„Í þessum búningi var ég áreitt“

Saga Garðarsdóttir. Myndin er úr safni.
Saga Garðarsdóttir. Myndin er úr safni. mbl.is / Þórður

Leikkonan Saga Garðarsdóttir lýsti því á málþingi sem haldið er í Norræna húsinu í kvöld að samstarfsmaður í leikhúsi hefði áreitt hana kynferðislega, þegar hún var við störf í íslensku leikhúsi. Hún ber að vitni hafi verið að atviki þar sem hún var klipin í kynfærin, en áður hafi sami maður klipið hana í brjóstin. Í kjölfar síðara atviksins hafi hún, og vitnið sem varð að atburðinum, gengið á fund yfirmanna. Það hafi orðið til þess að maðurinn hafi ekki fengið fleiri störf hjá leikhúsinu, sem hún nefnir ekki á nafn.

Í kvöld fer fram málþing á vegum Pírata sem ber yfirskriftina „Raddir þolenda – Konur ræða kynferðisbrot“. Saga Garðarsdóttir er á meðal þeirra sem flytja erindi.

Líkami kvenna söluvara

Saga sagði við upphaf erindis síns að vandamál leikhússins fælist í hlutverkum kvenna í leikhúsi. Leikhúsið væri íhaldssamara en sjónvarp og sjónvarpsþættir og speglaði veruleika þar sem líkami og útlit kvenna væri söluvara. Í leikhúsinu væri æsku og fegurð hyglað, enda væru þar iðulega sett upp gömul verk. Í  stórum dráttum fengju konur í leikhúsum hlutverk sem óspjölluð stúlka eða norn. Á þriðja ári í leiklistaskólanum hefði runnið upp fyrir henni að hún væri nánast bara búin að leika vændiskonur. „Það gerist ótrúlega oft að það séu senur sem hefjast á því að það sé nýbúið að nauðga okkur og við séum að syrgja barnið sem við misstum fyrr í verkinu. Á meðan drekka karlarnir leikhúsviskí og rífast um óðalssetur,“ sagði Saga.

Í erindinu lýsti Saga því að vegna þess að hún væri hávaxin hefði hún oft verið látin leika karla. Hún hefði upplifað að hún gæti aldrei orðið góð leikkona því hún gæti ekki leikið „kynferðislegt rándýr“. „Ef ég er fær um að vera tælandi og seiðandi eru líkurnar á því að ég fái vinnu eða bitastætt hlutverk miklu meiri,“ sagði hún.

Hún sagði að staða nýútskrifaðra leikkvenna væri mjög veik. Leikhúsið væri karlaheimur. Karlkyns leikstjórar væru í miklum meirihluta og hlutverkin væru flest karlahlutverk.

Pressa um nánd utan leikhússins

Hún sagði að í leikhúsinu væri mikið um nánd, enda krefðust hlutverkin þess stundum, og að innan leikhússgeirans væri pressa á að nándin viðhéldist utan leiksviðsins og vinnutímans, sem væri mjög óræður. „Mörkin verða mjög brengluð og það er mjög erfitt að reyna að draga skýr mörk. Þau eru svo mikið á reiki og þú vilt ekki rugga bátnum – heldur vera hress og skemmtilegur starfsmaður,“ sagði Saga og bætti við að sá sem ekki tæki þátt þætti leiðinlegur. „Maður fer að gangast upp í þessu. Maður fer að leika þetta hlutverk í lífinu til að viðhalda þessari ímynd að maður sé hress og skemmtilegur og ekki með eitthvert vesen.“

Saga lýsti því næst atviki sem varð þegar hún starfaði í leikhúsi. Hún hefði hlutverks síns vegna þurft að klæðast mjög þröngum og afhjúpandi búningi. „Í þessum búningi var ég áreitt,“ segir Saga. Fyrst hafi karlkyns samstarfsmaður klipið hana í brjóstin eftir eina senuna.

Hún hafi rætt atvikið við eldri leikkonu sem hafi tjáð henni að maðurinn væri gjarn á að klípa þegar hann „væri fallinn“, eins og raunin hafi verið. „Svo gerist það seinna að þessi sami maður klípur mig í píkuna.“

Fékk stuðning

Hún sagði að það atvik hefði gerst fyrir framan annað fólk í leikhúsinu. Henni hefði brugðið mikið. Bekkjarbróðir hennar hefði komið til hennar og sagst vilja styðja hana með því að ganga með henni á fund yfirmanna. „Leikhúsinu til hróss var vel tekið á þessu. Hann vann ekki meira við leikhúsið,“ sagði Saga.

Hún sagði að síðar hefði maðurinn króað hana af og sagt við hana að um grín hefði verið að ræða. Hann hefði spurt hvers vegna hún gæti ekki tekið þessu gríni. Hann ætti fjölskyldu og feril við þetta hús. Hún segist hafa verið hársbreidd frá því að biðja manninn afsökunar, þannig hafi hanni liðið við þessar aðstæður. „Ég var sannfærð um að ég fengi aldrei vinnu við húsið framar,“ sagði Saga. En af því varð ekki.

Hægt er fylgjast með málþinginu, sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað, hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Draga úr vægi greininga í skólastarfi

16:10 Einfalda á stoðkerfi við börn með sérstakar þarfir í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar á með það að markmiði að veita börnum þjónustu í nærumhverfi þeirra. Þetta er meðal aðgerða sem farið verður í á árunum 2019 til 2021 samkvæmt nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Meira »

Rannsókn á neðri hæðinni lokið

16:03 Rannsókn lögreglu á neðri hæð hússins á Hvaleyrarbraut 39, sem brann um helgina, er nú lokið og hefur hún verið afhent tryggingafélagi eigenda. Þetta segir Skúli Jóns­son stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. Meira »

„Þvílíkur formaður!“

15:55 „[H]ann í alvöru skáldar upp sakir á félagsmann og síðan fær hann rekinn úr félaginu. Þvílíkur leiðtogi !! Þvílíkur formaður !!“ Þetta skrifar Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, á Facebook-síðu framboðslista síns, og vísar til gjörða núverandi formanns, Jónasar Garðarssonar. Meira »

Báðar uppsagnirnar réttmætar

15:13 Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku nátúrunnar. Í úttektinni er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Meira »

Upptaka frá blaðamannafundi OR

15:02 Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. Meira »

Frétti af fundinum í fjölmiðlum

14:38 Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

14:19 Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Grjótháls rétt fyrir klukkan tvö í dag. Nokkrar tafir hafa orðið á umferð vegna slyssins. Meira »

Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

14:08 Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Aftanákeyrsla á Akureyri

13:56 Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann ók aftan á bíl ferðaþjónustu fatlaðra á Hlíðarbraut á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Meira »

Krefst þess að Stundin biðjist afsökunar

13:34 Sendiherra Póllands á Íslandi segir frétt Stundarinnar, um að leiðtogar Póllands hafi marsérað um götur Varsjár í fjölmenngri göngu ásamt nýfasistum, sé móðgandi fyrir pólsku þjóðina. Meira »

500 þúsund vörur á Já.is

13:15 Allt vöruúrval íslenskra vefverslana er nú orðið aðgengilegt á nýjum vef Já.is sem settur var í loftið í dag. Þar má skoða yfir 500 þúsund vörur frá yfir 300 íslenskum vefverslunum og er markmiðið að auðvelda Íslendingum að gera góð kaup á netinu hjá íslenskum kaupmönnum. Meira »

Róðurinn í innanlandsfluginu þungur

13:01 Ásókn millilandaflugfélaganna í starfsfólk, gengi krónunnar og hækkandi olíuverð hefur komið niður á rekstri Flugfélagsins Ernis. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir farþegum í innanlandsflugi hafa farið fækkandi í ár. Meira »

Eldur um borð í báti í Hafnarfirði

12:56 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu vegna elds um borð í báti í Hafnarfjarðarhöfn. Tveir menn voru um borð þegar eldurinn kom upp. Meira »

Sagafilm hlýtur Hvatningaverðlaun jafnréttismála 2018

12:25 Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra veitti Sagafilm Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2018 á fundi um Jafnréttismál sem haldinn var í Háskóla Íslands í morgun. Meira »

Liðkar fyrir flugi til Asíu

11:55 Ákvörðun rússneskra stjórnvalda um að gera ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem vilja nota Síberíuflug­leiðina haldi jafn­framt uppi beinu áætl­un­ar­flugi til áfangastaðar í Rússlandi breytir engum áætlunum hjá Icelandair. Þetta segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Ákvörðunin liðkar hins vegar fyrir áætlunarflugi til Asíu í nánustu framtíð. Meira »

Blaðamannafundur vegna OR-málsins

11:54 Orkuveita Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 15:00 þar sem niðurstaða úttektar innri endurskoðunar á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum verður kynnt. Meira »

Mánudags-Margeir gagnrýnir samfélagið

11:41 „Nú fyrir helgi var gefin út viðvörun til íslenskra foreldra í jólabókaflóðinu að þar leyndist stórhættulegur áróðurspési. Hann er skrifaður af konu sem áður var sveitaballadrottning. Í bókinni „Lára fer til læknis” er reynt að telja börnum undir grunnskólaaldri trú um að karlar séu læknar og konur séu hjúkrunarfræðingar.“ Meira »

Andri settur ríkislögmaður í bótanefndinni

11:32 Andri Árnason lögmaður hefur verið skipaður settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru nú haust um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Frá þessi er greint í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Skjánotkun barna er að verða vandamál

11:26 Skjánotkun barna er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Við höfum tilhneigingu til að vera alltaf með síma eða tölvur við hendina. Fólk horfir frekar á heiminn í gegnum skjái heldur en að eiga bein samskipti þar sem það horfist í augu og nú er svo komið að mörg börn geta ekki sest að matarborðinu án þess að hafa síma eða tölvu við hendina. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...