Zúistar kæra starfsmann sýslumanns

Átök hafa verið um yfirráð um trúfélag zúista.
Átök hafa verið um yfirráð um trúfélag zúista. Mynd/Facebooksíða Zúista

Trúfélagið zuism hefur lagt fram kæru á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra, „vegna alvarlegra brota í starfi.“ Félagið hefur jafnframt kært fyrrverandi forstöðumann, Ísak Andra Ólafsson, og þá fjóra einstaklinga sem reyndu með honum að ná yfirráðum í félaginu árið 2015. Þetta kemur fram í kæru sem mbl.is hefur undir höndum.

Forsaga málsins er rakin í kærunni. Fram kemur að það hafi komið stjórn félagsins í opna skjöldu þegar Ísak hafi kynnt sem sig forstöðumann zúista í lok árs 2015. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að umræddur starfsmaður sýslumanns hafi í Lögbirtingablaði skorað á þá sem töldu sig veita félaginu forstöðu að gefa sig fram innan 14 daga frá birtingu auglýsingarinnar. Stjórn zúista eða félagið sjálft hafi ekki fengið tilkynningu frá starfsmanni sýslumanns áður en áskorunin var birt. Þeir hafi heldur enga tilkynningu fengið um að breytingar hefðu verið gerðar á skráðum forstöðumanni félagsins.

„Þannig hófust þessi afskipti [starfsmanns sýslumanns] af kæranda og lauk, algerlega án vitneskju kæranda og stjórnenda kærenda, enda hafði áskorun í Lögbirtingablaði farið framhjá þeim.“

Tók hartnær tvö ár að svara erindinu

Fram kemur að forsvarsmenn zúista hafi árangurslaust sett sig í samband við hinn hópinn og beðið þá að láta af háttsemi sinni. Þeir hafi talið sig líka hafa tilkall til félagsins. Félagið hafi þá kvartað til starfsmanns sýslumanns og krafist þess að Ágúst Arnar yrði skráður forstöðumaður þess, í samræmi við lögmæta ákvörðun félagsins. „Jafnframt var [starfsmanni sýslumanns] bent á ólögmæti þeirrar ákvörðunar að skrá Ísak Andra Ólafsson sem forstöðumann.“

Fram kemur að það hafi tekið starfsmann sýslumanns hartnær tvö ár að svara erindinu, þrátt fyrirfjölmargar ítrekanir frá félaginu og umboðsmanni Alþingis. Með þessu hafi hann „lamað starfsemi trúfélagsins með grófum hætti.“

Ágúst Arnar Ágústsson er nú í forsvari fyrir félagið.
Ágúst Arnar Ágústsson er nú í forsvari fyrir félagið. Mynd / Aðsend

Kæran á hendur starfsmanni sýslumanns er í þremur liðum. Fyrsta atriðið miðar að því að starfsmaðurinn hafi synjað eða af ásettu ráði farist fyrir að gera það sem honum er boðið á löglegan hátt, og er þar vísað til þeirrar tafar sem varð á að bregðast við erindi zúista. Í öðru lagi er honum gefið að sök að hafa þóst ekki kannast við erindi zúista í stjórnsýslumáli sem rekið var vegna ólögmætrar skipunar annars forstöðumanns. Honum er jafnframt gefið að sök að hafa eytt sönnunargögnum í formi tölvupósta.

Í þriðja lagi er farið fram á refsiþyngingarhemild vegna þess að umræddur opinber starfsmaður hafi misnotað stöðu sína. „Að eyða sönnunargögnum í stjórnsýslumáli til þess að hafa áhrif á niðurstöðu máls er með grófari brotum sem opinber starfsmaður getur falist,“ stendur í kærunni. Með því hafi hann reynt að skerða réttarstöðu kæranda í opinberu máli.

Zúistar lögðu fram kæru á hendur Ísaki Andra í mars í fyrra. Við þá kæru er nú bætt að þeir sem sögðust hafa verið í stjórn zúista með Ísaki, hafi gerist sekur um sömu brot á Ísak. Þeir fjórir aðilar séu því til viðbótar kærðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í Apótek og lyfjum stolið

15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »

Hefur áhyggjur af þróun mála vestanhafs

15:17 „Menn hafa látið í sér heyra af minna tilefni,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, þar sem hún spurði utanríkisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þróun mála í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta íhugar að afmá skilgreiningu á transfólki. Meira »

Byrjað að rífa Kársnesskóla

15:07 Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu. Meira »

Var fjárfestingaleiðin misnotuð?

15:05 „Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og eigendur fengið þar verulegan gróða. Aðeins opinber rannsókn getur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkir,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar á Alþingi. Meira »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

14:06 Traust til þjóðkirkjunnar minnkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á leið til Noregs eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

12:51 Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...