Stuð á lokakvöldi Iceland Airwaves

Þrátt fyrir vonskuveður er ráðgert að um 3.000 manns hafi …
Þrátt fyrir vonskuveður er ráðgert að um 3.000 manns hafi fylgst með Mumford & Sons í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi þegar hljómsveitin Mumford & Sons steig á svið í Valshöllinni. Tónleikarnir voru einn af nokkrum hápunktum hátíðarinnar sem hefur staðið frá miðvikudeginum 1. nóvember.

Grímur Atlason, einn skipuleggjenda Iceland Airwaves, segir hátíðina hafa gengið vonum framar en hún var með talsvert öðru sniði í ár.

„Við breyttum til í ár og minnkuðum hátíðina um 1.500 manns frá því í fyrra. Okkur fannst sniðugt að fara með þetta aftur til gamla tímans og dreifa tónleikunum á marga staði sem ég tel að fólk hafi verið ánægt með. Ásamt þessu ákváðum við að halda hátíðina í fyrsta skipti á Akureyri og tókst sú tilraun afar vel,“ segir Grímur sem telur að um 7.500 manns hafi sótt Iceland Airways í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert