„Við getum gert allt betur“

Pallborðsumræður á Slysavarnarþingi. (f.v.) Sigurjón Andrésson forstöðumaður markaðsmála og forvarna ...
Pallborðsumræður á Slysavarnarþingi. (f.v.) Sigurjón Andrésson forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, Svanfríður Anna Lárusdóttir stjórnarkona Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Brynjólfur Mogensen prófessor og yfirlæknir, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi og Gunnar Geir Gunnarsson hjá Samgöngustofu. Ljósmynd/Landsbjörg

Þrátt fyrir mikinn metnað og góðan vilja hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands á þeim tæplega 20 árum síðan kerfinu var komið upp. Skráningar eru enn að mestu leyti handvirkar og erfitt getur verið að sækja gögn í kerfið sem gerir það að verkum að erfitt er að einbeita kröftum og fjármagni í tengslum við slysavarnir þangað sem þörfin er mögulega mest. Þetta var meðal þess sem kom fram á slysavarnarþingi á Grand hótel í dag sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg stendur fyrir.

Margir duglegir að skrá, en erfitt að sækja gögnin

Brynjólfur Mogensen prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, var meðal þeirra sem tók þátt í pallborðsumræðum á þinginu og sagði hann að spurður hvað betur mætti fara hér á landi þegar kæmi að slysaskráningu: „Við getum gert allt betur.“ Sagði hann slysaskráningargrunninn ágætan, en því miður hefði hann lítið sem ekkert verið uppfærður og litlum tíma og peningum verið varið í að bæta hann. Sagði Brynjólfur að stjórnmálamenn væru vanir að tala um forvarnir á tyllidögum, en ekkert þar á milli og kallaði hann, ásamt öðrum í pallborðinu eftir því að settir væru auknir fjármunir í bætur á kerfinu.

Í samtali við mbl.is segir Brynjólfur að í dag sé allt of mikil handavinna í kerfinu. Ýmsar heilbrigðisstofnanir, lögreglan og aðrar stofnanir séu dugleg að skrá gögn inn í sín kerfi, en kerfin tali svo oft á tíðum illa eða ekki við kerfi Slysaskráningar Íslands. Það geri að verkum að ómögulegt sé að halda utan um einhverjar rauntímaupplýsingar um slys hér á landi nema í sérhæfðum greinum eins og umferðaslysum þar sem sérstakar stofnanir haldi utan um þau gögn.

Holland miklu framar Íslandi 

Þessu er nokkuð öðruvísi farið í Hollandi, en Susanne Nijman, sem er yfirmaður hjá neytenda og öryggisstofnun Hollands, hélt erindi í morgun á ráðstefnunni þar sem hún fór yfir hvernig málum væri háttað þar í landi. Síðustu 20 ár hefur markvisst verið safnað gögnum í einn miðlægan grunn og er stofnunin langt komin með að gera alla skráningu rafræna, til dæmis með að lesa rafrænt af handskrifuðum blöðum og skila inn niðurstöðum í stikkorðum sem gagnast við tölfræðiskráningu.

Niðurstöður úr rannsóknum sem unnar væru upp úr þessum gögnum væru svo meðal annars notaðar til að ákveða hvar ætti að leggja áherslu á slysavarnir og í hvaða flokkum slíkt sé jafnvel óþarft.

Susanne Nijman, yfirmaður hjá neytenda og öryggisstofnun Hollands.
Susanne Nijman, yfirmaður hjá neytenda og öryggisstofnun Hollands. Ljósmynd/Landsbjörg

Landspítalinn vinnur nú að því að gera alla skráningu rafræna og segir Brynjólfur að sú vinna sé langt komin. Áætlar hann að kerfið verði komið í gagnið strax næsta vor og þá muni sjúkrahúsið getað skoðað slysatölur í rauntíma.

Kostnaður við slys á bilinu 75-100 milljarðar árlega

Kostnaður við slys hleypur árlega á milljörðum að sögn Brynjólfs, en Landspítalinn gerði kostnaðargreiningu ásamt Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á umferðarslysum fyrir nokkru. Voru þær tölur yfirfarnar hjá Háskólanum í Reykjavík sem taldi kostnaðinn helst til vantalinn.

Vitað er hvað umferðarslys eru stór hluti af heildarslysafjölda hér á landi og þannig var hægt að uppreikna kostnaðinn úr umferðarslysunum á öll slys. Þrátt fyrir að einhver skekkja sé vitanlega í slíkum útreikningum segir Brynjólfur að niðurstaðan sé að heildarkostnaður samfélagsins vegna slysa, ofbeldis og sjálfskaða hlaupi á 75 til 100 milljörðum árlega.

50 milljónir væri góð byrjun

Fram kom í pallborðsumræðunum að líklega myndi kosta einhverja tugi milljóna að uppfæra slysaskráningarkerfið þannig að það myndi gagnast eins og upp var lagt með fyrir 20 árum. „Þó að það þurfi að setja 50 milljónir í byrjun og viðhalda því með nokkrum milljónum á ári er það aðeins lítill hluti sem áverkar kosta á hverju ári,“ segir Brynjólfur við mbl.is. Bendir hann á að ef hægt væri að nota niðurstöður slíkrar gagnasöfnunar til að draga úr slysum, ofbeldismálum eða sjálfskaða þó ekki væri um nema 1-10% væri samfélagslegur kostnaður samt talinn í milljörðum ár hvert.

Ráðstefnugestir á þingi um slysavarnir og öryggi ferðamanna á Grand ...
Ráðstefnugestir á þingi um slysavarnir og öryggi ferðamanna á Grand hótel í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki hægt að greina á milli hjólaslyss eða eitrunar

Sem dæmi um skort á greinanlegum upplýsignum sem hægt væri að nota til að bæta slysavarnir benti Svanfríður Anna Lárusdóttir, stjórnarkona í Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, á að 900 drengir á aldrinum 0-6 ára meiddust á ári hverju í slysum sem flokkuðust sem frístundaslys. Sagði hún að ekki væri hægt að sjá hvort þeir hefðu drukkið eiturefni úr þrifaskápum eða dottið á hausinn á hjóli.

Aðrir sem sátu í pallborði tóku undir að nauðsynlegt væri að setja aukna fjármuni í uppfærslu á grunninum, en þau voru Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Gunnar Geir Gunnarsson hjá Samgöngustofu og Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá.

Ekkert mark tekið á tölum frá Íslandi

Svanfríður benti í umræðunum á að Ísland væri talsvert á eftir í skráningarmálum slysa og á nýlegri heimsslysavarnarráðstefnu í Finnlandi hafi meðal annars komið fram að ekki væri hægt að styðjast við tölur frá Íslandi í almennilegum rannsóknum þegar kæmi að slysum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskristofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Víkurskarð er lokað

19:34 Vegurinn um Víkurskarð er enn lokaður eftir að flutningabíll þveraði veginn fyrr í dag. Unnið er að opnun vegarins að nýju og fastlega er reiknað með að hann verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Kjördæmafélag Miðflokksins stofnað

19:08 Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík, Miðflokksfélag Reykjavíkur, verður stofnað á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.  Meira »

Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal boðin út

19:07 Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal verður boðin út. Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs, að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal. Meira »

Vegan er barátta gegn ofbeldi

18:32 „Veganismi er lífsstíll þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni hagnýtingu á og ofbeldi gagnvart dýrum,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson sem lifir samkvæmt vegan lífsstílnum. Meira »

„Við erum að tala um skelfingu“

18:27 „Það ríkir ógnarástand úti í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í leiðtogaumræðum á Alþingi.  Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

18:15 Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

Bankinn verið „raunveruleikafirrtur“

17:45 Stjórnarmenn í Glitni höfðu mismikla vitneskju um lán til fjórtán starfsmanna bankans í maí árið 2008. Þeir sem komu fyrir héraðsdóm í dag voru þó nokkuð sammála um að útfærslu á umbunarkerfi hefði verið að ræða. Einn sagðist hafa orðið „sjokkeraður“ yfir því að engin veð voru á móti lánunum. Meira »

„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

18:20 „Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir dómsmálaráðherra spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt. Meira »

Stjórnarskráin verði endurskoðuð

18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag formönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi stjórnarskrárvinnu á komandi kjörtímabili. Hún byggist á þeirri framtíðarsýn að núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. Meira »

Fór fram á afsögn ráðherra

17:35 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hvatti Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra til að segja af sér vegna Landsréttarmálsins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...