Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

Hallgrímur Óskarsson, til vinstri, og Eiríkur Jónsson á fundinum.
Hallgrímur Óskarsson, til vinstri, og Eiríkur Jónsson á fundinum. mbl.is/Árni Sæberg

Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni.

Þetta kom fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Á fundinum greindi Eiríkur frá því að það megi grípa til lögbanns og takmarka tjáningarfrelsi en það þurfi að uppfylla skilyrði um réttmæt markmið lögbannsins og að það sé nauðsynlegt í lýðræðislegu þjóðfélagi. Staðan sé svipuð þegar kemur að mannréttindasáttmála Evrópu.

Hann sagði það geta verið fyllilega réttmætt að grípa til lögbanns þrátt fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, til dæmis varðandi birtingu heilsufarsupplýsinga. Ríka ástæðu þurfi samt til að takmarka tjáningafrelsi fyrirfram. 

Sýslumanni vorkunn 

Hann bætti við að sýslumanni væri vorkunn því allt í einu hafi honum verið kastað inn í hringiðu stjórnskipunarréttar og þurft að leggja mat á lögbannskröfuna. „Ég er ekki viss um að Mannréttindadómstóll Evrópu myndi hafa samúð með þeim vandamálum,“ sagði hann og nefndi að málið líti illa út utan frá þar sem fulltrúi ríkisvaldsins sé að banna umfjöllun fjölmiðla.

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Svarað í dómaframkvæmd

Eiríkur var spurður hvort nauðsynlegt sé að gera lagabreytingar til að tryggja betur frelsi fjölmiðla  og sagði hann að það væri hægt en á endanum ráðist málið af reglum stjórnskipunarréttar og mannréttindaákvæða. „Löggjafinn getur hugsað hvernig er hægt að tryggja þetta best með almennum lögum en á endanum er þessu svarað í dómaframkvæmd hér og úti í Strassborg.“

Spurður sagði hann að það kæmi til álita að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt vegna lögbannsins en spurningin væri þá um tjónið og hvert skuli beina kröfunni.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði  að fjallað væri um þagnarskyldu í 142 íslenskum löggjöfum og spurði hvort ekki þyrfti að afnema þessi ákvæði, eða þá að undanskilja persónur í áberandi stöðu í þjóðfélaginu. Eiríkur sagði erfitt að undanskilja einhverjar persónur og ákveða að leynd gildi ekki um þær.

„Fráleit“ gagnrýni á sýslumann

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sýslumaðurinn hafi farið eftir 58. grein stjórnarskrárinnar með lögbanninu. „Öll þessi gagnrýni á sýslumanninn sjálfan er fullkomlega fráleit að mínu mati,“ sagði hann.

Eiríkur endurtók að sýslumanni væri vorkunn en að alltaf færi samt fram mat hjá honum. „Ég er ekki að gagnrýna sýslumann sérstaklega. Ég er fyrst og fremst að horfa á þetta utan frá.“

Segir málið geta orðið fordæmisgefandi

Hallgrímur Óskarsson, varaformaður Gagnsæis, sat einnig fyrir svörum á fundinum. Hann sagði það mjög slæmt þegar þjóðfélagið uppgötvi að ritstjórnarlegt frelsi sé takmarkað með svona afgerandi hætti og þegar hagsmunir almennings séu ríkari.

„Aðalhættan þegar svona aðgerð fer fram er að hún verður fordæmisgefandi,“ sagði hann og bætti við að mjög mikilvægt væri að hnekkja úrskurðinum og draga hann til baka.

Hallgrímur sagði lögbannið jafnframt hægja á framþróun gegnsæis á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

Í gær, 14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

Í gær, 13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »
Heimavík
...
Nudd á Bak, Háls og Rassvöðva www.egat.is
9stk airbags , 3 mismunandi loftþrýstingur, djúpnudd á háls og bak, 2 pör af bol...
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...