„Í þessum búningi var ég áreitt“

Saga Garðarsdóttir. Myndin er úr safni.
Saga Garðarsdóttir. Myndin er úr safni. mbl.is / Þórður

Leikkonan Saga Garðarsdóttir lýsti því á málþingi sem haldið er í Norræna húsinu í kvöld að samstarfsmaður í leikhúsi hefði áreitt hana kynferðislega, þegar hún var við störf í íslensku leikhúsi. Hún ber að vitni hafi verið að atviki þar sem hún var klipin í kynfærin, en áður hafi sami maður klipið hana í brjóstin. Í kjölfar síðara atviksins hafi hún, og vitnið sem varð að atburðinum, gengið á fund yfirmanna. Það hafi orðið til þess að maðurinn hafi ekki fengið fleiri störf hjá leikhúsinu, sem hún nefnir ekki á nafn.

Í kvöld fer fram málþing á vegum Pírata sem ber yfirskriftina „Raddir þolenda – Konur ræða kynferðisbrot“. Saga Garðarsdóttir er á meðal þeirra sem flytja erindi.

Líkami kvenna söluvara

Saga sagði við upphaf erindis síns að vandamál leikhússins fælist í hlutverkum kvenna í leikhúsi. Leikhúsið væri íhaldssamara en sjónvarp og sjónvarpsþættir og speglaði veruleika þar sem líkami og útlit kvenna væri söluvara. Í leikhúsinu væri æsku og fegurð hyglað, enda væru þar iðulega sett upp gömul verk. Í  stórum dráttum fengju konur í leikhúsum hlutverk sem óspjölluð stúlka eða norn. Á þriðja ári í leiklistaskólanum hefði runnið upp fyrir henni að hún væri nánast bara búin að leika vændiskonur. „Það gerist ótrúlega oft að það séu senur sem hefjast á því að það sé nýbúið að nauðga okkur og við séum að syrgja barnið sem við misstum fyrr í verkinu. Á meðan drekka karlarnir leikhúsviskí og rífast um óðalssetur,“ sagði Saga.

Í erindinu lýsti Saga því að vegna þess að hún væri hávaxin hefði hún oft verið látin leika karla. Hún hefði upplifað að hún gæti aldrei orðið góð leikkona því hún gæti ekki leikið „kynferðislegt rándýr“. „Ef ég er fær um að vera tælandi og seiðandi eru líkurnar á því að ég fái vinnu eða bitastætt hlutverk miklu meiri,“ sagði hún.

Hún sagði að staða nýútskrifaðra leikkvenna væri mjög veik. Leikhúsið væri karlaheimur. Karlkyns leikstjórar væru í miklum meirihluta og hlutverkin væru flest karlahlutverk.

Pressa um nánd utan leikhússins

Hún sagði að í leikhúsinu væri mikið um nánd, enda krefðust hlutverkin þess stundum, og að innan leikhússgeirans væri pressa á að nándin viðhéldist utan leiksviðsins og vinnutímans, sem væri mjög óræður. „Mörkin verða mjög brengluð og það er mjög erfitt að reyna að draga skýr mörk. Þau eru svo mikið á reiki og þú vilt ekki rugga bátnum – heldur vera hress og skemmtilegur starfsmaður,“ sagði Saga og bætti við að sá sem ekki tæki þátt þætti leiðinlegur. „Maður fer að gangast upp í þessu. Maður fer að leika þetta hlutverk í lífinu til að viðhalda þessari ímynd að maður sé hress og skemmtilegur og ekki með eitthvert vesen.“

Saga lýsti því næst atviki sem varð þegar hún starfaði í leikhúsi. Hún hefði hlutverks síns vegna þurft að klæðast mjög þröngum og afhjúpandi búningi. „Í þessum búningi var ég áreitt,“ segir Saga. Fyrst hafi karlkyns samstarfsmaður klipið hana í brjóstin eftir eina senuna.

Hún hafi rætt atvikið við eldri leikkonu sem hafi tjáð henni að maðurinn væri gjarn á að klípa þegar hann „væri fallinn“, eins og raunin hafi verið. „Svo gerist það seinna að þessi sami maður klípur mig í píkuna.“

Fékk stuðning

Hún sagði að það atvik hefði gerst fyrir framan annað fólk í leikhúsinu. Henni hefði brugðið mikið. Bekkjarbróðir hennar hefði komið til hennar og sagst vilja styðja hana með því að ganga með henni á fund yfirmanna. „Leikhúsinu til hróss var vel tekið á þessu. Hann vann ekki meira við leikhúsið,“ sagði Saga.

Hún sagði að síðar hefði maðurinn króað hana af og sagt við hana að um grín hefði verið að ræða. Hann hefði spurt hvers vegna hún gæti ekki tekið þessu gríni. Hann ætti fjölskyldu og feril við þetta hús. Hún segist hafa verið hársbreidd frá því að biðja manninn afsökunar, þannig hafi hanni liðið við þessar aðstæður. „Ég var sannfærð um að ég fengi aldrei vinnu við húsið framar,“ sagði Saga. En af því varð ekki.

Hægt er fylgjast með málþinginu, sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað, hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Landsprent í Stjörnuklúbbi prentsmiðja

08:18 Alþjóðleg samtök blaðaútgefenda, WAN-IFRA, hafa útnefnt Landsprent, prentsmiðju Morgunblaðsins, í svokallaðan Stjörnuklúbb („Star Club“) bestu blaðaprentsmiðja heims. Þar eru fyrir einungis 48 prentsmiðjur víðs vegar um heim. Meira »

Hafa áhyggjur af heróínneyslu hér

07:57 „Það er farið líta á margt sem eðlilegt í tengslum við þessa auknu neyslu og tilefni til að hafa ákveðnar áhyggjur,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Meira »

TF-LIF blindflugshæf fyrir jól

07:37 Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslu Íslands, TF-LIF, hefur verið biluð undanfarið og sökum þess ekki mátt sinna verkefnum úti á sjó að nóttu til. Meira »

Snjókoma á Öxnadalsheiði

07:00 Greiðfært er í Húnavatnssýslum en hálka eða hálkublettir eru víða í Skagafirði. Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði en snjóþekja og éljagangur er í Víkurskarði.  Meira »

Andlát: Erlingur Sigurðarson

06:50 Erlingur Sigurðarson, skáld og fv. kennari, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóvember sl., sjötugur að aldri.  Meira »

Varað við erfiðum skilyrðum

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursskilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »
VW POLO
TIL SÖLU VW POLO 1400, ÁRG. 2011, EK. 93Þ., HVÍTUR AÐ LIT. BENSÍN, BEINSKIPTUR. ...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
VILTU VITA FRAMTÍÐ ÞÍNA ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer framtíð þína. erla simi 587...
2-4 herb.húsnæði óskast til leigu
Handlaginn 39 ára einstæður faðir óskar eftir 2-4 herb. húsnæði til leigu í Reyk...