„Krónan búin að vera dýrt spaug“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Golli

„Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“

Það sé orðið tímabært að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn er að lofa hana í innblásnum þjóðernisumræðum, þá er krónan búin að vera okkur dýrt spaug.“ Nefndi Þorgerður Katrín að vextir hér á landi væru fimm sinnum hærri en Finnar hafa á sínum húsnæðislánum. „Það er stærsta hagsmunamál íslenskra heimila að lækka vexti,“ sagði hún.

„Við gerum okkur grein fyrir að það er langt í umræðu um ESB,“ sagði Þorgerður Katrín og bætti við að tenging krónunnar við erlenda mynt væri eitthvað sem hægt væri að gera fyrr.

Nefndi Þorgerður Katrín Össur og Marel sem dæmi og sagði vöxt fyrirtækja þegar þau kæmust af frumkvöðlastiginu ekki eiga sér stað hér á landi. „Þegar þau eiga að vaxa, þá fara þau út út af krónunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert