20 danslög valin af um 100

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, sem lengi lék undir í lögum Danslagakeppninnar ...
Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, sem lengi lék undir í lögum Danslagakeppninnar á Sauðárkróki á sínum tíma. Í neðri röð f.v. eru Sigurgeir Angantýsson, Haukur og Hafsteinn Hannesson. Í efri röð f.v. eru Jónas þór Pálsson, faðir Huldu, og Sveinn Ingason. Hérna er hljómsveitin samankomin í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Ljósmynd/Stefán Pedersen

„Hugmyndin að þessu öllu kviknaði þegar við pabbi fundum gamlar upptökur og nótur frá þessari keppni í skúrnum hjá honum, allt lög frá árunum 1957 til 1971,“ segir Hulda Jónasdóttir, þjónustufulltrúi í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, ættuð frá Sauðárkróki.

Húnstendur fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi nk. laugardagskvöld í tilefni þess að 60 ár eru liðin síðan Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks hóf göngu sína.

Hulda hefur í grúski sínu undanfarin þrjú ár fundið um 100 lög úr keppninni en 20 þeirra voru valin til flutnings á tónleikunum, sem fyrst voru haldnir í Sæluviku Skagfirðinga sl. vor. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að endurflytja þá sunnan heiða og er Salurinn nánast orðinn fullur, aðeins örfáir miðar eftir. „Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og ég er hætt að hafa hnút í maganum og áhyggjur af því að dæmið muni ekki standa undir sér,“ segir Hulda.

Kvenfélagið átti frumkvæðið

Tónlistarunnandinn Hulda Jónasdóttir skipuleggur tónleikana.
Tónlistarunnandinn Hulda Jónasdóttir skipuleggur tónleikana.Faðir hennar, Jónas Þór Pálsson, málarameistari á Sauðárkróki, lék á trommur í flestum danslagakeppnum á þessum árum, 1957-1971. Og móðir hennar, Erla Gígja Þorvaldsdóttir, samdi mörg lög í keppnina þegar hún var endurvakin 1994. Jónas lést fyrir tæpu ári og náði ekki að vera viðstaddur 60 ára afmælistónleikana sem dóttir hans skipulagði ásamt fleiri.

Hljómsveitarstjóri er Þórólfur Stefánsson, gítarleikari og tónlistarkennari í Svíþjóð, sem alinn er upp á Sauðárkróki. Með honum spila Jón Rafnsson á bassa, Halldór Hauksson á trommur og Daníel Þorsteinsson á píanó og hljómborð. Kynnir á tónleikunum er Valgerður Erlingsdóttir. Söngvarar koma flestir úr Skagafirði, m.a. þeir Geirmundur Valtýsson og Óli Ólafsson, sem einnig komu fram í Danslagakeppninni á sínum tíma. Meðal annarra flytjenda má nefna Álftagerðisbróðurinn Pétur Pétursson, Hreindísi Ylfu (dóttir Huldu), Maríu Ólafs, Eurovisionfara, og Guðbrand Ægi Ásbjörnsson. Sum lögin hafa orðið þekkt á landsvísu, eins og Útlaginn, Nú kveð ég allt, Bílavísur og Sjómannavísa. Höfundar laganna á tónleikunum eru m.a. Geirmundur, Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum, Eyþór Stefánsson og dóttir hans, Guðrún.

„Ég setti mig í samband við fjöldann allan af fólki sem kom nálægt þessu á sínum tíma. Ég fékk ómetanlega hjálp frá svo mörgum, þetta er búin að vera mikil vinna en ótrúlega skemmtileg. Þórólfur hljómsveitarstjóri er búinn að vera vakinn og sofinn yfir þessu með mér. Hann útsetti lögin og kom saman frábærri hljómsveit,“ segir Hulda.

Kvenfélag Sauðárkróks stóð fyrir danslagakeppninni, sem fjáröflunarleið fyrir félagið. „Fremst í flokki var kjarnorkukonan Guðrún Gísladóttir, sem hrinti þessu af stað. Hún sá bara sjálf um að semja texta við lögin ef þá vantaði og stundum bæði lag og ljóð. Ótrúleg kona. Það er líka gaman að sjá hversu margar skagfirskar húsmæður áttu lög í keppninni, þeim er greinilega margt til lista lagt,“ segir Hulda.

Hún vildi koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem hafa aðstoðað við tónleikahaldið, bæði fyrir norðan í vor, og nú í Salnum í Kópavogi 4. nóvember.

Innlent »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær eru íþróttir æfðar of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Nudd á Bak, Háls og Rassvöðva www.egat.is
9stk airbags , 3 mismunandi loftþrýstingur, djúpnudd á háls og bak, 2 pör af bol...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...