Verður erfitt að mynda ríkisstjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að miðað við niðurstöðu kosninga verði erfitt að mynda ríkisstjórn. Hann segir að það stefni í að aldrei hafi jafn margir flokkar farið á þing og að skilaboð kjósenda hafi aldrei verið jafn ólík.

Sigmundur ræddi við mbl.is eftir að formenn flokkanna ræddu saman í kosningasjónvarpi RÚV í nótt. Sagði hann að Miðflokkurinn hefði talað fyrir ákveðinni stefnu og það virtist vera sem hún hefði fengið mikinn hljómgrunn. Sagði hann að það liti út fyrir að Miðflokkurinn gæti orðið stærsta nýja framboð hér á landi frá upphafi.

Spurður um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður segir Sigmundur að slíkt verði erfitt. Þannig sé ljóst að möguleg stjórn Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar verði ekki að veruleika. Spurningin sé hvort þeir flokkar muni sækja til fimmta flokks eða hvort byrjað verði á grunni. Segist hann telja síðari kostinn líklegri.

Miðflokkurinn hefur verið nokkuð harður á ákveðnu máli er varða bankana og arðgreiðslur úr þeim. Spurður hvort fylgi Miðflokksins muni duga til að fara í svo stórt mál segir Sigmundur að það fari eftir því hvernig fylgið skiptist að öðru leyti. Segir hann markmið flokksins ekki eftirgefanleg, en að á þessum tímapunkti sé of snemmt að segja til um hversu sterk samningsstaðan sé.

mbl.is

Innlent »

Braut allt og bramlaði

06:00 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í heimahús í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt þar sem sonurinn á heimilinu gekk berserksgang og braut allt og bramlaði. Meira »

Gerbreytir allri aðstöðu

05:30 Útboð vegna byggingar Nýs Landspítala við Hringbraut var auglýst í gær. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir 66 þúsund fermetra meðferðarkjarna, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara. Meira »

Telur réttaróvissu ríkja

05:30 „Það er mjög góð spurning,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs Stefánssonar, aðspurður hvað gerist þegar Sindri kemur til landsins eftir að hafa verið í varðhaldi í Amsterdam í Hollandi. Meira »

Reyna að semja um skýlin í borginni

05:30 Reykjavíkurborg mun á næstu vikum hefja viðræður við fyrirtæki um uppsetningu biðskýla og auglýsingastanda í borginni. Trúnaður gildir um viðkomandi fyrirtæki. Meira »

Ósnortin víðerni sýnd á Ísafirði

05:30 Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson verða með fyrirlestur í Ísafjarðarbíói í dag, föstudag, kl. 18 í samstarfi við Ferðafélag Íslands. „Ósnortin víðerni á Íslandi“ nefnist yfirskrift fundarins. Meira »

Vélmenni skúrar Hvaleyrarskóla

05:30 Iss Ísland hefur fjárfest í vélmenni sem mun sjá um skúringar í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Um er að ræða skúringavél frá svissneska fyrirtækinu Taski en Tandur hf. hefur umboð fyrir sölu slíkra véla á Íslandi. Meira »

Meirihlutinn heldur naumlega velli

05:30 Meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna heldur naumlega velli ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Morgunblaðið dagana 23. til 25. apríl. Meirihlutaflokkarnir þrír mælast þar með um 47% fylgi og 12 borgarfulltrúa af 23. Meira »

Mótmæltu komu lamaðs manns

05:30 Lamaður maður sem hefur búið á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í ellefu ár hefur ekki fengið að snúa þangað aftur eftir aðgerð á Landspítalanum vegna mótmæla starfsfólks. Meira »

Sólveig tekin við formennsku í Eflingu

00:50 Sólveig Anna Jónsdóttir tók í kvöld formlega við formennsku í stéttarfélaginu Eflingu af Sigurði Bessasyni sem nú lætur af formennsku. Meira »

Viðreisn og Neslistinn í eina sæng

Í gær, 23:48 Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi sem fram fara í næsta mánuði. Meira »

Þæfingsfærð yfir í Mjóafjörð

Í gær, 23:25 Vegir eru víðast hvar greiðfærir á láglendi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum.  Meira »

84% ferðuðust innanlands í fyrra

Í gær, 22:45 Ferðamálastofa hefur birt niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2017, ferðaáform þeirra á þessu ári og viðhorf til nokkurra þátta í tengslum við ferðamennsku á Íslandi. Meira »

Tap ef ekki væri fyrir sölu eigna

Í gær, 22:10 Skuldir borgarsjóðs Reykjavíkurborgar hafa vaxið um 15 milljarða þrátt fyrir góðærið samkvæmt nýjum ársreikningi borgarinnar. Tap væri á rekstri hans ef ekki væri fyrir mikla eignasölu sem greinilega hefur verið sópað út rétt fyrir kosningar. Meira »

Bíður eftir mánudögum

Í gær, 21:34 Elísa Sif Hermannsdóttir er 21 árs Árbæingur sem ákvað að halda á vit ævintýranna eftir stúdentspróf. Hún stundar nú nám í sýningarstjórnun við The Royal Central School of Speech and Drama í London. Elísa kynntist leiklistinni ung að árum í gegnum leiklistarskólann Sönglist í Borgarleikhúsinu en hún var valin til þess að leika í jólaleikritum Borgarbarna. Meira »

150 metrar horfnir þar sem mest er

Í gær, 21:00 Töluvert magn jökulíss hefur undanfarnar vikur brotnað framan af Breiðamerkurjökli þar sem hann rennur út í Jökulsárlón. Þar sem mest hefur brotnað af jöklinum virðist sem hann hafi styst um 150 metra, á aðeins rúmum mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Meira »

Andlát: Ketill Larsen

Í gær, 21:45 Ketill Larsen fjöllistamaður er látinn 84 ára að aldri. Frá því er greint á Facebook-síðu Ásatrúarfélagsins. „Ketill var ásatrúarfólki vel kunnur meðal annars af setu sinni á höfuðblótum félagsins,“ segir þar ennfremur. Meira »

BÖKK-beltin slógu í gegn

Í gær, 21:14 Fyrirtækið BÖKK-belti var valið fyrirtæki ársins 2018 í samkeppni Ungra frumkvöðla, sem haldin var í Arion banka í vikunni.  Meira »

Viðbragðsáætlun virkjuð

Í gær, 20:51 Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura verður virkjuð á morgun. Í henni felst meðal annars að opna sérstaka móttöku fyrir sængurkonur og nýbura á Barnaspítala Hringsins. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Belladonna og My Style - Tískuhús
Við leitum að starfskrafti í kvenfataverslun, starfið felst í sölu og þjónustu í...
 
Útboð 20737 nýr landspítali
Tilboð - útboð
Nýr Landspítali við Hringbraut Jarð...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Tillaga að deiliski...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Vev-2018-11
Tilboð - útboð
Útboð Veitur ohf., óska eftir ti...