Þriðjungur þingheims nýtt fólk

Fyrrverandi þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason í Framsóknarflokki, Ágúst Ólafur Ágústsson ...
Fyrrverandi þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason í Framsóknarflokki, Ágúst Ólafur Ágústsson í Samfylkingunni, Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati og Willum Þór Þórsson í Framsóknarflokki gætu sést í þingsölum á ný.

Mikil endurnýjun yrði á þingliði samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt könnuninni myndi 21 nýr þingmaður taka sæti á Alþingi eftir kosningar um næstu helgi, þriðjungur af þingsætunum 63. Þar af eru nokkur kunnugleg andlit sem áður hafa sést í þingsölum fyrir sinn flokk eða viðkomandi hafa skipt um flokk.

Meðal þessara nýju-gömlu þingmanna yrðu Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson fyrir Framsóknarflokk, Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati og Ágúst Ólafur Ágústsson í Samfylkingunni.

Þau sem gætu komist á þing fyrir aðra flokka en þau voru kjörin síðast fyrir eru Margrét Tryggvadóttir hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi og Páll Valur Björnsson hjá Samfylkingunni í Reykjavík norður. Margrét var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á árunum 2009-2013. Hún gaf kost á sér fyrir Samfylkinguna í síðustu kosningum en náði þá ekki kjöri. Páll Valur var þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi kjörtímabilið 2013-2016.

Þá eru miðflokksmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson sem kunnugt er þingmenn og fyrrverandi ráðherrar Framsóknarflokksins og kæmust báðir á þing aftur fyrir sinn nýja flokk.

Þess skal getið að við útreikning á fylgi flokka eftir kjördæmum og skiptingu þingsæta eru stundum fáir á bak við tölurnar. Vikmörk eru þá nokkuð há.

Kort/mbl.is

Lilja næði ekki kjöri

Nokkrir varaþingmenn Vinstri-grænna gætu verið á leiðinni á þing; þau Bjarni Jónsson í Norðvesturkjördæmi, Ingibjörg Þórðardóttir í Norðausturkjördæmi, Orri Páll Jóhannsson í Reykjavík suður og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir í Suðurkjördæmi. Öll tóku þau sæti á nýafstöðnu þingi nema Heiða, sauðfjárbóndi frá Ljótarstöðum. Þá er fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi, Ólafur Þór Gunnarsson, á leiðinni á þing á ný ef úrslitin verða eins og könnunin segir.

Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum, m.a. varaformanni flokksins, Lilju Alfreðsdóttur. Björt framtíð næði hvergi inn þingmönnum og heldur ekki Flokkur fólksins, sem hefur fram að þessu í skoðanakönnunum verið með menn inni. 

Björt framtíð þurrkast út

Þau sem aldrei hafa setið á Alþingi yrðu Bergþór Ólason, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir frá Miðflokki, Heiða Guðný og Halla Gunnarsdóttir frá Vinstri-grænum og Helga Vala Helgadóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Adda María Jóhannsdóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir frá Samfylkingunni.

Yrðu úrslit kosninganna eins og könnun Félagsvísindastofnunar sýnir myndu nokkrir sitjandi þingmenn detta út. Allir þingmenn Bjartrar framtíðar sem sækjast eftir endurkjöri, þ.e. þau Óttarr Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nichole Leigh Mosty, næðu ekki kjöri. Fjórir þingmenn Pírata næðu ekki endurkjöri, þau Eva Pandóra Baldursdóttir í Norðvesturkjördæmi, Einar A. Brynjólfsson í Norðausturkjördæmi og Halldóra Mogensen og Gunnar Hrafn Jónsson í Reykjavík norður.

Einnig myndu fjórir þingmenn Viðreisnar detta út, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður, Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður, Jón Steindór Valdimarsson og Pawel Bartoszek.

Þá eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sömuleiðis á leið út, ef kosið væri nú, eða Valgerður Gunnarsdóttir í Norðausturkjördæmi, Unnur Brá Konráðsdóttir í Suðurkjördæmi, Vilhjálmur Bjarnason í Suðvesturkjördæmi og Birgir Ármannsson þingflokksformaður í Reykjavík norður.

Af 21 nýjum þingmanni yrðu 10 konur en af þingi myndu átta þingkonur detta.

Könnunin var gerð dagana 16. til 19. október. Úrtakið var 3.900 manns og um var að ræða bæði síma- og netkönnun. Fjöldi svarenda var 2.395, sem er 62% þátttökuhlutfall.

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...