Hægt væri að setja bráðabirgðalög

Einar segir það ansi klént að framkvæmdavaldið banni tjáningu fjölmiðilis ...
Einar segir það ansi klént að framkvæmdavaldið banni tjáningu fjölmiðilis rétt fyrir kosningar, án að komu dómstóla. mbl.is/Eggert

Hægt væri að setja bráðabirgðalög svo Stundin og Reykjavík Media gætu borið lögbann, sem sýslumaður setti á frekari umfjöllun miðlanna, byggða á gögnum innan úr Glitni, undir dómstóla strax í upphafi næstu viku. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður.

„Einn möguleikinn er að setja bráðabirgðalög um að gerðarþoli, sem í þessu tilfelli er Stundin, geti borið ákvörðun sýslumanns um að fallast á lögbann, undir héraðsdóm með sama hætti og gerðarbeiðandi hefði getað gert ef lögbanninu hefði verið synjað,“ segir Einar, en gerðarbeiðandi er líkt og áður hefur komið fram Glitnir HoldCo.

Ástæða þess að Glitnir fór fram á lögbannið sú að félagið telur yfirgnæfandi líkur á því að í gögnunum sé að finna persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskiptavina bankans.

Klént að framkvæmdavaldið banni tjáningu fjölmiðils

„Það sem myndi gerast ef þessi leið yrði farin, þá myndi dómstóll gera eins og sýslumaður. Þegar sýslumaður fær lögbannsbeiðni þá leggur hann mat á hvort það eru skilyrði til að verða við kröfunni, hann tekur ekki afstöðu til þess hvernig málið lítur út á endanum. Dómstóll myndi því aðeins endurmeta hvort skilyrði er fyrir bráðabirgðaaðgerðum, sem lögbann er,“ útskýrir Einar. Hann segir þetta ekki óalgengt fyrirkomulag.

„Dómstólar taka afstöðu til gæsluvarðhalds og stundum er verið að sýkna menn sem settir eru í gæsluvarðhald. Það er ekki verið að taka afstöðu til sjálfs málsefnisins.“

Hann segir lögbann hugsað þannig að óbreytt ástand haldist á meðan dómstólar fjalla um málið. Það sem er sérstakt við lögbannið á Stundina er að fréttirnar verða úreltar þegar dómstólar eru búnir að fjalla um málið,“ segir Einar, en lögbannsmál getur tekið nokkrar vikur að afgreiða fyrir dómstólum.

„Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir núna er að það er tekin ákvörðun um að leggja á lögbann rétt fyrir kosningar og ekki hægt að fá úr því skorið fyrr en eftir kosningar.

Þegar lögbann er endurskoðað fyrir dómstólum þá er verið að skoða tvo þætti; hvort sýslumaður átti að leggja lögbann eins og málið lá fyrir og hvort sá sem krafðist lögbannsins átti í raun og veru þann rétt sem hann hélt fram. Með því að breyta lögum er hægt að láta dómstóla endurskoða fyrra skilyrðið strax. Það er svolítið klént að framkvæmdavaldið, sem sýslumaður er, banni tjáningu fjölmiðils rétt fyrir kosningar án þess að dómstólar komi þar nokkur staðar nærri.“

„Þetta er ekki mikið inngrip“ 

Ef Stundin gæti hins vegar fengið að bera undir dómstóla ákvörðun sýslumanns um að leggja á lögbann þá myndi dómstóll meta málið með sama hætti og sýslumaður og hægt væri að taka málið strax fyrir.

Til að þetta geti orðið þarf dómsmálaráðherra að leggja til við forseta Íslands að sett verði slík bráðabirgðalög, en það er hægt að gera þegar Alþingi er ekki starfandi. Alþingi þyrfti því ekki að koma saman til að staðfesta lögin áður en þau tækju gildi. Lögin yrðu þó lögð fyrir þingið þegar það kæmi saman á ný og þá yrði tekin ákvörðun um hvort þau yrðu felld úr gildi eða ekki.

„Svo geta menn ákveðið að svona verði þetta í öllum lögbannsmálum eða bara bundið við það þegar farið er fram á lögbann sem gæti farið í bága við tjáningarfrelsisákvæðið. Þetta er í sjálfu sér létt verk og löðurmannlegt. Það er bæði auðvelt að semja lagatextann og auðvelt að framkvæma hann.“

Einar bendir á að með því að víkka út aðgengi að dómstólum sé ekki verið að breyta neinum lögum um réttindi fólks. Það sé einfaldlega verið að leyfa dómstólum að fjalla um þau. „Þetta er ekki mikið inngrip,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsóknar lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Skúli gefur kost á sér í 3ja sæti

14:24 Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil og hefur stýrt skóla- og frístundamálum á þeim tíma. Meira »

Líkfundur í Öræfum

14:01 Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en þær höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus. Meira »

Uppbygging á Kringlureit á næstu árum

13:50 Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Meira »

Vill Árna Pál í Brexit-málið

13:46 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Varar við tjörublæðingum

13:33 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á leiðinni á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar í dag. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Guðni flutti ávarp á sænsku

13:23 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók til máls á sænsku þegar hann ávarpaði gesti í sænsku konungshöllinni nú rétt í þessu. Sýnt var frá ávarpinu beint á vef konungshallarinnar. Meira »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

13:24 Hálka eða snjóþekja á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð og unnið er að mokstri í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Guðni í beinni frá konungshöllinni

13:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Karl Gústaf Svíakonungur, ávarpa gesti í sænsku konungshöllinni í dag og má hér fylgjast með útsendingu af viðburðinum. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...