Tvær tillögur til kynningar

Mörg slys hafa orðið á Grindavíkurvegi og því er úrbóta …
Mörg slys hafa orðið á Grindavíkurvegi og því er úrbóta krafist nú. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lagfæring hliðarsvæða og breikkun axla við veg sem milda myndu allt hnjask þegar bíl er ekið út af er góð leið til þess að auka umferðaröryggi á Grindavíkurvegi. Þá gæti einnig virkað vel að koma upp sjálfvirku eftirliti til þess að halda umferðarhraða niðri.

Þetta er meðal leiða eða tillagna sem sérfræðingar Vegagerðarinnar setja fram í minnisblaði þar sem fjallað er um aðgerðir til að auka umferðaröryggi á veginum til Grindavíkur. Það er 13,3 kílómetra langur spotti, milli Grindavíkurbæjar og Reykjanesbrautar.

Talsverð umræða spratt um öryggismál á veginum í kjölfar tveggja banaslysa sem þar urðu síðastliðinn vetur. Kallað hefur verið eftir úrbótum og stofnaður var þrýstihópur í Grindavík til þess að vinna málinu framgang. Vegagerðarfólk gerði úttekt á öryggi vegarins í vor og bendir þar sérstaklega á fláa við vegbrún. Þá sé algengast að slys á veginum verði við útafakstur, eða í 42% tilvika, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert