„Við finnum fyrir miklum stuðningi“

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar.
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar. mbl.is/Golli

„Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í gær lögbannskröfu þrotabús Glitnis á hendur Stundinni og Reykjavík Media vegna umfjöllunar fjölmiðlanna um gögn innan úr bankanum. Að viku liðinni tekur héraðsdómur málið fyrir – sem tekur líka tíma. „Okkur var sagt á þessum fundi með fulltrúa sýslumanns í gær að þetta tæki nokkrar vikur. Ég veit ekki hvort einhver hraðmeðferð er möguleg,“ segir hann.

Krafan kom fram á föstudag

Jón Trausti segir að kröfugerðin hafi verið lögð fram hjá sýslumanni fyrir helgi. Síðan þá hafi Stundin birt mikilvæg gögn um persónulega ábyrgð sem aflétt hafi verið af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, 50 milljóna króna láni sem hann hafi persónulega tekið hjá Glitni vegna kaupa í Olíufélaginu. Skuldin hafi í febrúar 2008 verið færð yfir á eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf., félagi sem síðar hafi verið slitið.

Hann segir að næsta skref hjá Stundinni sé að fara á fund lögmanna fjölmiðilsins. Stundinni hafi ekki í gær gefist tækifæri til að verja hendur sínar eða búa sig undir lögbannið.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Segist finna fyrir stuðningi

Jón Trausti segir aðspurður að frá því málið kom upp í gær hafi margir haft samband og viljað styrkja Stundina, ýmist með framlögum eða með því að gerast áskrifendur. „Við finnum fyrir miklum stuðningi núna, eftir að okkur var bannað að fjalla um þetta,“ segir Jón Trausti. „Fjölmiðlaumhverfið er þannig að það er eiginlega ekki hægt að stunda rannsóknarblaðamennsku án þess að fá til þess stuðning almennings, enda er það besta leiðin,“ segir hann.

Fram kom í lögbannsbeiðni Glitnis að ljóst væri að umfjöllunin byggði á umfangsmiklum gögnum sem varða fjölmarga nafngreinda viðskiptamenn bankans. Jón Trausti bendir á að umfjöllun Stundarinnar hafi alfarið verið bundin við kjörinn fulltrúa og aðila tengdum honum. „Augljóslega eru viðskipti venjulegs fólks ekki eitthvað sem við myndum nokkurn tímann fjalla um. Það eru heldur ekki hefðbundin viðskipti þegar kjörinn fulltrúi hefur aðgengi að upplýsingum um banka og stundar svo stórfelld viðskipti,“ segir hann og bætir við að það segi sig sjálft að fjölmiðlar fjalla um það sem þeim þykir fréttnæmt – annað ekki.

Heimildaleynd eitt af kjarnagildunum

Jón Trausti vill ekki gefa upp hvers eðlis gögnin eru, hvort þau séu unnin eða hrá. „Við tökum þetta hlutverk okkar að fara í gegn um þessi gögn mjög alvarlega. Við tjáum okkur sem allra minnst um eðli þeirra eða uppruna. Heimildaleynd er eitt af kjarnagildum blaðamennsku.“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur verið til umfjöllunar vegna viðskipta sinna ...
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur verið til umfjöllunar vegna viðskipta sinna í aðdraganda hrunsins. mbl.is/Hanna

Hann segir að blaðamenn Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, hafi vandað sig mjög við fréttaflutning af málinu. „En við myndum ekkert vilja tjá okkur um það sem er framundan.“

Hann segir þó að næsta frétt hafi verið í vinnslu. „Við eigum eftir að fjalla um fleira sem við teljum að eigi erindi til almennings og tengist kjörnum fulltrúum. Umfjöllun okkar er ekki lokið.“ Hann segir að samfélagsleg sátt hafi verið um umfjallanir sama eðlis eftir hrun, svo sem birtist í rannsóknarskýrslu alþingis. „Það hefur verið samfélagslegt samkomulag um að fara yfir það sem þarna gerðist. Það samkomulag virðist hafa verið afturkallað.“

Spurður hvort  til greina komi að hunsa lögbannið segir Jón Trausti að Stundin fari að þeim samfélagslegu reglum sem settar séu. „Við hlítum því og vonumst til að kerfið og reglurnar breytist og batni til samræmis við það sem við í samfélaginu teljum að sé heilbrigt og eðlilegt.“ Næsta skref sé að kanna lagalega stöðu fjölmiðilsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
Heimavík
...
 
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...