Fái greitt fyrir veitta þjónustu

Börnin sýna lestrinum athygli.
Börnin sýna lestrinum athygli. mbl.is/Golli

„Barnabókahöfundar ræddu m.a. mikilvægi þess að fá greitt fyrir upplestra þegar þeir sækja skóla landsins heim,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands (RSÍ).

Félagsmenn RSÍ fjölmenntu á hádegisfund sem haldinn var í Gunnarshúsi við Dyngjuveg í Reykjavík í fyrradag. Voru þar taxtar ræddir auk þess sem upplestrarverkefni RSÍ fyrir grunnskóla voru kynnt.

Kristín Helga segir RSÍ áður hafa minnt félagsmenn sína á mikilvægi þess að fá greitt fyrir áðurnefnda þjónustu. „Höfundamiðstöð Rithöfundasambandsins er með gjaldskrá, sem er afar hófsöm, og við höfum brýnt fyrir okkar fólki að vera ófeimið við að setja upp verð fyrir upplestra og framkomur ýmiskonar,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert