Nýr hjólastígur um Elliðaárdal

mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinna stendur nú yfir við nýjan hjólastíg í Elliðaárdal. Stígurinn verður 1.650 metrar að lengd og liggur þar sem reiðstígur lá áður, á milli Sprengisands að stífu í Elliðaárdal við Höfðabakka.

Mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda er um stíginn sem fyrir er, meðfram Elliðaá, en markmiðið er að aðskilja gangandi og hjólandi vegfarendur. Nýi stígurinn verður tveir og hálfur metri að breidd með miðlínu og akstursstefnu hjóla í báðar áttir.

Hér má sjá hvar nýi stígurinn, sá rauðlitaði, mun liggja.
Hér má sjá hvar nýi stígurinn, sá rauðlitaði, mun liggja.

Stígurinn verður malbikaður og upplýstur en hann er sunnan gamla stígsins, sunnan árinnar. Verktakinn Jarðval átti lægsta boð í verkið í sumar og annast það fyrir 65 milljónir króna. Hæsta boð hljóðaði upp á 127 milljónir króna.

Verklok eru áætluð um 15. desember og er verkið á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá borginni.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert