Ásmundur biðst afsökunar

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson. mbl.is/Hanna

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Rauða krossinn afsökunar á ummælum sínum í Fréttablaðinu í morgun.

Þar neitaði hann að upplýsa hversu mikið hann fékk greitt fyrir akstur sem þingmaður. Hann sagði einnig að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins fái fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda.

Í færslu sem hann setti á Facebook í kvöld sagði Ásmundur að síðustu dagar hafi verið honum þungir í skauti og að hann hafi verið afar illa fyrirkallaður í viðtalinu.

Hann hafi verið bæði argur og þreyttur.

„Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin á ekki skilið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert