Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Öxur skipuleggja Kerlingabækur, málþing Bókabæjanna ...
Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Öxur skipuleggja Kerlingabækur, málþing Bókabæjanna austanfjalls í ár, og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá, kaffibolla og konfekt. Ljósmynd/Vala Guðlaug Jónsdóttir

Trakteringarnar í Tryggvaskála verða ekki af verri sortinni í kvöld. Kerlingabækur og kaffibollaþvaður, gjörið þið svo vel. Hvað geta bókaunnendur beðið um meira? Þeim Hörpu Rún Kristjánsdóttur bókmenntafræðingi og Jóni Öxuri íslenskukennara, skipuleggjendum stærsta árlega viðburðar Bókabæjanna austanfjalls, er að minnsta kosti svara vant. Enda eru þau himinlifandi yfir því sem borið verður á borð fyrir gesti málþingsins Kerlingabækur, í fyrrnefndum Tryggvaskála á Selfossi.

„Guðrún frá Lundi verður aðalstjarnan,“ upplýsir Harpa Rún og heldur áfram: „Hugmyndin kviknaði af því að hún hefur verið metsöluhöfundur undanfarin ár, rétt eins og hún var í lifanda lífi. Mér fannst alltaf jafn fyndið þegar ég vann í Bókakaffi hérna á Selfossi og fólk bað um nýju bókina hennar Guðrúnar frá Lundi líkt og hún væri sprelllifandi og enn að, en hún lést 1975. Út frá þessu fórum að vinna með bókmenntir kvenna í stærra samhengi.“

Fyrst á dagskrá er erindi Dagnýjar Kristjánsdóttur prófessors um hugtakið kerlingabækur og almennt um kvennabókmenntir. Harpa Rún rifjar upp að hugtakið sé raunar sprottið frá Guðrúnu sjálfri, en frægt varð þegar hún af einskærri hógværð sagði einhverju sinni í viðtali „...að kerling eins og hún ætti ekki að skrifa svona mikið“.

Pirraðir karlar

„Karlkyns gagnrýnendur töluðu niðrandi um bækur hennar og fleiri skáldkvenna. Þeir kölluðu þær kerlingabækur og kaffibollaþvaður og voru óttalega pirraðir yfir hversu vel þær seldust og voru mikið lesnar.“

Næsti dagskrárliður er einnig helgaður Guðrúnu, því Birgir Dýrfjörð mun segja frá æskuminningum sínum henni tengdum. „Birgir er ættaður úr sömu sveit, en hann er tengdapabbi konu sem var með okkur í stjórn Bókabæjanna og hafði heyrt hann segja skemmtilega frá skáldkonunni. Okkur fannst forvitnilegt að fá mann sem hvorki væri fræðimaður né hefði stúderað bækur hennar til að segja frá hvernig hún kom barninu fyrir sjónir.“

Þegar Guðrún frá Lundi hverfur af sviðinu stígur söngvaskáldið Hera Hjartardóttir fram og flytur frumsamin lög. „Hera er tveggja heima kona; býr bæði á Íslandi og Nýja-Sjálandi, og hefur verið mín uppáhaldssöngkona frá því ég var krakki. Hún syngur meðal annars and-ástarsöngva eins og hún kallar sum lögin sín, sem fjalla yfirleitt um hana sjálfa eða bara konur almennt. Hún varð þekkt á Íslandi þegar hún hóf að skrifast á við íslensku hefðina,“ segir Harpa Rún og vísar til þess að Hera samdi svar stúlkunnar sem Bubbi söng um í Stúlkan sem starði á hafið.

Ekki þótti annað við hæfi en fá skáld úr héraði til að segja frá ferli sínum og lesa úr völdum verkum. Harpa Rún og Jón voru sammála um að Guðrún Eva Mínervudóttir væri góður fulltrúi. „Kannski les hún úr nýju verki, eða eldri verkum sínum, við bíðum bara spennt,“ segir Harpa Rún.

Vertu svona kona

Á eftir Guðrúnu Evu treður ljóðahópurinn Svikaskáldin upp og telur Harpa Rún næsta víst að konurnar sem hópinn skipa komi á óvart. „Með Svikaskáldunum langaði okkur að fá ferskar og ungar raddir sem mótvægi við Guðrúnu frá Lundi og hennar sögusvið.“

Í lokin fá gestir að berja augum brot úr leikritinu Vertu svona kona í leikstjórn Guðfinnu Gunnarsdóttur og uppfærslu Leikfélags Selfoss. „Leikritið verður frumsýnt í næsta mánuði. Það eina sem ég veit er að það er byggt á mörgum sögum eftir Margaret Atwood, sem skrifaði meðal annars Sögu þernunnar, og að konur í leikfélaginu skrifuðu og þýddu verkið,“ segir Harpa Rún og tekur fram að með kaffibollaþvaðrinu verði boðið upp á konfekt og allir séu velkomnir.

Bókabæirnir austanfjalls standa að málþinginu Kerlingabækur í Tryggvaskála kl. 20 í kvöld, fimmtudagskvöldið 19. október. Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Innlent »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

„Kallast á við umhverfið“

07:57 Landsbankinn hefur ákveðið að semja við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Sex af sjö arkitektateymum sem völdust til að gera frumtillögur skiluðu tillögum. Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »

Suðaustanstormur á leið austur

07:39 Suðaustanstormur er á leið austur yfir landið og rignir talsvert samfara skilunum. Mikil úrkoma verður suðaustanlands fram undir hádegi. Meira »

Ný Hótel Örk opnuð í maí

07:37 Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næstkomandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra. Meira »

Andlát: Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti

05:30 Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hrunamannahreppi, er látinn, 86 ára að aldri.  Meira »

Tugum dýra bjargað - metfjöldi útkalla

07:18 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu ásamt björgunarsveit björguðu tugum dýra í Fjárborgum við Suðurlandsveg í nótt en flætt hafði inn í hesthús og fjárhús. Alls sinnti slökkviliðið um 100 útköllum frá því um miðjan dag í gær, sem er met. Meira »

Gefur kost á sér sem varaformaður

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Bíður eftir svörum

05:30 Umboðsmaður borgarbúa þarf að jafnaði að bíða í 80 daga eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.  Meira »

Vel veiðist af kolmunna við Írland

05:30 Uppsjávarskipin Guðrún Þorkelsdóttir SU og Beitir NK fengu góðan kolmunnaafla suðvestan við Írland í vikunni.  Meira »

Genis í stórsókn

05:30 Hilmar Janusson forstjóri líftæknifyrirtækisins Genis á Siglufirði, sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, segir fyrirtækið undirbúi nú næstu stóru skrefin á markaði. Meira »

Þrýsta á byggingu nýrra hverfa

05:30 Tafir á „losun byggingarlands“ í Vatnsmýri hafa aukið þrýsting á flutning landfrekrar og grófrar iðnaðarstarfsemi úr Ártúnshöfða. Meira »

Nokkrar kannabisræktanir stöðvaðar

05:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkrar kannabisræktanir í umdæminu.   Meira »

„Staðan er hræðileg“

00:19 „Staðan er hræðileg. Við erum með allt úti, allar okkar dælur, allan okkar mannskap og við eru slá met í útkallafjölda. Það er allt á floti í bænum.“ Svo mörg eru orð fulltrúa slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir miðnætti í kvöld. Meira »

53 þúsund laxar drápust

05:30 Liðlega 53 þúsund laxar drápust í sjókví Arnarlax í Tálknafirði eftir skemmdir sem urðu á kvínni í óveðri í byrjun vikunnar. Það er svipað magn af laxi og stangveiðimenn veiddu í öllum ám landsins árið 2016. Meira »

Ekki vanhæf til að meta starfsfélaga

05:30 Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, var einn þriggja nefndarmanna sem mátu hæfi umsækjenda um stöðu landlæknis. Meira »

mbl.is tilnefndur

00:01 Morg­un­blaðið og mbl.is eru til­nefnd til blaðamanna­verðlauna fyr­ir árið 2017 en dóm­nefnd á veg­um Blaðamanna­fé­lags Íslands hef­ur birt til­nefn­ing­ar sín­ar til verðlaun­anna sem verða afhent í Hörpu laugardaginn 3. mars. Meira »
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...