Dagur einhleypra kominn til að vera

Margir gerður sér ferð í Elko á svörtum föstudegi í ...
Margir gerður sér ferð í Elko á svörtum föstudegi í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Singles Day, tilboðsdagur fyrir netsölu, mun eflaust reynast einhverjum hér á landi ástæða til að draga fram greiðslukortið og ganga frá kaupum með nokkrum músarsmellum. Ólíkt Black Friday og Cyber Monday, sem líkt og nöfnin gefa til kynna ber upp á föstudag og mánudag eftir þakkargjörðarhátíð, er Singles Day bundinn fastri dagsetningu, 11. nóvember.  

Dagsetningin sú á raunar sinn þátt í því að deginum, sem á sér kínverskar rætur, var komið á fót. Kínverjar spá mikið í númerafræði og talan 11.11. samanstendur af tölustafnum einum sem gerði daginn að degi einhleypra. Kauphlið dagsins kviknaði þó ekki fyrr en 2009 er kínverska netverslunin Alibaba gerði daginn að stórútsöludegi netverslana sinna, sem eins konar svar við svörtum föstudegi Bandaríkjamanna.

AFP-fréttastofan hefur eftir forsvarsmönnum Alibaba að sala á Singles Day í netverslun fyrirtækisins hafi í fyrra numið andvirði 17,8 milljarða dollara og hafi aukist um 32% frá árinu 2015.

Svarti föstudagurinn sló í gegn

Singles Day hefur ekki síður en svarti föstudagurinn reynst nokkrum kaupmönnum hér á landi ástæða til þess að bjóða upp á sólarhringstilboð. Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S, er prímu­smótor­inn í Singles Day íslenskra kaupmanna, en hér á landi er hann þó ekki tengdur einhleypum heldur hefur fengið heitið stóri net­versl­un­ar­dagurinn og verður á morgun haldinn í þriðja sinn. Brynja deilir færslu á facebooksíðu sinni þar sem hún bendir á 24 íslenskar vefverslanir sem taka þátt í stóra netverslunardeginum þetta árið.

Starfsmenn fyrirtækis í Anhui héraðinuí í Kína undirbúa sendingar fyrir ...
Starfsmenn fyrirtækis í Anhui héraðinuí í Kína undirbúa sendingar fyrir kaupæðið sem einkennir Singles day hjá Kínverjum. AFP

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur stóra netverslunardaginn kominn til að vera. „Alveg á sama hátt og Black Friday hefur rutt sér til rúms,“ segir hann. „Ég tel alveg augljóst að öll þessi alþjóðlegu „trend“, ef svo má að orði komast, eru að ryðja sér til rúms hér á landi og það er engin ástæða til að ætla að það gerist ekki líka með Singles Day.“

Hann hafi sagt það sama þegar menn voru að velta fyrir sér líkum á að svarti föstudagurinn næði vinsældum hér. „Ég taldi það líklegt fyrir tveimur árum, sem gekk eftir. Hann sló í gegn í fyrra og ég held að hann geri það aftur í ár.“

Jákvætt að dreifa jólaversluninni

Andrés segir það ekki síst hafa verið kost við svarta föstudaginn að hann hafi dreift jólaversluninni meira en ella, þar sem hann beri upp á síðasta föstudag í nóvember.

Spurður hvort Íslendingar kaupi ekkert nema það sé á tilboði segir hann landsmenn vissulega tilboðsdrifna. „Allt svona hefur áhrif og þegar þessir stóru dagar eru hefur það gífurleg áhrif. Þegar það er 20% afsláttur af öllu eins og gerist stundum er fólk líka að gera betri kaup á megninu af vöruframboðinu í búðinni og það er augljóst og skiljanlegt út frá hagsmunum neytenda að þeir grípi slík tækifæri.“ 

Hugsa um hvað við kaupum

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin reyna að benda fólki á að vera skynsamt í fjármálum. „Við erum mjög oft að kaupa hluti sem við þurfum ekki en langar samt í,“ segir hún. „Við virðumst vera að taka inn Black Friday, Singles Day og aðrar slíkar kauphefðir og Neytendasamtökin hafa þess vegna oft bent á andsvarið við þessum tilboðsdögum, sem er Buy nothing day, eða kauplausi dagurinn.

Það voru kanadísk samtök sem komu kauplausa deginum á fót, en hann er 24. nóvember ár hvert og að sögn Brynhildar hugsaður sem andsvar við neysluæðinu. „Við búum vissulega í hagkerfi sem er drifið áfram af einkaneyslu, en það skiptir máli ef við viljum hugsa um umhverfismálin líka að að íhuga hvað við kaupum og vera ekki að kaupa óþarfa,“ segir hún.

Black Friday fer fram í dag.
Black Friday fer fram í dag. AFP

Það sé þó vissulega fagnaðarefni að verslun gangi vel og fólk versli hér heima. „Það er ýmislegt jákvætt við það, en maður þarf samt að vera gagnrýninn og fylla ekki fataskápinn af fötum sem er svo farið með í Rauða krossinn áður en árið er liðið,“ segir Brynhildur. Þá sé betra að gefa frekar Rauða krossinum strax andvirði flíkurinnar.

Óneitanlega sé hægt að gera góð kaup á tilboðum og útsölum og spara þannig í jólagjafakaupunum, en það borgi sig engu að síður að hafa í huga hvað maður sé að kaupa og áhrif kaupanna. „Það er tilhneiging þegar það eru tilboð og vörurnar ódýrar að kaupa eitthvað sem okkur vantar ekkert endilega og við hefðum ekki keypt ef þetta hefði verið dýrara,“ segir hún. „Það segir manni svo kannski að mann vantaði ekki þennan hlut.“

Ómeðvituð áhrif á hugarfarið og hugmyndir um tungumálið

Ekki hafa allar íslenskar verslanir fyrir því að þýða erlend heiti tilboðsdaga sem þær nýta yfir á íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson, íslenskuprófessor við Háskóla Íslands, segir vissulega mega líta á slíkt sem lögbrot líkt og erlend heiti fyrirtækja eða auglýsingar á erlendum málum.

„Það er hins vegar kannski ekki skynsamlegasta leiðin til að ræða svona,“ segir hann. Það er hluti af svo miklu stærra máli hvernig enska flæðir yfir svo mörg svið án þess að menn virðist gæta að sér.“

Eiríkur segist efast um að einhver ætli sér að spilla íslenskunni, gera lítið úr henni eða veikja stöðu hennar. „Þetta er annars vegar bara hugsunarleysi og hins vegar mismunandi skoðanir á því hvað skipti máli og hvað ekki. Ég held að eftir því sem enskan er meira áberandi í umhverfi okkar tökum við minna eftir henni og því auðveldara verður fyrir hana að leggja undir sig ný og ný svið.“

Eitt og sér drepi það ekki íslenskuna að einhver fyrirtæki taki sér ensk nöfn, viðburðir hafi ensk heiti eða eitthvað sé auglýst á ensku. „En það er hluti af miklu stærra máli og dropinn holar steininn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...