Enn sjást röng viðbrögð við heilahristing

Hafrún Kristjánsdóttir, Ph.D. íþróttasálfræðingur.
Hafrún Kristjánsdóttir, Ph.D. íþróttasálfræðingur. mbl.is/Eggert

„Það er lítil þekking á heilahristingi og hver viðbrögð við honum ættu að vera. Það hefur stöðvað ferilinn hjá íþróttamönnum,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir Ph.D íþróttafræðingur. Hún og María Jónsdóttir Ph.D. taugasálfræðingur héldu almennan fræðslufund um heilahristing í íþróttum, viðbrögð og mögulegar afleiðingar í Mjölni í dag.

Þær hafa haldið fyrirlestra víða um afleiðingar heilahristings í íþróttum og þeim þykir mikilvægt að fræða bæði leikmenn og þjálfara um áhrifin, ekki síst um afleiðingar ef fyrstu viðbrögð eru ekki rétt.     

Fyrstu viðbrögð við heilahristing í íþróttum fara alfarið eftir einkennum. Almennt er reglan sú að einstaklingurinn þarf algjöra hvíld í eina til tvær vikur. Sú hvíld á ekki eingöngu við um frí frá æfingum heldur einnig frí frá hugrænu áreiti eins og til dæmis vinnu og skóla en eins og fyrr segir fer það eftir hverju tilviki fyrir sig.

mbl.is/Eggert

Í allra fyrsta lagi megi karlar keppa aftur eftir 7 daga og konur eftir 10 daga. „Afleiðingar hjá konum virðast vera alvarlegri. Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna það er,“ segir Hafrún spurð út í muninn á kynjunum.

„Það eru enn dæmi um að leikmaður er settur aftur inn á eftir heilahristing. Það er algjörlega óásættanlegt. Á hverju ári sjáum við oft röng viðbrögð við heilahristing,“ segir Hafrún. Þetta eigi við um bæði skort á þekkingu leikmanna og þjálfara. Hún segir þetta slæmt sérstaklega í ljósi aukinnar fræðslu um áhrif heilahristings á heilsu fólks bæði til lengri og skemmri tíma.

Vilja aftur inn á völlinn

Í rannsóknum viðurkenna leikmenn að þeir fari aftur inn á völlinn og halda áfram iðkun þrátt fyrir að þeim hafi verið ráðlagt að gera það ekki. Rannsóknir á efstu deild kvenna og karla í fótbolta á Íslandi sýna að 42,6% sem höfðu fengið höfuðhögg sögðust hafa haldið áfram leik eða æfingu gegn ráðleggingum læknis, þjálfara eða sjúkraþjálfara. 37,3% sögðu að mikilvægi æfingar eða leiks hafi ráðið þeirri ákvörðun. „Ef þú tekur svona ákvörðun þá hefurðu ekki nægilega þekkingu á því hvaða afleiðingar þetta getur haft eða að þú ert ekki með réttu ráði,“ segir Hafrún.

Hafrún Kristjánsdóttir Ph.D. íþróttasálfræðingur.
Hafrún Kristjánsdóttir Ph.D. íþróttasálfræðingur. mbl.is/Eggert

Almenn vitundarvakning

Hafrún segir að undanfarið hafi orðið almenn vitundarvakning um áhrif heilahristings í íþróttum. Í því samhengi bendir hún á að henni þyki flott framtak hjá Mjölni að óska eftir þessum fræðslufyrirlestri því oft sé tilhneiging hjá þeim sem eru í bardagaíþróttum að hlusta ekki á hver möguleg áhrif af heilahristing eru á líf einstaklinga. „Mér finnst þeir sýna mikla ábyrgð,“ segir Hafrún.  

Fjölmargir íslenskir leikmenn í handbolta og fótbolta glíma við alvarlegar afleiðingar heilahristings. Í um 10 til 20% tilfella heilahristings geta þau verið alvarleg en í flestum tilfellum jafnar fólk sig eftir einhvern tíma. „Ef þetta fer illa eru lífsgæði verulega skert. Þau gætu varað í mánuð, nokkur ár eða jafnvel lengur,“ segir Hafrún.  

FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, er með nákvæmar og góðar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við heilahristing hjá knattspyrnumönnum t.d. hvenær og hver næstu skref eigi að vera. Þær leiðbeiningar eru til fyrirmyndar, að sögn Hafrúnar. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur einnig búið til leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við heilahristing og einnig ÍSÍ, Íþróttasamband Íslands. Þetta er fræðsla sem er mikilvægt að halda á lofti, að sögn Hafrúnar. 

mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla sitt hvorri öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Skápur og skúffueining lituð eik
Til sölu. Skápur 105x80x37cm kr 12.000 Skúffueining 72x46x43 kr 12.000 Uppl....
Range Rover SPORT 2015
EINN MEÐ ÖLLU: Glerþak, 22" felgur, rafm. krókur, stóra hljómkerfið, rafmagn í h...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...