Hagleiksmaður á skurðstofu

Sigurjón Gunnarsson hefur stundað tréskurð í meira en tvo áratugi ...
Sigurjón Gunnarsson hefur stundað tréskurð í meira en tvo áratugi og er mikill áhugamaður um séríslenskt tréverk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þótt Sigurjón Gunnarsson sé einstakur hagleiksmaður á tré og jafnframt margt annað til lista lagt kvaðst hann ekki geta lagað nef á manni þegar hann fékk fyrirspurn þess efnis á dögunum. Vinnan sem hann framkvæmir á Skurðstofu Sigurjóns í Hafnarfirði er enda af allt öðrum toga og snýst fyrst og fremst um tréskurð.

Allir eru velkomnir að ganga í bæinn og skoða og kaupa tréverkin sem þar eru í tugavís af öllum gerðum og stærðum. Að öðru leyti segist hann gera lítið af því að koma verkum sínum á framfæri.

Sigurjón hefur stundað tréskurð í yfir tuttugu ár, eða allt frá því hann tók öll námskeið sem í boði voru, sjö talsins, í Trélistaskóla Hannesar Flosasonar. Þá hefur hann setið í stjórn og um tíma verið formaður FÁT, Félags áhugamanna um tréskurð.

„Hannes heitinn var einn fárra lærðra tréskurðarmeistara á Íslandi, sem kenndu almenningi tréskurð með markvissum hætti. Slík menntun er ekki lengur til hér á landi nema að nafninu til, óvirk iðngrein, ef svo má segja, því enginn sækir lengur í hana,“ segir Sigurjón, sem nýverið gaf út í samstarfi við Iðnú upplýsinga- og fróðleiksbókina Tréskurður.

Hugur og hönd

Salt- og piparstaukar dulbúnir sem tóbakshorn.
Salt- og piparstaukar dulbúnir sem tóbakshorn. mbl.is/Kristinn Magnússon„Íslenskt lesefni um tréskurð er af mjög skornum skammti. Ég hafði verið að taka saman og hripa niður ýmslegt héðan og þaðan mér til gagns og gamans þegar mér datt í hug að fóðleiksmolarnir gætu komið öðrum til góða, sem hefðu hug á að fást við tréskurð eða væru komnir eitthvað áleiðis,“ segir Sigurjón. Hann leggur áherslu á að bókin flokkist þó hvorki sem kennslubók né sjálfshjálparbók. „Verklega þætti tréskurðar er illmögulegt að útskýra með orðum, enda byggist tréskurður að stórum hluta á snertingu þar sem saman fara hugur og hönd. Til þess að geta nýtt sér bókina þarf fólk að hafa áður aflað sér grunnþekkingar í skurðlist og notið að einhverju marki leiðsagnar hjá kunnáttumanni. Skurðlistin verður ekki af einni bókinni lærð.“

Í bók sinni fer Sigurjón engu að síður býsna ítarlega ofan í saumana á hvaða verkfæri beri að nota, meðhöndlun þeirra, vinnuaðferðir og -aðstöðu, fyrstu skrefin og síðan skref fyrir skref. Auk fróðleiks um sögu og þróun tréskurðar, einkum á Íslandi, fjallar hann um mismunandi stíla og stefnur, myndbyggingu og alls konar hagnýt og oft tæknileg atriði. Ljósmyndir, teikningar og skýringarmyndir eftir höfundinn eru svo til þess fallnar að taka af allan vafa.

Litlir askar eru kallaðir nóar.
Litlir askar eru kallaðir nóar. mbl.is/Kristinn Magnússon


„Heilabrot verða mest við tréskurð þegar valið er viðfangsefni. Hvað á að skera í viðinn? Það þarf helst að liggja ljóst fyrir því að auðvitað verður að sníða fjölina fyrir það sem skera á,“ segir í Tréskurði,

Kennir eldri borgurum

Sjálfum finnst Sigurjóni skemmtilegast að skera út eftir eigin hugmyndum, þróa þær og vinna frá grunni. Helst nytjahluti. Hann hefur t.d. skorið út lampafætur, kaffipokastand með stuðlabergsmynstri, aska og er núna að þróa nóa, eins og litlir askar eru kallaðir, og sér þá fyrir sér sem ílát fyrir sykur eða annað matarkyns.

Kaffipokastandur með stuðlabergsmynstri.
Kaffipokastandur með stuðlabergsmynstri. mbl.is/Kristinn Magnússon


Sigurjón ráðleggur byrjendum samt að skera út eftir fyrirmyndum. „Í tréskurðarnámi er yfirleitt byrjað á að skera út einfaldan bakka og um leið kennt að beita verkfærunum og að skera út í viðinn eftir því hvernig liggur í honum.“

Allt þetta og fleira tengt tréskurði hefur Sigurjón annað slagið kennt á námskeiðum í allmörg ár. Í fyrra þegar hann komst í tölu eldri borgara og lét af störfum sem verslunarstjóri ÁTVR hóf hann að kenna jafnöldrum sínum og þaðan af eldri í félagsstarfi eldri borgara. Þess á milli sker hann út í tré í skurðstofunni sinni. Og er alsæll.

Haganlega útskorinn skór í smiðju Sigurjóns.
Haganlega útskorinn skór í smiðju Sigurjóns. mbl.is/Kristinn Magnússon


Af eftirlætis-tréskurðarverkum sínum nefnir hann gestabók og myndaramma. „Gestabókina unnum við faðir minn, Gunnar Ásgeir Hjaltason, gullsmiður og listmálari, í sameiningu. Hann teiknaði mynd af landslagi sem ég skar síðan eftir. Myndarammann vann ég hins vegar eftir öðrum, sem var alltaf á æskuheimili mínu, og ég hafði ekki hugmynd um fyrr en löngu síðar að var eftir ömmubróður minn, sem bjó lengst af í Boston.“

Askarnir féllu í stafi

Sigurjón segir að séreinkenni íslensks tréskurðar séu annars vegar askarnir; stafaílát með útskurði á lokinu, og hins vegar höfðaletrið, sem skorið var út í kistla og aðra trégripi. „Menn hafa lengi rifist um hvaðan höfðaletrið er upprunnið, en það virðist ekki hafa verið notað annars staðar en á Íslandi. Hér þróaðist það öldum saman og hver ritaði með sínum hætti. Bólu-Hjálmar átti til dæmis sína útgáfu sem prýðir mörg hans hagleiksverk. Áður fyrr skáru Íslendingar aðallega út nytjahluti úr rekavið, eða þar til upp úr aldamótunum 1900 að Ríkarður Jónsson, Stefán Eiríksson og fleiri, sem lært höfðu tréskurð í útlöndum, kynntu fagurfræðina og skrautið til sögunnar.“

Útflúr. Rammann skar Sigurjón út eftir öðrum sem var á ...
Útflúr. Rammann skar Sigurjón út eftir öðrum sem var á æskuheimili hans. mbl.is/Kristinn Magnússon
Að sögn Sigurjóns eyðilögðust margir askar og ýmis tréskurður frá fyrri tíð vegna raka í húsakynnum með tilheyrandi fúasvepp. „Þegar fólk hætti að nota askana á hverjum degi, þornuðu þeir líka upp og féllu í stafi, eins og sagt var,“ segir hann og útskýrir að þessi gömlu matarílát hafi verið smíðuð úr stöfum líkt og tunnur.

Tréskurður sem iðngrein leið smám saman undir lok eftir miðja síðustu öld. Tískustraumar í hönnun húsgagna áttu þar stærstan þátt. „Aukinn innflutningur og ný efni kipptu fótunum undan húsgagnatréskurði á skömmum tíma. Eftir stóðu nokkrir einstaklingar sem höfðu atvinnu af tréskurði, aðallega við gerð tækifærisgjafa og hluta sem ferðamenn keyptu,“ segir Sigurjón, sem með bók sinni vonast til að glæða áhuga á tréskurði og um leið varðveita sögu íslensks handverks.

Tréskurður er 60 blaðsíðna gormabók í A4 broti. Hún fæst í bókabúð Iðnú og hjá höfundi. Netfang: silo@mmedia.is. Facebook: Skurðstofa Sigurjóns.

Á íslenskt handverk undir högg að sækja?

Peysufatakonur. Þær stóru geyma prjóna- og hekludót. Litla er skraut. ...
Peysufatakonur. Þær stóru geyma prjóna- og hekludót. Litla er skraut. Höfundurinn Sigurjón Gunnarsson mbl.is/Kristinn Magnússon

„Íslendingar margir hverjir fyllast eldmóði og rísa upp til varnar þegar vegið er að náttúru landsins, tungumáli og sjálfstæði og er það vel. En öðru máli gegnir um íslenskt handverk. Svo er að sjá sem það eigi undir högg að sækja og séríslensk kunnátta handverksmanna sé að falla í gleymskunnar dá. Þótt byggðasöfn varðveiti muni sem bera vott um mikinn hagleik geta þau aldrei haldið við kunnáttu og færni í handverki,“ segir Sigurjón Gunnarsson m.a. í formála bókarinnar.

Skurðstofa Sigurjóns er í Hafnarfirði.
Skurðstofa Sigurjóns er í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Innlent »

Ók á vegrið og fluttur á slysadeild

Í gær, 18:36 Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið bílnum á vegrið á Reykjanesbraut, skammt frá brú sem er neðst í Ártúnsbrekkunni. Meira »

Frakkarnir ætluðu að heimsækja vinabekk

Í gær, 18:19 Um tíu sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum, auk lækna og björgunarsveitarmanna frá Borgarnesi eru í fjöldahjálparmiðstöð sem komið hefur verið upp í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Meira »

Bragi næsti stórmeistari í skák

Í gær, 18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

Í gær, 17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

Í gær, 17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

Í gær, 17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

Í gær, 16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

Í gær, 16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

Í gær, 14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

Í gær, 14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

Í gær, 12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

Í gær, 12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

Í gær, 11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

Í gær, 10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

Í gær, 09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

Í gær, 11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

Í gær, 10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

Í gær, 08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...