Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

Höfundar bókarinnar fengu nóg af holskeflu plasts sem yfir þær ...
Höfundar bókarinnar fengu nóg af holskeflu plasts sem yfir þær dundi og hófu markvisst að gera spilliefnið útlægt úr lífi sínu.

Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts.

Aðeins eitt er verra en að kaupa vörur úr plasti en það er að henda þeim! Þetta segja Anneliese Bunk, hönnuður, og Nadine Schubert, blaðamaður, sem eru sérfræðingar í plastlausum lífsstíl og hafa gert plast útlægt úr lífi sínu. Þær eru höfundar bókarinnar Betra líf án plasts, sem varð metsölubók í Þýskalandi, og Bókafélagið gaf nýverið út í þýðingu Rósu Guðbjartsdóttur, sem jafnframt staðfærði þegar þess var þörf.

Svo vitnað sé í formála bókarinnar fengu höfundarnir upp í kok af þeirri holskeflu plasts sem látlaust dundi á þeim. Í bókinni eru uppskriftir og hugmyndir að náttúruvænum lífsstíl og útskýrt með einföldum dæmum hvernig hægt er að draga úr notkun plasts og leysa það af hólmi með æskilegri efnum. Skref fyrir skref. Lesandinn ákveður svo hversu hratt hann vill ganga til verks og í hve stórum stíl.

Náttúruvá og sjúkdómavaldur

En grípum niður í hrollvekjuna í fyrsta kafla:

• Plast er náttúruvá. Við hendum meira en átta milljónum tonna af plastúrgangi í sjóinn á hverju ári. Dýrin í sjónum skilja ekki hvaða fyrirbæri þetta er sem við færum þeim, halda að það sé eitthvað ætt – éta það og drepast. Önnur flækjast í plastúrgangi og deyja á kvalafullan hátt.

• Plast gerir mann veikan. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin varar við því að eiturefni geti komist í matvæli sé þeim pakkað í plastumbúðir. Rannsóknir sýna að fylgni er milli ýmissa alvarlegra sjúkdóma og efna sem hafa hormónalíka virkni. Sem dæmi um slíka sjúkdóma má nefna ófrjósemi, ofnæmi, hjartasjúkdóma og sykursýki af gerð 2, hormónatengda offitu, ofvirkni og taugasjúkdóma.

Upphafið: Eitt skref í einu

Bandaríska söngkonan Debbie Harry, einn stofnenda nýbylgjuhljómsveitarinnar Blondie, ásamt hönnuðunum ...
Bandaríska söngkonan Debbie Harry, einn stofnenda nýbylgjuhljómsveitarinnar Blondie, ásamt hönnuðunum VIN + OMI á vor- og sumartískusýningu 2018 í London í liðnum mánuði. Þremenningarnar vöktu með nokkuð afgerandi hætti athygli á skaðsemi plastnotkunar í heiminum. AFP


Í öðrum kafla bókarinnar eru m.a. nokkur heilræði til að minnka plastnotkun og notkun annarra skaðlegra efna á fyrirhafnarlausan hátt. Eitt lítið skref er til dæmis að þiggja ekki plastpoka í verslunum heldur nota fjölnota poka úr náttúrulegum efnum. Annað að kaupa frekar vatn og drykki í glerflöskum en plasti. Þriðja að sniðganga mat í plastumbúðum, kaupa ávexti og grænmeti aðeins í lausu og þá helst það sem ræktað er heima í héraði því innfluttar vörur leiða af sér mengandi flutningastarfsemi, birgðahald – og plastnotkun.

Þá er bent á að eftir því sem innihaldslýsing sápu er styttri þeim mun umhverfisvænni sé sápan alla jafna. Ráðlagt er að nota glerílát til að geyma mat eða nasl, enda þoli glerkrukkur vel frystingu séu þær ekki fylltar að loki heldur haft svolítið bil milli loks og innihalds.

Fyrir húð og heimili

Í bókinni er víða komið við og urmull umhverfisvænna ráða fyrir húð, heimili og hvaðeina. Til dæmis mun mörgum efalítið þykja merkilegt og ekki síður gagnlegt að eitt glas af kókosolíu leysir bleyjuklúta, andlitsfarðahreinsi og blautklúta af hólmi. Kókosolían er sögð sótthreinsandi og gera húðinni gott.

Ekkert jafnast svo á við venjulegan matarsóda við salernisþrif. Sódinn nær fullri virkni á 15 - 20 mínútum, en þá má ráðast til atlögu með klósettbursta. Því lengur sem sódanum er leyft að verka þeim mun betur hreinsar hann.

Sé lesendum alvara með að tileinka sér plastlausan lífsstíl vakna óhjákvæmilega margar praktískar spurningar sem m.a. lúta að kostnaði, tíma og fyrirhöfn. Höfundar virðast hafa séð þær fyrir, að minnsta kosti sumar þeirra, því aftarlega í bókinni svara þær spurningum á borð við Er plastlaus lífsstíll ekki dýrari? Verð ég að losa mig við allt sem ég á og er úr plasti? Tekur þetta ekki óskaplega mikinn tíma, allt saman?

Stutta svarið við fyrstu tveimur sem hér eru nefndar er nei. Svarið við þeirri þriðju er: „Þvert á móti. Innkaup eru tímafrek og sá tími sparast að drjúgum hluta. Sumum, sem lesa þessa bók, finnst að það hljóti að fara allt of langur tími í að búa til sjálfur það sem maður keypti áður, en þegar maður hugsar málið betur kemur í ljós að það tekur t.d. aðeins tvær mínútur að búa til bað- og sturtuhreinsiefni og til frádráttar kemur tíminn sem fór í verslunarferð.“

Umhugsunarefni, því verður ekki neitað.

Gervi út í gegn

Hvalur flæktur í plastúrgang við Þorskhöfða (Cape Cod) úti fyrir ...
Hvalur flæktur í plastúrgang við Þorskhöfða (Cape Cod) úti fyrir ströndum Massachusetts í Bandaríkjunum. Myndin er frá 2001, en ástandið er síst betra í höfunum núna. AFP


Fataframleiðendur heims nota gerviefni í gríðarlegum mæli, aðallega pólýester, pólýakrýl, pólýamíð (nælon) og elastín (spandex, Lycra). Efnin eru einkum notuð í fjöldaframleiddum prjónavarningi, vetrarjökkum, frökkum og rúmfatnaði að því fram kemur í bókinni Betra líf án plasts, en þar segir:

„Pólýestertrefjarnar eru oft framleiddar úr plastflöskum og eru því með öllu lausar við náttúrulega efni – eru gervi út í gegn og innihalda því í senn meira og minna öll þau eiturefni sem hægt er að nota. Enn bætist í eitursafnið þegar fötin eru lituð því að framleiðendurnir nota sterk efni og mikið af þeim til þess að liturinn haldist lengi og vel.“

Vissir þú að?

 89 milljörðum lítra af vatni er tappað á vatnsflöskur á hverju ári í heiminum. 80% af þessum flöskum enda í sorpbrennslu.

 450 ár líða áður en plastflaska brotnar niður í náttúrunni. Flöskuvatn veldur á bilinu níutíufalt upp í þúsundfalt neikvæðari umhverfisáhrifum en kranavatn.
 húðvörur geta innihaldið allt að 90% af örplasti.
 það er plast í blóði 90% alls fólks.
 3,9 milljarðar er mesti fjöldi örplastagna em mælst hefur í hverjum rúmmetra vatns í ánni Rín.
 á hverju ári drepast 1.000.000 sjófuglar af völdum gerviefna.

Innlent »

Dýri dyravörður er draumur

19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Vertu úti

17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá er í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

Síminn ber ábyrgð á „gagnkvæmu hirðuleysi“

16:18 Fjarskiptafyrirtækið Síminn þarf að greiða fyrirtækinu Inter Medica tæplega 950 þúsund krónur eftir að hafa rukkað félagið um mánaðarlegar greiðslur fyrir hýsingu á tölvupósti í tæplega fjögur ár, án þess að Inter Medica hafi nýtt sér þjónustuna. Meira »

Landsþekktar kempur hvetja krakkana

15:36 Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru meðal þeirra sem hvetja um 4.000 íslenska nemendur sem taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Leitar vitna að hörðum árekstri

15:41 Árekstur.is leitar að vitnum að hörðum árekstri sem átti sér stað klukkan 13:30 í dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Meira »

Mannsæmandi laun og bættar aðstæður

15:23 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að undanfarið ár hafi verið unnið að því að bæta starfsaðstöðu leikskólakennara og krakka en borgin kynnti í dag áætlun þar sem gert er ráð fyrir því að leikskólaplássum fjölgi um 750-800 á næstu sex árum. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalag...
 
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...