Rætt við nokkur vitni vegna banaslyss

Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins.
Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins. mbl.is/Sigurður Bogi

Þegar hefur verið rætt við nokkra sem urðu vitni að banaslysinu á Árskógssandi í fyrrakvöld og enn á eftir að ræða við fleiri vitni. 

Þetta segir lögreglan á Norðurlandi eystra. 

Nánari upplýsinga er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi á morgun um hvernig rannsókn miðar á tildrögum slyssins en það er rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem annast rannsóknina. Þá munu fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa skoða bílinn sem fór í höfnina.

Talið að for­eldr­ar með ungt barn hafi verið á leiðinni í Hrís­eyj­ar­ferj­una Sæv­ar þegar bíll þeirra fór í sjó­inn við ferju­bryggj­una í gær með þeim af­leiðing­um að þau lét­ust. Ekki er unnt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert