþjóðlega ábyrgð þegar kemur að vernd þeirra. Einfaldlega vegna þeirrar staðreyndar að á Íslandi eru ein stærstu ósnortnu víðerni Evrópu. Þetta setur okkur í þá stöðu að þurfa að standa sérstaklega vörð um þau. Þessi fyrirhugaða framkvæmd er augljóslega í mótsögn við það.“

Í Árneshreppi á Ströndum búa rétt innan við fimmtíu manns og þar af hafa þar um þrjátíu vetursetu. „Yngsti bóndinn er rúmlega fimmtugur,“ segir Guðmundur um samfélagið á Ströndum. „Tvær barnafjölskyldur fluttu úr hreppnum í fyrra og alls tíu manns. Þetta er sárt að horfa upp á og eðlilega vill fólk fá eitthvað til að reyna að bjarga samfélaginu. En ef fólk á þessu svæði hefur raunverulegan vilja til að byggja upp samfélagið og laða að sér ungt fólk, eins og ég veit svo sannarlega að það hefur, þá er þessi virkjun ekki svarið. Hreppsbúar vilja tvennt; fleira fólk og bættar samgöngur árið um kring. En það fær hvorugt með Hvalárvirkjun.“

Guðmundur Ingi ásamt hópi fólks við Rjúkandafoss í Rjúkanda á ...
Guðmundur Ingi ásamt hópi fólks við Rjúkandafoss í Rjúkanda á Ófeigsfjarðarheiði í sumar.

Á aðalfundi sínum í vor setti Landvernd fram hugmynd um þjóðgarð á svæðinu. Hún var svo kynnt fyrir heimamönnum á íbúafundi í júní. Miðað við reynslu af öðrum þjóðgörðum á Íslandi myndu skapast 1-2 heilsársstörf í upphafi auk þess sem ráða þyrfti töluverðan fjölda til landvörslu og fleiri starfa yfir sumartímann. „Það væri því mjög öflug byggðaaðgerð,“ segir Guðmundur um möguleika til uppbyggingar í Árneshreppi. „Það er hægt að beita friðlýsingum til að bæði vernda náttúruna og búa til fjölbreytt atvinnutækifæri. Svo hún getur vissulega verið arðbær.“

Hægt væri að tengja svæðið friðlandinu á Hornströndum. Mögulegt væri að hafa byggðina í Árneshreppi inni á verndarsvæðinu eða utan þess. „Þetta er byggð við ysta haf með fjölbreyttar minjar um búsetu, atvinnuhætti og sögu þjóðarinnar,“ segir Guðmundur Ingi, „og þarna liggja tækifæri í ferðaþjónustu framtíðarinnar þar sem sífellt er leitað að einhverju sem er öðruvísi og sérstakt.“

Það tekur tíma að stofna þjóðgarð. En það sama má segja um að byggja virkjun, t.d. gera áætlanir varðandi Hvalárvirkjun ráð fyrir alls fjórum og hálfu ári, einu í undirbúningsframkvæmdir og vegagerð og þremur í byggingartíma virkjunarinnar sjálfrar. Þá er ekki talið með rannsóknaundirbúningur, mat á umhverfisáhrifum eða skipulagsbreytingar. „Það tók hins vegar fjögur ár að koma Þjóðgarðinum Snæfellsjökli á koppinn eftir að undirbúningsnefnd að stofnun hans skilaði lokaskýrslu sem var grunnur að stofnun þjóðgarðsins,“ segir Guðmundur Ingi.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Í hvert sinn sem nýr áfangi rammaáætlunar er tekinn fyrir bætist í orkunýtingarflokk hennar. Á sama tíma vantar stefnu um í hvað eigi að nota orkuna, verði hún virkjuð. „Því komast margar hugmyndir í umferð; frekari stóriðja, sæstrengur til Evrópu, uppbygging gagnavera og kísilvera og svo það nýjasta: Orkuskiptin,“ segir Guðmundur Ingi. „Við getum ekki gert þetta allt saman og því þurfum við skýra sýn og forgangsröðun. Við erum með auðlind sem er takmörkuð því hún er eftirsóknarverð í mörgum geirum. Á meðan það er ekki stefna um í hvað eigi að nota orkuna eða hve mikla orku við ætlum að framleiða, og á sama tíma er dælt inn í nýtingarflokkinn, þá þjónar rammaáætlun aðallega hagsmunum þeirra sem vilja virkja meira.“

Guðmundur Ingi segir þetta stóra verkefnið, að marka stefnu til framtíðar. „Og um hana þarf að skapast sátt.“

Hann vonar að sú óánægja sem skapaðist í kjölfar vandræða kísilvers United Silicon í Helguvík eigi eftir að vekja samfélagið og stjórnvöld til umhugsunar um framhaldið. „Við Íslendingar þurfum kannski að hugsa þetta svolítið upp á nýtt. Í hvað á orkan okkar að fara?“

mbl.is

Innlent »

Varað við versnandi akstursskilyrðum

23:40 Spáð er allhvassri eða hvassri suðvestanátt norðantil á landinu fram á nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, en slyddu eða snjókomu til fjalla á morgun með versnandi akstursskilyrðum í þeim landshluta. Meira »

Manni bjargað úr sjónum

21:43 Tilkynning barst lögreglunni á Húsavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld um að karlmaður væri í sjónum í Eyvík út af Höfðagerðissandi sem er um fimm kílómetra frá bænum. Ekki var vitað á þeirri stundu hvernig maðurinn lenti í sjónum. Meira »

Síldveiðin fer vel af stað fyrir austan

21:28 „Við fengum aflann í fjórum holum við og utan við Glettinganestotuna. Þarna var svolítið líf og við toguðum aldrei lengi eða frá tveimur og hálfum og upp í fimm tíma,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom með 1.200 tonn af síld að landi til vinnslu í Neskaupstað í gær. Meira »

Svindlið á sturluðum mælikvarða

21:00 „Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða,” segir Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið. Meira »

Ákærðir fyrir árás á dyravörð

20:50 Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir líkamsárás á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Kíkí í desember 2016. Þá eru þeir einnig ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa reynt að koma í veg fyrir handtöku og ráðist á lögreglumenn. Meira »

18 þúsund standa að baki Landsbjörg

20:45 „Við erum afar þakklát fyrir að vera komin með um 18.000 manna hóp sem er tilbúinn að standa við bakið á starfi slysavarnadeilda og björgunarsveita um allt land,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Fjör á öllum vígstöðvum í Laugardalnum

20:10 „Það er svo ótrúlega mikið annað í boði en þessar hefðbundnu greinar sem eru vinsælar. Það þarf lítið til að kynna sér skemmtilega og öðruvísi hreyfingu og finna sér þannig einhverja skemmtilega grein.“ Meira »

Friðað hús rifið fyrir helgi

20:06 Friðað hús, sem áður var staðsett að Laugavegi 74 í Reykjavík, var rifið fyrir helgi en húsið hafði þá verið í geymslu á Granda í rúman áratug. Meira »

„Ég gæti mín“

19:53 Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist. Meira »

Verkalýðsleiðtogar gagnrýna Icelandair

19:40 Fjórir verkalýðsleiðtogar mótmæla „harðlega“ þeirri ákvörðun Icelandair að setja flugþjónum og -freyjum sem eru í hlutastarfi hjá fyrirtækinu þá afarkosti að ráða sig í fulla vinnu eða láta ellegar af störfum. Meira »

Boðin krabbameinslyf á svörtum markaði

18:50 Konum, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þurfa á andhormónalyfjum að halda, hafa verið boðin slík lyf af einstaklingum sem flytja inn og selja stera með ólöglegum hætti. Lyfið sem um ræðir er estrógen-hamlandi lyf og m.a. notað til að koma í veg fyrir aukaverkanir vegna steranotkunar. Meira »

Velt verði við hverjum steini

18:39 „Mér hefur fundist þetta afskaplega ánægjulegur dagur og það sem stendur upp úr hjá mér er að þótt fólk hafi núna gengið í gegnum nokkrar erfiðar vikur er það almennt mjög stolt af sínum vinnustað og líður vel í vinnunni. Það er mín upplifun eftir daginn.“ Meira »

Vill framlengja rammasamning um ár

18:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti hugmyndir sínar um framtíðarfyrirkomulag við kaup á þjónustu sérgreinalækna á fundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum lýsti Svandís vilja sínum til að framlengja gildandi rammasamning um eitt ár meðan unnið yrði að breyttu fyrirkomulagi. Meira »

Yndislegt að hjóla

18:25 Í Reykjavík hafa verið skapaðar góðar aðstæður fyrir hjólreiðafólk. Betur má þó gera. Valgerður Húnbogadóttir segir bíllaust líf henta sér vel. Meira »

Vön svona fréttaflutningi

17:30 „Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

16:33 Kostnaður vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í sumar lá ekki fyrir fyrr en ljóst var hvaða tilboði vegna hennar yrði tekið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins, sem birt hefur verið á vef þess. Meira »

Gagnrýndi fjársvelti SÁÁ

16:29 „Hvað er virkilega að gerast í þessum málum þegar við vitum að hver einasti fíkniefnasjúklingur þarf að nýta sér aðstöðu hjá SÁÁ?“ spurði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, og beindi orðum sínum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi. Meira »

Undirbúa aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts

16:15 Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa lyfjaframleiðenda og heildsöludreifingar til fundar vegna lyfjaskorts á ákveðnum lyfjum, sér í lagi krabbameinslyfja og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun fer fundurinn fram á morgun. Sömuleiðis hefur verið boðað til fundar með lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingum Íslands á miðvikudag. Meira »
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu.
Hurðaopnari fyrir bílskúr til sölu. Tegund,BERNAL typ: BA 1000, kr; 9600.-up...
Mjög góð Toy Avensis Station
Til sölu mjög góð Toyota Avensis Station 2003 árgerð, ekin 180þ km. Bensín bíll ...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...