„Í þessum búningi var ég áreitt“

Saga Garðarsdóttir. Myndin er úr safni.
Saga Garðarsdóttir. Myndin er úr safni. mbl.is / Þórður

Leikkonan Saga Garðarsdóttir lýsti því á málþingi sem haldið er í Norræna húsinu í kvöld að samstarfsmaður í leikhúsi hefði áreitt hana kynferðislega, þegar hún var við störf í íslensku leikhúsi. Hún ber að vitni hafi verið að atviki þar sem hún var klipin í kynfærin, en áður hafi sami maður klipið hana í brjóstin. Í kjölfar síðara atviksins hafi hún, og vitnið sem varð að atburðinum, gengið á fund yfirmanna. Það hafi orðið til þess að maðurinn hafi ekki fengið fleiri störf hjá leikhúsinu, sem hún nefnir ekki á nafn.

Í kvöld fer fram málþing á vegum Pírata sem ber yfirskriftina „Raddir þolenda – Konur ræða kynferðisbrot“. Saga Garðarsdóttir er á meðal þeirra sem flytja erindi.

Líkami kvenna söluvara

Saga sagði við upphaf erindis síns að vandamál leikhússins fælist í hlutverkum kvenna í leikhúsi. Leikhúsið væri íhaldssamara en sjónvarp og sjónvarpsþættir og speglaði veruleika þar sem líkami og útlit kvenna væri söluvara. Í leikhúsinu væri æsku og fegurð hyglað, enda væru þar iðulega sett upp gömul verk. Í  stórum dráttum fengju konur í leikhúsum hlutverk sem óspjölluð stúlka eða norn. Á þriðja ári í leiklistaskólanum hefði runnið upp fyrir henni að hún væri nánast bara búin að leika vændiskonur. „Það gerist ótrúlega oft að það séu senur sem hefjast á því að það sé nýbúið að nauðga okkur og við séum að syrgja barnið sem við misstum fyrr í verkinu. Á meðan drekka karlarnir leikhúsviskí og rífast um óðalssetur,“ sagði Saga.

Í erindinu lýsti Saga því að vegna þess að hún væri hávaxin hefði hún oft verið látin leika karla. Hún hefði upplifað að hún gæti aldrei orðið góð leikkona því hún gæti ekki leikið „kynferðislegt rándýr“. „Ef ég er fær um að vera tælandi og seiðandi eru líkurnar á því að ég fái vinnu eða bitastætt hlutverk miklu meiri,“ sagði hún.

Hún sagði að staða nýútskrifaðra leikkvenna væri mjög veik. Leikhúsið væri karlaheimur. Karlkyns leikstjórar væru í miklum meirihluta og hlutverkin væru flest karlahlutverk.

Pressa um nánd utan leikhússins

Hún sagði að í leikhúsinu væri mikið um nánd, enda krefðust hlutverkin þess stundum, og að innan leikhússgeirans væri pressa á að nándin viðhéldist utan leiksviðsins og vinnutímans, sem væri mjög óræður. „Mörkin verða mjög brengluð og það er mjög erfitt að reyna að draga skýr mörk. Þau eru svo mikið á reiki og þú vilt ekki rugga bátnum – heldur vera hress og skemmtilegur starfsmaður,“ sagði Saga og bætti við að sá sem ekki tæki þátt þætti leiðinlegur. „Maður fer að gangast upp í þessu. Maður fer að leika þetta hlutverk í lífinu til að viðhalda þessari ímynd að maður sé hress og skemmtilegur og ekki með eitthvert vesen.“

Saga lýsti því næst atviki sem varð þegar hún starfaði í leikhúsi. Hún hefði hlutverks síns vegna þurft að klæðast mjög þröngum og afhjúpandi búningi. „Í þessum búningi var ég áreitt,“ segir Saga. Fyrst hafi karlkyns samstarfsmaður klipið hana í brjóstin eftir eina senuna.

Hún hafi rætt atvikið við eldri leikkonu sem hafi tjáð henni að maðurinn væri gjarn á að klípa þegar hann „væri fallinn“, eins og raunin hafi verið. „Svo gerist það seinna að þessi sami maður klípur mig í píkuna.“

Fékk stuðning

Hún sagði að það atvik hefði gerst fyrir framan annað fólk í leikhúsinu. Henni hefði brugðið mikið. Bekkjarbróðir hennar hefði komið til hennar og sagst vilja styðja hana með því að ganga með henni á fund yfirmanna. „Leikhúsinu til hróss var vel tekið á þessu. Hann vann ekki meira við leikhúsið,“ sagði Saga.

Hún sagði að síðar hefði maðurinn króað hana af og sagt við hana að um grín hefði verið að ræða. Hann hefði spurt hvers vegna hún gæti ekki tekið þessu gríni. Hann ætti fjölskyldu og feril við þetta hús. Hún segist hafa verið hársbreidd frá því að biðja manninn afsökunar, þannig hafi hanni liðið við þessar aðstæður. „Ég var sannfærð um að ég fengi aldrei vinnu við húsið framar,“ sagði Saga. En af því varð ekki.

Hægt er fylgjast með málþinginu, sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað, hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bergþór fékk fyrsta laxinn

07:33 Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun.   Meira »

Bjartur dagur fram undan

06:54 Í dag er bjartur og fallegur dagur í vændum, þótt ekki verði mjög hlýtt þar sem vindur stendur af hafi og vegna þess hve kaldur sjórinn er hefur sjávarhitinn mikil áhrif á lofthitann. Spáð er allt að 16 stiga hita í dag en hlýjast verður á Suðurlandi. Meira »

Slasaðist á leið úr bíói

05:48 Kona var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans um klukkan 20 í gærkvöldi eftir að hafa dottið í tröppum þegar hún var að koma út úr Smárabíói. Meira »

HM eykur áhuga

05:30 Áhugi á Íslandi og íslenska landsliðinu í knattspyrnu hefur margfaldast eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór af stað. Meira »

Efla flýr myglu á Höfðabakkanum

05:30 Á næstu mánuðum verður starfsemi verkfræðistofunnar Eflu flutt af Höfðabakka í Reykjavík, en í byggingunni þar hafa greinst rakaskemmdir og mygla, sem kallar á umfangsmiklar viðgerðir. Meira »

Eyjamenn geta fagnað rallinu í ár

05:30 Aukning í holuábúð lunda mælist í Vestmannaeyjum og víðar í kringum Suðurland. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýafstaðins lundaralls en því lauk í Eyjum sl. mánudag. Fækkun mælist á Vesturlandi en ekki er ljóst hvað veldur. Meira »

Þjóðverjar vilja íslenskt grænmeti

05:30 Varanleg áhrif af opnun verslunar Costco hér á landi á sölu á íslensku grænmeti eru takmörkuð. Þetta segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Meira »

Leita upplýsinga og sjónarmiða RÚV

05:30 „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem keppinautar á auglýsingamarkaði kvarta yfir þátttöku RÚV á markaðnum. Það er búið að fjalla um það af hálfu stjórnvalda áður,“ segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Staða kynjanna að jafnast

05:30 Kynjahlutfall í nefndum á vegum ráðuneytanna hefur aldrei verið jafnara, bæði hvað varðar hlutfall í nefndum skipuðum á starfsárinu 2017 og í öðrum starfandi nefndum árið 2017. Meira »

Málið á milli ríkisins og ganganna

05:30 „Í þessu tilviki er um að ræða málefni Vaðlaheiðarganga og íslenska ríkisins og það tengist okkur ekki.“ Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður út í meinta skuld fyrirtækisins við Vaðlaheiðargöng hf. Meira »

Andlát: Poul Mohr, fv. ræðismaður í Færeyjum

05:30 Poul Mohr lést 16. júní síðastliðinn, 88 ára að aldri. Mohr var kjörræðismaður Íslands í Færeyjum í 22 ár, frá árinu 1985 allt til ársins 2007 þegar Ísland opnaði sendiskrifstofu í Þórshöfn. Meira »

Gekk örna sinna rétt hjá salerni

05:30 Enn virðist vera algengt að ferðamenn gangi örna sinna á almannafæri. Dóra Sigurðardóttir, bóndi á Vatnsdalshólum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, kom að ferðamanni, konu, að ganga örna sinna á túni skammt frá bæ Dóru á dögunum. Meira »

Eldur í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg

00:17 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg 176 laust fyrir klukkan hálftólf í kvöld. Meira »

Telja endurskipun í stöðu framkvæmdastjóra LÍN ófaglega

00:04 Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðuneytis við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Meira »

Sólríkt í höfuðborginni á morgun

Í gær, 22:33 Heiðskírt verður á höfuðborgarsvæðinu mestan hluta morgundagsins og von er á fjölmörgum sólskinsstundum. „Ef þetta gengur allt eftir eins og við erum að vona þá léttir til seinni part nætur og verður orðið heiðskírt þegar fólk fer til vinnu [á morgun]. Það verður ágætlega bjart yfir á morgun, en svo er ballið búið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Heitar umræður í borgarstjórn

Í gær, 21:50 Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Meira »

Páfagaukur eyðir nóttinni hjá lögreglu

Í gær, 21:33 Hópur erlendra ferðamanna sem voru staddir við höfnina á Húsavík í dag ráku upp stór augu þegar páfagaukur kom fljúgandi að þeim og tyllti sér á öxlina á einum ferðamanninum. Meira »

Tók HM-klippinguna alla leið

Í gær, 21:19 „Maður verður að taka þetta alla leið, það þýðir ekkert annað,“ segir Ýr Sigurðardóttir sem fór alla leið með HM-hárgreiðsluna í ár, en rakarinn hennar, Fabian á stofunni Jacas í Orlando í Bandaríkjunum, lét höfuð Ýrar líta út eins og fótbolta. Meira »

Draumurinn kviknaði við fermingu

Í gær, 20:49 Sesselja Borg, 19 ára gömul ballettdansmær, hlaut nýverið inngöngu á atvinnudansnámsbraut við hinn virta Joffrey ballettskóla í New York. Sesselja hefur dansað ballett frá þriggja ára aldri og hefur hún tvisvar sinnum verið valin til þess að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri ballettkeppni. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...