Finna að stjórnsýslunni

Lent á neyðarbrautinni.
Lent á neyðarbrautinni. mbl.is/RAX

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gerir athugasemdir við stjórnsýslu Isavia og Samgöngustofu við lokun flugbrautar 06/24, svokallaðrar neyðarbrautar, á Reykjavíkurflugvelli. Ráðuneytið hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við stofnanirnar.

Neyðarbrautinni var lokað eftir að Hæstiréttur dæmdi Reykjavíkurborg í vil í máli hennar og ríkisins. Það hefur í för með sér að þótt ráðuneytið telji að Isavia hafi ekki staðið rétt að lokuninni og Samgöngustofa ekki brugðist rétt við verður flugbrautin áfram lokuð. Þá hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir sem skerða möguleika á notkun hennar svo sem sala á landi undir brautinni í Skerjafirði og úthlutun byggingarréttar við Hlíðarenda. Ráðuneytið vekur athygli á því að þrátt fyrir að Isavia hafi tilkynnt um tímabundna lokun brautarinnar sé búið að loka henni varanlega ef mið er tekið af núgildandi flugmálahandbók.

Samgöngustofa hefur ekki samþykkt lokun flugbrautarinnar, eins og áskilið er, eða tillögur Isavia um ráðstafanir í kjölfarið. Þá hefur Samgöngustofa að mati ráðuneytisins ekki brugðist við þótt Isavia hafi ekki farið að fyrirmælum stofnunarinnar.

Samgönguráðuneytið hefur lagt fyrir Isavia að gera áætlun um að bregðast við þeim ágöllum sem voru á lokun brautarinnar. Jafnframt er því beint til Samgöngustofu að þess verði gætt að Isavia uppfylli laga- og reglugerðarákvæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert