Breytt notkun bílastæða við Kjarvalsstaði

Söluvögnum fyrir mat hefur verið lagt í bílastæðin. Í framtíðinni …
Söluvögnum fyrir mat hefur verið lagt í bílastæðin. Í framtíðinni verða þau eingöngu fyrir fólksbíla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Auglýsing varðandi málið hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum, samkvæmt bréfi lögreglunnar til Reykjavíkurborgar 6. október. Þess má vænta að á næstunni verði settar upp merkingar um breytta notkun bílastæðisins, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Umgengni framan við listasafnið Kjarvalsstaði hefur þótt ábótavant undanfarið. Nágrannar safnsins hafa m.a. kvartað á Facebook og sýnt myndir af ýmsu sem þykir til óprýði við aðkomuna að safninu.  Auk þess hafa safnast á bílastæðið framan við Kjarvalsstaði söluvagnar sem þykja ekki fegra staðinn auk þess að taka dýrmætt pláss.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert