Hærri tollar og stærra bákn með inngöngu í ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Hanna

Aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér fjölgun tollvarða um nokkur hundruð og hækkun á tolli á flestum vörum auk þess sem meirihluti tekna af tollheimtu rynni til Evrópusambandsins. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um ut­an­rík­is­viðskipti Íslands og þátt­töku í fríversl­un­ar­viðræðum EFTA sem utanríkisráðuneytið kynnti á dögunum. 

„Við erum með frjálslyndari viðskiptastefnu en Evrópusambandið og því er ómögulegt fyrir okkur sem höfum frjálslyndar stjórnmálaskoðanir að styðja aðild að Evrópusambandinu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 

Í gögnum sem tengjast aðildarviðræðunum kemur fram að aðild að tollabandalagi ESB hefði kallað á margvíslegar kerfisbreytingar. Ein þeirra væri upptaka 15-20 nýrra tollatölvukerfa en kostnaðurinn við þá einu breytingu er áætlaður 3,8 milljarðar íslenskra króna. 

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir rúmri viku bera mun fleiri toll­skrár­núm­er hér á landi eng­an al­menn­an toll borið sam­an við fjölda toll­skrár­núm­era í ríkj­um ESB og í hinum EFTA-ríkj­un­um. Þá er meðaltoll­ur lægri hér á landi en í ná­granna­lönd­un­um.  Í dag er hlut­fall þeirra toll­skrár­núm­era sem ekki bera neinn toll rétt tæp­lega 90% samanborið við 26% hjá ESB. 

Með inngöngu færi hlutfallið niður í 26%. Við sæjum tolla setta á vörur sem við erum löngu búin að fella tolla af og viðskiptaumhverfi okkar myndi flækjast,“ segir Guðlaugur Þór. Hann nefnir einnig að Ísland verndi aðeins lítinn hluta af landbúnaði sínum en Evrópuríkin verndi fleiri greinar. 

Veruleg fjölgun hjá tollinum

Auk þess þyrfti að fjölga tollvörðum. Hjá íslenskum tollyfirvöldum störfuðu 168 manns við tollamál en hjá tollyfirvöldum á Möltu (415.000 íbúar) störfuðu um 430 manns, og í Lúxemborg (500.000 íbúar) störfuðu um 495 manns. Í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB segir að í ljósi stærðargráðu þess verkefnis sem íslensk tollyfirvöld standi frammi fyrir í tengslum við ESB-aðild þyrfti að auka við starfsmannafjöldann.

Guðlaugur Þór segir að Ísland sé skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Með því að versla við önnur lönd hafi þjóðin komist í bjargálnir. 

Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu fyrir 100 árum en nú erum við ein sú ríkasta. Þetta hefði aldrei getað gerst ef við hefðum ekki fengið aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir öðrum.“

Mýta um 90%

Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Alberti Guðmundssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins, leiddi í ljós að Ísland tæki aðeins 13% af gerðum Evrópusambandsins en ekki 90% eins og oft hefur verið nefnt í þessu samhengi að sögn ráðherra. 

„Það hefur verið mikil óánægja meðal aðildarríkja með að fá mikið af lögum, reglugerðum og tilskipunum frá ESB,“ segir Guðlaugur Þór. „Hér hefur borið á gagnrýni á innleiðingu gerða vegna EES-samningsins en það má færa rök fyrir því að kostnaðurinn sé tiltölulega lítill fyrir að hafa aðgang að þessum markaði. Ef við færum inn í sambandið værum við í allt annarri stöðu því það er stór munur á 13% og 100%.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...