20 danslög valin af um 100

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, sem lengi lék undir í lögum Danslagakeppninnar ...
Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, sem lengi lék undir í lögum Danslagakeppninnar á Sauðárkróki á sínum tíma. Í neðri röð f.v. eru Sigurgeir Angantýsson, Haukur og Hafsteinn Hannesson. Í efri röð f.v. eru Jónas þór Pálsson, faðir Huldu, og Sveinn Ingason. Hérna er hljómsveitin samankomin í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Ljósmynd/Stefán Pedersen

„Hugmyndin að þessu öllu kviknaði þegar við pabbi fundum gamlar upptökur og nótur frá þessari keppni í skúrnum hjá honum, allt lög frá árunum 1957 til 1971,“ segir Hulda Jónasdóttir, þjónustufulltrúi í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, ættuð frá Sauðárkróki.

Húnstendur fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi nk. laugardagskvöld í tilefni þess að 60 ár eru liðin síðan Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks hóf göngu sína.

Hulda hefur í grúski sínu undanfarin þrjú ár fundið um 100 lög úr keppninni en 20 þeirra voru valin til flutnings á tónleikunum, sem fyrst voru haldnir í Sæluviku Skagfirðinga sl. vor. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að endurflytja þá sunnan heiða og er Salurinn nánast orðinn fullur, aðeins örfáir miðar eftir. „Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og ég er hætt að hafa hnút í maganum og áhyggjur af því að dæmið muni ekki standa undir sér,“ segir Hulda.

Kvenfélagið átti frumkvæðið

Tónlistarunnandinn Hulda Jónasdóttir skipuleggur tónleikana.
Tónlistarunnandinn Hulda Jónasdóttir skipuleggur tónleikana.Faðir hennar, Jónas Þór Pálsson, málarameistari á Sauðárkróki, lék á trommur í flestum danslagakeppnum á þessum árum, 1957-1971. Og móðir hennar, Erla Gígja Þorvaldsdóttir, samdi mörg lög í keppnina þegar hún var endurvakin 1994. Jónas lést fyrir tæpu ári og náði ekki að vera viðstaddur 60 ára afmælistónleikana sem dóttir hans skipulagði ásamt fleiri.

Hljómsveitarstjóri er Þórólfur Stefánsson, gítarleikari og tónlistarkennari í Svíþjóð, sem alinn er upp á Sauðárkróki. Með honum spila Jón Rafnsson á bassa, Halldór Hauksson á trommur og Daníel Þorsteinsson á píanó og hljómborð. Kynnir á tónleikunum er Valgerður Erlingsdóttir. Söngvarar koma flestir úr Skagafirði, m.a. þeir Geirmundur Valtýsson og Óli Ólafsson, sem einnig komu fram í Danslagakeppninni á sínum tíma. Meðal annarra flytjenda má nefna Álftagerðisbróðurinn Pétur Pétursson, Hreindísi Ylfu (dóttir Huldu), Maríu Ólafs, Eurovisionfara, og Guðbrand Ægi Ásbjörnsson. Sum lögin hafa orðið þekkt á landsvísu, eins og Útlaginn, Nú kveð ég allt, Bílavísur og Sjómannavísa. Höfundar laganna á tónleikunum eru m.a. Geirmundur, Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum, Eyþór Stefánsson og dóttir hans, Guðrún.

„Ég setti mig í samband við fjöldann allan af fólki sem kom nálægt þessu á sínum tíma. Ég fékk ómetanlega hjálp frá svo mörgum, þetta er búin að vera mikil vinna en ótrúlega skemmtileg. Þórólfur hljómsveitarstjóri er búinn að vera vakinn og sofinn yfir þessu með mér. Hann útsetti lögin og kom saman frábærri hljómsveit,“ segir Hulda.

Kvenfélag Sauðárkróks stóð fyrir danslagakeppninni, sem fjáröflunarleið fyrir félagið. „Fremst í flokki var kjarnorkukonan Guðrún Gísladóttir, sem hrinti þessu af stað. Hún sá bara sjálf um að semja texta við lögin ef þá vantaði og stundum bæði lag og ljóð. Ótrúleg kona. Það er líka gaman að sjá hversu margar skagfirskar húsmæður áttu lög í keppninni, þeim er greinilega margt til lista lagt,“ segir Hulda.

Hún vildi koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem hafa aðstoðað við tónleikahaldið, bæði fyrir norðan í vor, og nú í Salnum í Kópavogi 4. nóvember.

Innlent »

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás

10:06 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættu- og umferðarlagabrot 24. febrúar á þessu ári. Í fyrri ákæruliðnum kemur að hann hafi ekið bifreið af ásetningi á aðra bifreið á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að hún skall á vegrið og valt. Meira »

Metár í byggingu nýrra íbúða í borginni

10:06 Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og er árið orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnu málþingi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

55,7% milljarðar í rannsóknir og þróunarstarf

09:03 Heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2017 voru 55,7 milljarðar króna en það jafngildir 2,13% af vergri landsframleiðslu. Meira »

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

08:51 Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Fallegt bréf frá Elizu til Guðna

08:42 Eliza Reid forsetafrú birtir á Facebook í dag fallegt bréf sem hún skrifaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á íslensku árið 1999. Þarna hafði hún nýlega kynnst Guðna og vildi heilla hann með málsnilld sinni. Eliza óskar Íslendingum til hamingju með daginn, Dag íslenskrar tungu. Meira »

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn

07:57 „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segjast hafa orðið fyrir þessu ofbeldi er meiri hér en í erlendum rannsóknum,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu, um fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna. Meira »

Styttist í sviðslistafrumvarpið

07:37 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða janúar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið. Meira »

Varað við stormi

06:59 Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu. Meira »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Leggja til bann á rafrettum á netinu

05:30 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira »

Fjöldi veitingastaða í pípunum

05:30 Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira »

Úrræðaleysið algjört

05:30 Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill í mörg ár en erfiðlega hefur gengið að komast í meðferðarúrræði. Vakti Harpa athygli á þessu úrræðaleysi sem foreldrar fíkla glíma við í umræðuhópnum Góða systir. Meira »

Kanni bótaskyldu vegna Banksy

05:30 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borgarráðs í gær að borgin kannaði hvort skaðabótaskylda hefði skapast við förgun listaverks Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns Gnarr. Meira »

Hrun hjá haustfeta

05:30 Eftir að haustfeti hafði varla sést í haust kom smáskot í síðustu viku og sjá mátti fiðrildið við útiljós við heimili fólks.  Meira »

Þverárkot í vegasamband

05:30 „Ég er ofsalega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti við Morgunblaðið þegar hann frétti að borgarráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagningu héraðsvegar að Þverárkoti við rætur Esjunnar. Meira »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...