Kveinkar sér ekki yfir málssókn

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er eins og það eigi að þagga niður í gagnrýni minni á Hæstarétt með þessum hætti. Ég á nú ekki von á að það beri mikinn árangur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, í samtali við mbl.is vegna meiðyrðamáls sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað gegn honum.

Tilefnið eru ummæli í nýrri bók Jóns Steinars Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ sem kom út á dögunum sem Benedikt vill dæmd ómerk. Einkum ummæli um dóm Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Fer Benedikt fram á tvær milljónir króna í miskabætur.

Rétt að ræða þjóðfélagsvald Hæstaréttar

„Hæstiréttur Íslands er auðvitað stofnun sem fer með mjög þýðingarmikið þjóðfélagsvald sem beinist gegn borgurum landsins og meðferð hans á því valdi hlýtur að vera til umræðu eins og meðferð á öðru þjóðfélagsvaldi. Ég hef tekið það til umræðu í þessari bók og rökstutt ályktanir mínar um það að bæði þessi dómur og aðrir dómar standist ekki. Í þessu tilfelli tala ég um dómsmorð og sýni fram á það með ítarlegum rökstuðningi að dómurinn stadist ekki,“ segir Jón Steinar. Hann bætir því við að hann ætli auðvitað dómurum í Hæstarétti að þeir viti hvað þeir séu að gera.

„Ég skilgreini hugtakið dómsmorð, sem er þekkt hugtak í lögfræðilegum skrifum, og tek upp skilgreininguna í bókinni og þannig sjá allir hvað ég er að fara,“ segir Jón Steinar. Þarna sé einfaldlega verið að fjalla um dóma Hæstaréttar og það sem hann segi í þeim efnum eigi auðvitað við um alla dómarana fjóra sem myndað hafi meirihluta í málinu.

„Þeir sem vilja freista þess að taka afstöðu til málsins sjálfir, ég get ekki bent þeim á annað en að lesa bara í bókinni ítarlegan rökstuðning minn fyrir gagnrýninni á þennan dóm og leggja þá bara mat á það sjálfir hvort það sé eitthvað hæft í þeim rökstuðningi og þeim ályktunum sem ég dreg. Þá geta menn til dæmis spurt sjálfa sig að því hvers vegna rétturinn taldi sig þurfa að breyta forsendum dómsins eftir á eins og hann gerði eins og ég lýsi í bókinni. Er það það sem átt er við? Að þetta hafi verið gert af gáleysi? Þeir hafi ekki vitað að þeir hafi verið að dæma manninn fyrir annað en það sem ákæran hljóðaði upp á? Ég bara dreg mínar ályktanir af þessu á þann veg að dómararnir hafi vitað hvað þeir voru að gera.“

Vill kannski auka útbreiðslu bókarinnar

Jón Steinar segir að hann kveinki sér ekki yfir því þó höfðað sé meiðyrðamál gegn honum. Það sé réttur Benedikts eins og annarra að gera það kjósi hann það þó nærtækara hefði kannski verið að svara þessu einfaldlega efnislega. „En kannski vill hann auka útbreiðsluna á þessari bók minni og þá hef ég ekkert við það að athuga,“ segir hann kíminn.

„Ég hef nú beinlínis kallað eftir því í gagnrýni minni á dómstóla að menn andmæli mér ef þeir telji mig fara með rangt mál. Ekki kveinka ég mér yfir því þó menn geri það. Jafnvel þó það sé á þennan hátt þó það sé kannski ekki mjög klókt af honum. Ég ætla þó ekki að gerast neinn dómari í þeim efnum. Það verður bara fjallað um þetta fyrir dómi og ég hvet bara alla til þess að fylgjast með þeim málaferlum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spá 40 metrum á sekúndu

09:11 Ekkert ferðaveður er á Suðausturlandi en þar er spáð allt að 40 metrum á sekúndu fram undir kvöld. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs. Meira »

Heimsmet í sparakstri

08:30 Heimsmetið í sparakstri stóðst ekki atlögu tveggja Breta sem nýverið óku Honda Jazz-bíl 1.350 kílómetra vegalengd frá syðsta odda Englands, Lands End, til norðurodda skoska meginlandsins, tanga að nafni John O'Groats. Meira »

Flutningabíll þversum á Holtavörðuheiði

08:01 Flutningabíll þverar veg á Holtavörðuheiði og ekki er hægt að komast framhjá, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.   Meira »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...
Til leigu snyrtilegt 25 fm einstaklingsrými
Til leigu í Kópavogi, stutt í strætó, Bónus o.fl. fr.o.m. 1. febr. eða eftir sa...
 
Úthlutun byggðakvóta
Tilkynningar
Auglýsing Auglýsing vegna úthlutu...
Bænasamkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...