Reglur um val og veitingu prestsembætta sagðar bastarður sem aldrei náist sátt um

Prestar koma saman við setningu árlegrar samkomu þeirra
Prestar koma saman við setningu árlegrar samkomu þeirra mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Núverandi reglur og valnefndarreglurnar sem áður giltu og ég tel að hafi verið mun betri eru til að sætta tvö sjónarmið, faglegheit og rétt sókna til að velja hvern sem er. Það er ekki hægt nema úr verði hálfgerður bastarður sem við verðum aldrei sátt við.“

Þetta segir séra Guðrún Karls Helgudóttir, varaformaður Prestafélags Íslands, um starfsreglur um val og veitingu prestsembætta sem til umræðu hafa verið í kjölfar mála sem komið hafa upp í Þjóðkirkjunni.

Guðrún telur að reynslan af núverandi reglum sé ekki nógu góð. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag nefnir hún að kjörnefnd þurfi ekki að rökstyðja val sitt eftir leynilega kosningu og sé þar með ekki bundin af jafnréttislögum og öðrum lögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert