Þriðjungur þingheims nýtt fólk

Fyrrverandi þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason í Framsóknarflokki, Ágúst Ólafur Ágústsson ...
Fyrrverandi þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason í Framsóknarflokki, Ágúst Ólafur Ágústsson í Samfylkingunni, Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati og Willum Þór Þórsson í Framsóknarflokki gætu sést í þingsölum á ný.

Mikil endurnýjun yrði á þingliði samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt könnuninni myndi 21 nýr þingmaður taka sæti á Alþingi eftir kosningar um næstu helgi, þriðjungur af þingsætunum 63. Þar af eru nokkur kunnugleg andlit sem áður hafa sést í þingsölum fyrir sinn flokk eða viðkomandi hafa skipt um flokk.

Meðal þessara nýju-gömlu þingmanna yrðu Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson fyrir Framsóknarflokk, Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati og Ágúst Ólafur Ágústsson í Samfylkingunni.

Þau sem gætu komist á þing fyrir aðra flokka en þau voru kjörin síðast fyrir eru Margrét Tryggvadóttir hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi og Páll Valur Björnsson hjá Samfylkingunni í Reykjavík norður. Margrét var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á árunum 2009-2013. Hún gaf kost á sér fyrir Samfylkinguna í síðustu kosningum en náði þá ekki kjöri. Páll Valur var þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi kjörtímabilið 2013-2016.

Þá eru miðflokksmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson sem kunnugt er þingmenn og fyrrverandi ráðherrar Framsóknarflokksins og kæmust báðir á þing aftur fyrir sinn nýja flokk.

Þess skal getið að við útreikning á fylgi flokka eftir kjördæmum og skiptingu þingsæta eru stundum fáir á bak við tölurnar. Vikmörk eru þá nokkuð há.

Kort/mbl.is

Lilja næði ekki kjöri

Nokkrir varaþingmenn Vinstri-grænna gætu verið á leiðinni á þing; þau Bjarni Jónsson í Norðvesturkjördæmi, Ingibjörg Þórðardóttir í Norðausturkjördæmi, Orri Páll Jóhannsson í Reykjavík suður og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir í Suðurkjördæmi. Öll tóku þau sæti á nýafstöðnu þingi nema Heiða, sauðfjárbóndi frá Ljótarstöðum. Þá er fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi, Ólafur Þór Gunnarsson, á leiðinni á þing á ný ef úrslitin verða eins og könnunin segir.

Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum, m.a. varaformanni flokksins, Lilju Alfreðsdóttur. Björt framtíð næði hvergi inn þingmönnum og heldur ekki Flokkur fólksins, sem hefur fram að þessu í skoðanakönnunum verið með menn inni. 

Björt framtíð þurrkast út

Þau sem aldrei hafa setið á Alþingi yrðu Bergþór Ólason, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir frá Miðflokki, Heiða Guðný og Halla Gunnarsdóttir frá Vinstri-grænum og Helga Vala Helgadóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Adda María Jóhannsdóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir frá Samfylkingunni.

Yrðu úrslit kosninganna eins og könnun Félagsvísindastofnunar sýnir myndu nokkrir sitjandi þingmenn detta út. Allir þingmenn Bjartrar framtíðar sem sækjast eftir endurkjöri, þ.e. þau Óttarr Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nichole Leigh Mosty, næðu ekki kjöri. Fjórir þingmenn Pírata næðu ekki endurkjöri, þau Eva Pandóra Baldursdóttir í Norðvesturkjördæmi, Einar A. Brynjólfsson í Norðausturkjördæmi og Halldóra Mogensen og Gunnar Hrafn Jónsson í Reykjavík norður.

Einnig myndu fjórir þingmenn Viðreisnar detta út, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður, Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður, Jón Steindór Valdimarsson og Pawel Bartoszek.

Þá eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sömuleiðis á leið út, ef kosið væri nú, eða Valgerður Gunnarsdóttir í Norðausturkjördæmi, Unnur Brá Konráðsdóttir í Suðurkjördæmi, Vilhjálmur Bjarnason í Suðvesturkjördæmi og Birgir Ármannsson þingflokksformaður í Reykjavík norður.

Af 21 nýjum þingmanni yrðu 10 konur en af þingi myndu átta þingkonur detta.

Könnunin var gerð dagana 16. til 19. október. Úrtakið var 3.900 manns og um var að ræða bæði síma- og netkönnun. Fjöldi svarenda var 2.395, sem er 62% þátttökuhlutfall.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Skólahald leggst niður í Grímsey

17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »

Hatrið hvílist ekki lengi

16:08 Hatari heldur í tónleikaferð á fimmtudag með viðkomu á fimm stöðum á landinu. Í samtali við mbl.is segir trommugimpið Einar Stef að það hafi komið sér mest á óvart hvursu fáir þátttakendur í Eurovision tjáðu sig um málefni Ísraels og Palestínu. Meira »

Tæpur stuðningur við samninga hjá RSÍ

15:48 Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá fimm félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna liggja fyrir. Athygli vekur að í Rafiðnaðarsambandi Íslands stóð mjög tæpt að samningurinn yrði samþykktur. Meira »

Þristar til sýnis í kvöld

15:39 Fimm svo­kallaðar þrista­vél­ar, DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld milli klukkan 18 og 20. Hægt er að komast að vélunum á stæðinu norðan við Loftleiðahótelið (byggingu Icelandair) um hlið á girðingunni þar sem fánaborg er sjáanleg. Meira »

„Baráttan marklaus ef svona er liðið“

15:24 „Okkur hjá Landvernd var brugðið þegar við sáum fréttina og myndirnar frá urðunarstöðinni í Fíflholti á Mýrum,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Umræða um orkupakkann aftur hafin

14:56 Önnur umræða um þriðja orkupakkann er aftur hafin á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið í málþófi síðustu þingfundi, að sögn stuðningsmanna pakkans. Umræðan gæti staðið fram á kvöld og jafnvel nótt. Meira »

Á 164 km hraða og of seinn á hótelið

14:43 Tveir erlendir ferðamenn voru á ofsaakstri í Eldhrauni skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gær. Annar var að 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Lögreglan á Suðurlandi svipti hann ökuréttindum á staðnum. Meira »

Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund

14:37 „Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé,“ sagði Björn Leví Gunnarsson í ræðu á þingi í dag. Fyrir nákvæmlega sömu orð var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir dæmd brotleg af siðanefnd. Meira »

Synjaði 50 Bangladessum um skólavist

13:54 Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í gær að Útlendingastofnun hafi ekki verið heimilt að banna 50 manns frá Bangladess að koma til landsins til að stunda nám við Háskólann á Bifröst. Fólkið hafði ætlað að hefja nám við skólann, en Útlendingastofnun hafnaði öllum umsóknunum á grundvelli þjóðernis. Meira »

„Þetta eru bara góðar umræður“

13:15 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, vísar því á bug að um málþóf sé að ræða á Alþingi um þessar mundir. Hann tók sjö sinnum til máls í gær og Inga Sæland samflokkskona hans 5 sinnum. Meira »

Umsóknum um kennaranám fjölgar um 30%

13:04 Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands hefur fjölgað um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Meira »

„Bersýnilega málþóf“

12:32 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 6. varaforseti Alþingis, og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telja Miðflokk og Flokk fólksins vera farna að þæfa umræðuna um þriðja orkupakkann í þinginu. Stutt er eftir af þessu þingi. Meira »

Engin raunhæf úrræði í boði

12:26 Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, segir í viðtali við mbl.is að hann sé hissa á dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í morgun og að með honum sé „útilokað“ að skjólstæðingar hans hafi raunhæf úrræði til að leita réttar síns m.t.t. dóms MDE í máli þeirra. Meira »

Farið yfir aðgerðir gegn mansali og félagslegu undirboði

11:56 Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega stöðu aðgerða stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Fiskistofa bendir lögreglu á stórlaxafrétt

11:12 Fiskistofa hefur vakið athygli lögreglu á frétt sem birt var á mbl.is í gær, þar sem fjallað er um stórlax sem veiddist í grásleppunet undir Skálanesbjargi í síðustu viku. Bendir stofnunin á að ekki megi veiða lax í sjó. Meira »

Segja vanefndir á nýundirrituðum kjarasamningi

10:52 Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Meira »
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...