Ávísanir að deyja út

Ávísanahefti. Risaeðla úr fortíðinni sem er við það að deyja …
Ávísanahefti. Risaeðla úr fortíðinni sem er við það að deyja út.

Lánasjóður íslenskra námsmanna mun ekki taka við greiðslu með ávísun frá og með næstu áramótum. Ákvörðun sjóðsins ætti ekki að koma neinum á óvart því ávísanir eru að mestu horfnar úr viðskiptaumhverfi landsins.

„Við höfum ekki tekið við ávísunum í einhvern tíma, hvorki íslenskum né erlendum,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, en fyrirtæki Haga taka við hvers konar greiðslukortum auk þess að taka við íslenskri sem erlendri mynt. Sömu sögu er að segja hjá Festi en þessi tvö fyrirtæki reka stærstu smávöruverslanir landsins á borð við Bónus og Krónuna.

Bankarnir hættir útgáfu

Stóru viðskiptabankarnir eru hættir útgáfu og innlausn ávísana, nema Arion banki í undantekningartilvikum. Með tilkomu rafrænna aðferða er greiðslumiðlun hvort tveggja í senn einfaldari og öruggari, að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert