Chesterfield-málinu frestað

Frá aðalmeðferð í héraðsdómi í Chesterfield-málinu. Ákæruvaldið mun nú rannsaka ...
Frá aðalmeðferð í héraðsdómi í Chesterfield-málinu. Ákæruvaldið mun nú rannsaka ákveðin atriði málsins að nýju og er málinu frestað á meðan. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ákveðið var að fresta dómsmeðferð í Chesterfield-málinu svokallaða, sem einnig er þekkt sem CLN-málið. Þetta var ákveðið við fyrirtöku þess í héraðsdómi í gær, en saksóknari málsins staðfestir við mbl.is að málinu hafi verið frestað um ótiltekinn tíma meðan lögregla og ákæruvald rannsaki þau atriði sem Hæstiréttur taldi rétt að yrðu rannsökuð nánar, en Hæstiréttur ógilti fyrri dóm héraðsdóms í síðasta mánuði.

Þrír helstu stjórnendur Kaupþings voru ákærðir í málinu fyrir umboðssvik með því að hafa lánað 508 milljónir evra á tímabilinu ágúst til október 2008 til tveggja félaga og þannig stefnt fjármunum bankans í hættu. Taldi saksóknari að lánin væru með öllu glötuð. Voru lánin notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings og taldi saksóknari það markmið viðskiptanna að lækka skuldatryggingaálagið. Voru hinir ákærðu allir sýknaðir í héraðsdómi.

Greiðsla frá Deutsche bank kemur óvænt

Eftir að héraðsdómur féll í janúar í fyrra komu fram upplýsingar um að Deutsche bank hefði greitt stóran hluta upphæðarinnar, eða 400 milljónir evra, til þrotabús Kaupþings vegna málsins.

Vegna þessa ákvað Hæstiréttur að aðeins yrðu tekin fyrir tvö atriði málsins, en verjendur í málinu töldu upplýsingarnar breyta miklu varðandi grundvöll málsins og að þær styrktu ekki málflutning ákæruvaldsins. Í kjölfarið var héraðsdómurinn ómerktur og málinu vísað aftur í hérað.

Taldi Hæstirétt­ur að ekki lægi fyr­ir að hvaða ástæðum fall­ist hefði verið á að inna greiðslur sam­kvæmt sam­komu­lag­i Kaupþings og Deutsche bank af hendi né með hvaða rök­um eða á grund­velli hvaða gagna bank­inn og eign­ar­halds­fé­lög­in tvö reistu mál­sókn­ir sín­ar á bend­ur Deutche Bank um greiðslu á.

Þá taldi Hæstirétt­ur að ekki lægi fyr­ir hvers eðlis greiðslurn­ar væru. Þar af leiðandi taldi Hæstirétt­ur að rann­sókn á þess­um atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skil­yrðum umboðssvika hefði verið full­nægt og við ákvörðun um refsi­hæð ef skil­yrði sak­fell­ing­ar yrðu tal­in fyr­ir hendi. Sam­kvæmt því var sýknu­dóm­ur­inn og meðferð máls­ins í héraði frá upp­hafi aðalmeðferðar ómerkt og mál­inu vísað heim í hérað til lög­legr­ar meðferðar.

mbl.is

Innlent »

Nefndarfundur um aðgerðir lögreglu

08:21 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundar núna kl. 8:30. Efni fundarins er „aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttinda útlendinga“ eins og segir á vef Alþingis. Meira »

Átaki í þágu byggðar við Bakkaflóa

08:18 Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Bakkafirði var nýlega haldinn í skólahúsnæðinu á Bakkafirði. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Bakkafirði. Meira »

Helmingi færri aðgerðum frestað nú

07:57 Frestanir hjartaaðgerða á Landspítalanum það sem af er árinu eru helmingi færri en á sama tíma í fyrra, að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs. Meira »

Hönnun hótelturns verði endurskoðuð

07:37 Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur farið þess á leit að hönnun 17 hæða byggingar við Skúlagötu 26 verði endurskoðuð. Hótel er fyrirhugað í turninum en sunnan hans verður 28 íbúða fjölbýlishús. Meira »

Kröpp lægð á hraðri siglingu

06:40 Langt suður í hafi er kröpp og ört dýpkandi lægð á hraðri siglingu norður á bóginn. Eftir miðnætti er lægðin farin að nálgast suðurströndina og eykst þá vindur af norðaustri, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Snjóflóð féll í Súðavíkurhlíð

05:52 Veginum um Súðavíkurhlíð var lokað í nótt vegna snjóflóðs og eins er Öxnadalsheiði lokuð en veginum var lokað í gærkvöldi vegna stórhríðar. Meira »

Verkföll að skella á í kvöld

05:30 Sólarhringsverkföll ríflega tvö þúsund félaga í VR og Eflingar sem beinast að 40 hótelum og hópbifreiðafyrirtækjum skella á að óbreyttu á miðnætti í kvöld. Sáttafundur hefur verið boðaður í kjaradeilu félaganna og SA kl. 10 í dag. Meira »

Orkupakkinn fyrir lok mars

05:30 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og mál þeim tengd fyrir þann frest,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við mbl.is í gærkvöldi spurður hvort ríkisstjórnin hygðist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til þess rynni út 30. mars næstkomandi. Meira »

Hyggjast vera leiðandi í Evrópu 2020

05:30 Fyrirtækið Arctic Trucks stefnir á að verða leiðandi í breytingum á fjórhjóladrifnum bílum í Evrópu á næsta ári.  Meira »

Tillögu um talmeinaþjónustu vísað frá

05:30 „Allir í minnihluta studdu þetta, en með því að vísa þessari tillögu frá finnst mér borgarmeirihluti ekki skilja mikilvægi þess að börn sem þurfa á talmeinaþjónustu að halda fái áframhaldandi þjónustu í grunnskóla,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Meira »

Kallað eftir sjálfboðaliðum

05:30 „Þetta er þessi árlega barátta eftir veturinn. Það fýkur hingað mikið af rusli, einkum frá Egilshöll og byggingarsvæðum í Úlfarsárdal. Mikið af þessu rusli er popppokar, gosglös og alls konar plast tengt framkvæmdum. Svo er auðvitað mikið af kertadósum og öðru dóti sem fýkur af leiðunum.“ Meira »

Haslar sér völl á raforkumarkaði

05:30 Festi, sem m.a. á N1 og Krónuna, hefur fest kaup á 15% hlut í Íslenskri orkumiðlun.  Meira »

Um 300 milljónir í húsvernd

05:30 Minjastofnun hefur úthlutað rúmlega 300 milljónum króna úr húsafriðunarsjóði. Samtals voru veittir 202 styrkir til ýmissa verkefna. Sjóðnum bárust 267 umsóknir og námu beiðnirnar tæplega einum milljarði króna. Meira »

Fárviðri við Straumnesvita

Í gær, 23:25 „Þetta er að ná hámarki upp úr miðnætti og svo fer að draga smám saman úr í nótt og gengur niður með morgninum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Í gær, 22:57 Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Meira »

Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Í gær, 22:41 Laun seðlabankastjóra hafa ekki hafa verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í áratugi. Þetta kemur fram í umsögn seðlabankastjóra við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sumar. Meira »

Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar

Í gær, 22:40 Símafyrirtæki á heimsvísu þurfa að uppfæra kerfi sín með 5G-búnaði frá fyrirtækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

Í gær, 21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

Í gær, 21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...