Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

AFP

Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu sem gjarnan hefur verið kölluð Brexit.

Sendiherrann sagði að um langt árabil hefðu Bretar horft upp á þróun fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins og ákvarðanir teknar á vettvangi þess sem þeir hafi átt litla samleið með. Mikið af regluverki hafi orðið til hjá sambandinu sem Bretum hafi ekki þótt þeir hafa mikið um að segja. Þá hefði afskipti þess af innanlandsmálum farið sífellt vaxandi.

Þetta hafi ekki síst verið það sem legið hafi til grundvallar þegar meirihluti breskra kjósenda ákvað í þjóðaratkvæði á síðasta ári að segja skilið við Evrópusambandið. Fleiri mál hafi spilað þar inn í og þar á meðal krafa um að endurheimta stjórn landsmæra landsins og sú skoðun að sambandið drægi úr möguleikum Breta á að eiga í alþjóðlegum viðskiptum.

Bretland að yfirgefa ESB en ekki Evrópu

Vísaði hann þar til þess að ríki Evrópusambandsins hefðu framselt til sambandsins valdið til þess að semja um viðskipti við önnur ríki. Þjóðaratkvæðið hefði farið fram og nú væri unnið að því af breskum stjórnvöldum að framfylgja niðurstöðunni. Lagði Nevin áherslu á að Bretland væri að yfirgefa stofnunina Evrópusambandið en ekki heimsálfuna Evrópu.

Þannig vildu Bretar áfram eiga í nánu samstarfi og viðskiptum við önnur ríki í Evrópu og um það snerust yfirstandandi viðræður breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um tengslin þar á milli eftir að Bretar formlega yfirgefa sambandið. Í því sambandi legðu breskir ráðamenn áherslu á að semja um samning sem væri sérsniðinn að breskum aðstæðum.

Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Ljósmynd/Sendiráð Bretlands

Fyrir vikið væri það ekki stefna Bretlands að afrita samninga sem önnur ríki hefðu gert við Evrópusambandið eins og til dæmis EES-samninginn eða fríverslunarsamning sambandsins við Kanada. Hins vegar væri sá möguleiki fyrir hendi að horfa til einstakra atriða í öðrum samningum sem fyrirmynd í mögulegum samningi Bretlands og Evrópusambandsins.

Sendiherrann lagði áherslu á að Bretar gætu ekki samþykkt að vera undir fjórfrelsið svonefnt, frjálst flæði fjármagns, fólks, varnings og þjónustu, settir sem fylgdi bæði EES-samningnum og veru í Evrópusambandinu. Þar hafa bresk stjórnvöld vísað til þess að frjálst flæði fólks frá sambandinu þýddi að Bretar gætu ekki stýrt landamærum sínum sem skyldi.

EES-samningurinn gerir málið flóknara

Hvað Ísland varðaði sagði Nevin að tengsl landanna hefðu lengi verið sterk þrátt fyrir ákveðna árekstra. Sýn Íslendinga og Breta á heimsmálin væru á margan hátt lík. Mikið samtal hefði átt sér stað á milli íslenskra og breskra stjórnvalda frá því að þjóðaratkvæðið fór fram og stefnt væri að því að halda tengslum landanna óbreyttum eins og kostur væri.

Þess utan væri til skoðunar með hvaða hætti Bretland og Ísland gætu átt í enn frekara samstarfi þess utan í alþjóðamálum. Bæði varðandi viðskiptamál en einnig nánara samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Fyrsta verkefnið til skemmri tíma litið væri hins vegar að tryggja eins og kostur væri að núverandi samstarf yrði fyrir sem minnstum truflunum.

Það sem gerði þetta hins vegar flóknara væru tengsl Íslands við Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Hugsanlega yrði niðurstaðan nokkrir tvíhliða samningar á milli Íslands og Bretlands en einn heildarsamningur. Það væri ekki ljóst enn. Koma yrði í ljósi hvernig hægt væri að útfæra tengsl landanna með tilliti til aðildar Íslands að EES-samningnum.

mbl.is

Innlent »

Bragi næsti stórmeistari í skák

18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...