„Í þessum búningi var ég áreitt“

Saga Garðarsdóttir. Myndin er úr safni.
Saga Garðarsdóttir. Myndin er úr safni. mbl.is / Þórður

Leikkonan Saga Garðarsdóttir lýsti því á málþingi sem haldið er í Norræna húsinu í kvöld að samstarfsmaður í leikhúsi hefði áreitt hana kynferðislega, þegar hún var við störf í íslensku leikhúsi. Hún ber að vitni hafi verið að atviki þar sem hún var klipin í kynfærin, en áður hafi sami maður klipið hana í brjóstin. Í kjölfar síðara atviksins hafi hún, og vitnið sem varð að atburðinum, gengið á fund yfirmanna. Það hafi orðið til þess að maðurinn hafi ekki fengið fleiri störf hjá leikhúsinu, sem hún nefnir ekki á nafn.

Í kvöld fer fram málþing á vegum Pírata sem ber yfirskriftina „Raddir þolenda – Konur ræða kynferðisbrot“. Saga Garðarsdóttir er á meðal þeirra sem flytja erindi.

Líkami kvenna söluvara

Saga sagði við upphaf erindis síns að vandamál leikhússins fælist í hlutverkum kvenna í leikhúsi. Leikhúsið væri íhaldssamara en sjónvarp og sjónvarpsþættir og speglaði veruleika þar sem líkami og útlit kvenna væri söluvara. Í leikhúsinu væri æsku og fegurð hyglað, enda væru þar iðulega sett upp gömul verk. Í  stórum dráttum fengju konur í leikhúsum hlutverk sem óspjölluð stúlka eða norn. Á þriðja ári í leiklistaskólanum hefði runnið upp fyrir henni að hún væri nánast bara búin að leika vændiskonur. „Það gerist ótrúlega oft að það séu senur sem hefjast á því að það sé nýbúið að nauðga okkur og við séum að syrgja barnið sem við misstum fyrr í verkinu. Á meðan drekka karlarnir leikhúsviskí og rífast um óðalssetur,“ sagði Saga.

Í erindinu lýsti Saga því að vegna þess að hún væri hávaxin hefði hún oft verið látin leika karla. Hún hefði upplifað að hún gæti aldrei orðið góð leikkona því hún gæti ekki leikið „kynferðislegt rándýr“. „Ef ég er fær um að vera tælandi og seiðandi eru líkurnar á því að ég fái vinnu eða bitastætt hlutverk miklu meiri,“ sagði hún.

Hún sagði að staða nýútskrifaðra leikkvenna væri mjög veik. Leikhúsið væri karlaheimur. Karlkyns leikstjórar væru í miklum meirihluta og hlutverkin væru flest karlahlutverk.

Pressa um nánd utan leikhússins

Hún sagði að í leikhúsinu væri mikið um nánd, enda krefðust hlutverkin þess stundum, og að innan leikhússgeirans væri pressa á að nándin viðhéldist utan leiksviðsins og vinnutímans, sem væri mjög óræður. „Mörkin verða mjög brengluð og það er mjög erfitt að reyna að draga skýr mörk. Þau eru svo mikið á reiki og þú vilt ekki rugga bátnum – heldur vera hress og skemmtilegur starfsmaður,“ sagði Saga og bætti við að sá sem ekki tæki þátt þætti leiðinlegur. „Maður fer að gangast upp í þessu. Maður fer að leika þetta hlutverk í lífinu til að viðhalda þessari ímynd að maður sé hress og skemmtilegur og ekki með eitthvert vesen.“

Saga lýsti því næst atviki sem varð þegar hún starfaði í leikhúsi. Hún hefði hlutverks síns vegna þurft að klæðast mjög þröngum og afhjúpandi búningi. „Í þessum búningi var ég áreitt,“ segir Saga. Fyrst hafi karlkyns samstarfsmaður klipið hana í brjóstin eftir eina senuna.

Hún hafi rætt atvikið við eldri leikkonu sem hafi tjáð henni að maðurinn væri gjarn á að klípa þegar hann „væri fallinn“, eins og raunin hafi verið. „Svo gerist það seinna að þessi sami maður klípur mig í píkuna.“

Fékk stuðning

Hún sagði að það atvik hefði gerst fyrir framan annað fólk í leikhúsinu. Henni hefði brugðið mikið. Bekkjarbróðir hennar hefði komið til hennar og sagst vilja styðja hana með því að ganga með henni á fund yfirmanna. „Leikhúsinu til hróss var vel tekið á þessu. Hann vann ekki meira við leikhúsið,“ sagði Saga.

Hún sagði að síðar hefði maðurinn króað hana af og sagt við hana að um grín hefði verið að ræða. Hann hefði spurt hvers vegna hún gæti ekki tekið þessu gríni. Hann ætti fjölskyldu og feril við þetta hús. Hún segist hafa verið hársbreidd frá því að biðja manninn afsökunar, þannig hafi hanni liðið við þessar aðstæður. „Ég var sannfærð um að ég fengi aldrei vinnu við húsið framar,“ sagði Saga. En af því varð ekki.

Hægt er fylgjast með málþinginu, sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað, hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

Í gær, 18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

Í gær, 18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Í gær, 18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

Í gær, 17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Í gær, 17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

Í gær, 16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

Í gær, 16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

Í gær, 16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í gær, 15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

Í gær, 15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

Í gær, 14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

Í gær, 14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...