72% íbúða seldar á undirverði

Íbúðir seljast að meðaltali undir ásettu verði á öllum markaðssvæðum á landinu. Það á jafnt við um miðborg Reykjavíkur, úthverfi borgarinnar og á landsbyggðinni. Í september seldust um 72% íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði, en 14% á ásettu verði og 14% yfir ásettu verði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs.

Áfram hægir á verðhækkunum íbúða á höfuðborgarsvæðinu og í sumum hverfum hefur verð lækkað. Meðalsölutími íbúða er nú svipaður í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eins og miðsvæðis í Reykjavík. 19% þjóðarinnar telja líklegt að þau verði á leigumarkaði eftir hálft ár.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í september, en 12 mánaða hækkun vísitölunnar í september var 19,6%. Frá því um miðbik sumars hafa komið fram skýrar vísbendingar um að hægt hafi á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla uppsveiflu fyrr á árinu.

Færri viðskipti hafa átt sér stað undanfarna mánuði en á sama tíma í fyrra, og í einstökum hverfum höfuðborgarsvæðisins hefur verð staðið í stað eða jafnvel lækkað undanfarna mánuði.

Verð lækkar mest í 109

Vegið fermetraverð lækkaði milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs í fimm póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu.Mest var lækkunin í póstnúmerinu 109 sem nær til Seljahverfis og Neðra-Breiðholts, eða um 5%, en verð lækkaði einnig m.a. í Vesturbæ Reykjavíkur, eldri hluta Kópavogs og á Seltjarnarnesi.

„Það er ekki endilega áhyggjuefni fyrir eigendur fasteigna að verð lækki milli einstakra mánaða eða ársfjórðunga í einstökum hverfum en vert er að halda áfram að fylgjast með þessari þróun,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs.

Hverfi 103 hækkar í verði og eins 113

Á móti kemur að fasteignaverð hækkaði mikið milli ársfjórðunga í 103 Reykjavík, sem nær til hluta Háaleitishverfis, og í 113 Reykjavík, sem nær til Grafarholts og Úlfarsárdals. Verð hækkaði einnig í Garðabæ og miðsvæðis í Hafnarfirði, svo dæmi séu tekin.

Tekur 50 daga að selja íbúð

„Mánaðarskýrsla Íbúðalánsjóðs fyrir nóvember hefur nú verið birt. Þar kemur fram að áfram hægir á verðhækkunum íbúða á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla uppsveiflu fyrr á árinu. Jafnframt hafa færri viðskipti átt sér stað undanfarna mánuði en á sama tíma í fyrra. Í sumum hverfum höfuðborgarsvæðisins hefur verð lækkað örlítið undanfarna mánuði, en það gerist í kjölfar mikilla hækkana á fyrstu mánuðum ársins.

Tíminn milli þess sem íbúðir eru auglýstar og kaupsamningur undirritaður hefur farið minnkandi um land allt síðan 2015. Mesta breytingin hefur orðið í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar meðalsölutími íbúða hefur lækkað úr 200 dögum í upphafi árs 2016 niður í rúmlega 50 daga um þessar mundir, sem er svipaður tími og tekur að selja íbúð á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúðir seljast að meðaltali undir ásettu verði á höfuðborgarsvæðinu jafnt sem á öðrum landsvæðum. Í september seldust 72% íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði. Það hlutfall hefur aukist síðustu mánuði, en í apríl seldust 54% íbúða undir ásettu verði.

Leigumarkaður heldur áfram að stækka. Nýjasta mæling síðan í september sýnir að 17% þjóðarinnar eru á leigumarkaði og 19% telja líklegt að vera þar eftir 6 mánuði. Flestir leigjendur vilja þó kaupa fasteign og hefur hlutfall leigjenda sem segjast geta safnað sparifé farið hækkandi síðustu ár,“ segir enn fremur en skýrsluna má lesa í heild hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Það helsta frá liðinni viku

07:00 Það besta, í það minnsta, skemmtilegasta og áhugaverðasta í liðinni viku, var rætt síðdegis í Magasíninu með Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Einari Bárðasyni. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Saga ársins 1918 á Twitter

07:00 Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918. Meira »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Þörf á betri stuðningi við þolendur

06:18 „Mér finnst vera vöntun á betri stuðningi við unga krakka sem lenda í þeim aðstæðum sem ég lenti í,“ segir Embla Kristínardóttir, sem steig fram í viðtali við RÚV í fyrrakvöld og sagði frá því þegar fullorðinn afreksmaður í frjálsum íþróttum nauðgaði henni. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
Hákarl fyrir þorrablótin
Hákarl fyrir þorrablótin Sími 852 2629 Pétur Sími 898 3196 Ásgeir...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...