Hærri tollar og stærra bákn með inngöngu í ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Hanna

Aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér fjölgun tollvarða um nokkur hundruð og hækkun á tolli á flestum vörum auk þess sem meirihluti tekna af tollheimtu rynni til Evrópusambandsins. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um ut­an­rík­is­viðskipti Íslands og þátt­töku í fríversl­un­ar­viðræðum EFTA sem utanríkisráðuneytið kynnti á dögunum. 

„Við erum með frjálslyndari viðskiptastefnu en Evrópusambandið og því er ómögulegt fyrir okkur sem höfum frjálslyndar stjórnmálaskoðanir að styðja aðild að Evrópusambandinu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 

Í gögnum sem tengjast aðildarviðræðunum kemur fram að aðild að tollabandalagi ESB hefði kallað á margvíslegar kerfisbreytingar. Ein þeirra væri upptaka 15-20 nýrra tollatölvukerfa en kostnaðurinn við þá einu breytingu er áætlaður 3,8 milljarðar íslenskra króna. 

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir rúmri viku bera mun fleiri toll­skrár­núm­er hér á landi eng­an al­menn­an toll borið sam­an við fjölda toll­skrár­núm­era í ríkj­um ESB og í hinum EFTA-ríkj­un­um. Þá er meðaltoll­ur lægri hér á landi en í ná­granna­lönd­un­um.  Í dag er hlut­fall þeirra toll­skrár­núm­era sem ekki bera neinn toll rétt tæp­lega 90% samanborið við 26% hjá ESB. 

Með inngöngu færi hlutfallið niður í 26%. Við sæjum tolla setta á vörur sem við erum löngu búin að fella tolla af og viðskiptaumhverfi okkar myndi flækjast,“ segir Guðlaugur Þór. Hann nefnir einnig að Ísland verndi aðeins lítinn hluta af landbúnaði sínum en Evrópuríkin verndi fleiri greinar. 

Veruleg fjölgun hjá tollinum

Auk þess þyrfti að fjölga tollvörðum. Hjá íslenskum tollyfirvöldum störfuðu 168 manns við tollamál en hjá tollyfirvöldum á Möltu (415.000 íbúar) störfuðu um 430 manns, og í Lúxemborg (500.000 íbúar) störfuðu um 495 manns. Í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB segir að í ljósi stærðargráðu þess verkefnis sem íslensk tollyfirvöld standi frammi fyrir í tengslum við ESB-aðild þyrfti að auka við starfsmannafjöldann.

Guðlaugur Þór segir að Ísland sé skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Með því að versla við önnur lönd hafi þjóðin komist í bjargálnir. 

Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu fyrir 100 árum en nú erum við ein sú ríkasta. Þetta hefði aldrei getað gerst ef við hefðum ekki fengið aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir öðrum.“

Mýta um 90%

Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Alberti Guðmundssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins, leiddi í ljós að Ísland tæki aðeins 13% af gerðum Evrópusambandsins en ekki 90% eins og oft hefur verið nefnt í þessu samhengi að sögn ráðherra. 

„Það hefur verið mikil óánægja meðal aðildarríkja með að fá mikið af lögum, reglugerðum og tilskipunum frá ESB,“ segir Guðlaugur Þór. „Hér hefur borið á gagnrýni á innleiðingu gerða vegna EES-samningsins en það má færa rök fyrir því að kostnaðurinn sé tiltölulega lítill fyrir að hafa aðgang að þessum markaði. Ef við færum inn í sambandið værum við í allt annarri stöðu því það er stór munur á 13% og 100%.“

mbl.is

Innlent »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

17:08 „Það er mjög vel haldið utanum okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »

Fann pabba sinn eftir 18 ára leit

10:26 Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að hún hafði verið rangfeðruð, þótt faðernið hefði verið staðfest með blóðrannsókn fyrir dómi á sínum tíma. Hún hóf leit að réttum föður og hefur nú fundið hann eftir 18 ára leit. Þjóðskrá skráir hann þó ekki sem föður hennar jafnvel þótt DNA-próf liggi fyrir. Meira »

Rúða brotnaði í flugstjórnarklefanum

08:34 Farþegavél Icelandair á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur var snúið við og henni lent á Bagotville-flugvellinum í Quebec í Kanada vegna neyðartilfellis. Farþegar í vélinni greina frá atburðarásinni á Twitter og segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt að vinstri rúða í flugstjórnarklefanum hafi brotnað. Meira »

Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

08:18 „Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Við höfum því lítið annað gert en að framleiða Bragga því það fer mikil handavinna í þetta,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristjánsbakarís á Akureyri. Meira »

Mikilvægt að fylgjast með veðurspám

08:05 Með morgninum er búist við vaxandi suðvestlægri átt og upp úr hádegi má búast við hvassviðri eða stormi víða um land með skúrum, en léttir til um landið norðvestanvert. Í kvöld bætir enn í vindinn og útlit er fyrir að hviður geti farið upp í um 40 metra á sekúndu á norðan- og norðaustanverðu landinu. Meira »

Opna á samninga um yfirtöku vallarins

07:57 Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir því að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar afli gagna til að gera viðskipta- eða rekstraráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og kanna áhrif fjölgunar farþega með auknu millilandaflugi og rekstrargrundvöll vallarins. Meira »

Veittu ökuníðingi eftirför

07:41 Um klukkan tvö í nótt veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumanni eftirför sem virti ekki fyrirmæli um að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður við Bolöldu eftir að lögreglubifreið hafði verið ekið utan í bifreið hans. Meira »

Sprengt verður þrisvar á dag

07:37 Miklar framkvæmdir standa yfir á lóð Landspítalans vegna byggingar nýs Landspítala. Nýlega hófust framkvæmdir vegna jarðvinnu við Barnaspítalann. Meira »

Óháðir leggi mat á kröfur

05:30 Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Meira »
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...