Hjúkrunarheimili fyrir 60 í stað 50 íbúa

Óttarr Proppé og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar skrifa undir …
Óttarr Proppé og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar skrifa undir samninginn. Ljósmynd/Velferðarráðuneytið

Úrslit samkeppni um hönnun nýs hjúkrunarheimilis í Árborg voru kynntar formlega við athöfn á Selfossi í dag. Við sama tækifæri undirrituðu heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjóri Árborgar samkomulag um stækkun heimilisins sem nemur tíu hjúkrunarrýmum.

Þetta kemur fram á vefsíðu velferðarráðuneytisins.

Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps hlutu fyrstu verðlaun en alls bárust 17 tillögur frá íslenskum og erlendum arkitektastofum. Hjúkrunarheimilið mun rísa skammt frá bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi.

Gert er ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin í ágúst 2018, framkvæmdir hefjist í október 2018 og verði lokið vorið 2020. Hjúkrunarheimilið verður fyrir 60 íbúa en upphaflega var gert ráð fyrir því að það yrði fyrir 50 íbúa.

Við athöfnina á Selfossi í dag undirrituðu Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar samkomulag þessa efnis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert